Gerðir kirkjuþings - 1996, Side 122
15.10.1996
Greinarqerð um samkynhneiqð oq kirkju____- 5 -
kennimanna kirkjunnar er að finna í Siðareglum presta en þar segir á
þessa leið í kafla Z.6:
Prestur fer ekki í manngreinarálit og veitir fólki sálgæslu og aðra
kirkjulega þjónustu án tillits til kynferðis, stöðu, skoðana, trúar,
þjóðernis, kynþáttar eða vegna annarrar sérstöðu. 5
Samkynhneigð er viðkvæmt málefni af ýmsum ástæðum.
Samkynhneigðu fólki finnst oft að það fái ósanngjarna meðferð í
samfélagi og menningu og það ekki að ástæðulausu, eins og skýrsla
nefndarinnar um málefni samkynhneigðra gefur glöggt til kynna. Þeir
sem fyrirlíta og jafnvel ofsækja samkynhneigða eru oft haldnir fælni
eða homofóbíu, ótta við samkynhneigð. Þess eru einnig dæmi að menn
ofsæki það í öðrum sem þeir afneita \ sjálfum sér. í öðrum tilvikum
eru samkynhneigðir fórnarlömb menningarlegra fordóma. Talið er að um
5% karla og kvenna á Vesturlöndum séu samkynhneigt fólk, en tölur sem
nefndin um málefni samkynhneigðra gefur upp hvað ísland varðar, eru
enn lægri, eða 3.6% karla, 2.6% kvenna.6 Styðjast má við skilgreiningu
Hákansson (1988) á samkynhneigð: „Samkynhneigð er djúpstæð þrá eftir
nánu kynferðislegu eða tilfinningalegu sambandi við einstakling af
sama kyni“.7 Eða með öðrum orðum: „Þegar dýpstu og helgustu
ástartilfinningar einstaklings beinast að einstaklingi eða
einstaklingum af sama kyni í stað gagnstæðs kyns“.8
Nefndin, sem skipuð var af forsætisráðherra, segir:
Um orðið „samkynhneigður" gegnir svipuðu máli og ýmis
lýsingarorð um skapgerð. Fræðileg skilgreining er torveld
vegna þess að kennimörkin sem miðað er við eru margvísleg,
óljós, ekki hlutlæg og koma ekki stöðugt fram í fari fólks.
Þannig er til dæmis óraunhæft að ætla sér að finna
nákvæmlega út hver fjöldi góðviljaðra manna í samfélagi
5 Codex Ethicus, siðareglur presta, Prestafélag íslands 1994, bls. 18.
6 Skýrsla nefndar um málefni samkynhneigðra, Rvk. okt. 1994, bls. 11.
7 Ibid bls. 9.
8 Margrét Pála Ólafsdóttir, form. Samtakanna 78.
119