Gerðir kirkjuþings - 1996, Side 39
Það sem af er október hafa kennarar í sýslunni nýtt sér fundaraðstöðuna í
skólanum. Húnakórinn nýtti sér mötuneytið og Netið félagsskapur kvenna í
stjórnunarstörfum dvaldi yfir helgi og hélt námskeið.
Sú starfsemi sem framundan er samkvæmt bókunum verður eftirfarandi:
Kjalamesprófastsdæmi ásamt svæðisstjóm fatlaðra á Reykjanesi verður hér
með námskeið fyrir starfsfólk á sambýlum. Skálholtsskóli stendur fyrir
málþingi presta og guðfræðinga þann 21. október um efnið "Guðfræði og
kvennagagnrýni". Konur úr KFUK koma og dvelja hér kvöldstund.
Njarðvíkurprestakall og Óháði söfnuðurinn halda hér
fermingarbarnanámskeið og Fjölskylduþjónusta kirkjunnar verður með
hjónahelgi. í lok mánaðarins verða guðfræðikandídatar hér í starfsþjálfun.
í nóvember heldur sóknarnefnd Seltjamarneskirkju hér námskeið og
Laugarneskirkjukór kemur til dvalar. Erlendir aðilar sem vinna að
tónlistarupptökum í kirkjunni nýta sér gistiaðstöðuna í skólanum. Þá kemur
próf. Pétur Pétursson með sína stúdenta og heldur með þeim kyrrðardaga.
Og síðustu helgi kirkjuársins verða að venju kyrrðardagar í Skálholti í umsjón
sr. Guðrúnar Eddu. Miðvikudaginn 27. verður annað málþing presta og
guðfræðinga. Ber það vinnuheitið "Réttlæting af trú - núna".
Er þá getið þess helsta sem við hefur borið og framundan er á árinu. í
þessari upptalrdngu hefur ekki verið getið allra þeirra sem komið hafa í
skólann á eigin vegum, komið með hópa í mat eða kaffi eða nýtt sér hann á
annan hátt. Af þessu má sjá að það er ekki lítill fjöldi fólks sem sækir
Skálholtsskóla heim.
Fjárhagsyfirlit
í tölum lítur árið 1996 þannig út:
Tekjur: 1995 áætl. 1996 jan-ág.1996
Veitingar - selt fæði 9,0 9,5 8,9
Gisting 2,1 1,5 1,1
Annað 0,4 0,5
Stofnanir í A og B hluta 10,1 10,1 8,6
Viðhald 1,9
Samtals 21,6 23,5 18,6
Gjöld:
Laun og launatengd gjöld 12,7 12,5 7,8
Vörukaup 2,6 3,5 3,8
Annar rekstrarkostnaður 4,7 4,8 4,1
Húsnæði 2,8 2,7 1,8
Samtals 22,8 23,5 17,6
Mism. 1,2 0 -1,0*
*Til greiðslu á yfirdrætti
36