Gerðir kirkjuþings - 1996, Blaðsíða 217
1996
27. KIRKJUÞING
16. mál
TILLAGA
til þingsálvktunar um sálmabók.
Flutt af kirkjuráði.
Frsm: sr. Karl Sigurbjömsson.
Kirkjuþing 1996 fagnar því að unnið sé að útgáfu sálmabókar með nótum og væntir
þess að hún verði lyftistöng fyrir almennari safnaðarsöng í kirkjum landsins.
Kirkjuþing ítrekar ályktun Kirkjuþings 1995 um að í ffamhaldi af þessu verkefni verði
haldið áffarn undirbúningi nýrrar sálmabókar.
Greinargerð
Afangaskýrsla til kirkjuþings 1996 frá vinnuhópi er Kirkjuráð skipaði 21. maí
1996 til að vinna að undirbúningi að útgáfu nýrrar sálmabókar.
Kirkjuráð hefur samþykkt að stefha að því að gefa núverandi sálmabækur
(1972 og 1991) út með nótum og í því skyni keypt það efni sem Selfosskirkja lét
vinna undir stjóm Glúms Gylfasonar, organista. Þann 21. maí 1996 skipaði Kirkjuráð
vinnuhóp til að fara yfir þetta efhi og hefja jafnframt undirbúningsvinnu vegna útgáfu
nýrrar sálmabókar. I vinnuhópum em: sr. Jón Helgi Þórarinsson, Haukur
Guðlaugsson, söngmálastjóri, Hörður Áskelsson, organisti, sr. Karl Sigurbjömsson og
sr. Kristján Valur Ingólfsson.
Vinnuhópurinn er nú að ljúka við að fara yfir og gera athugasemdir við tillögur
Glúms Gylfasonar. Hafa þegar verið gerðar um 350 athugasemdir, stórar og smáar.
sem er mikið meira en reiknað var með í upphafi. Ástæðan fýrir þessum mörgu
breytingum er sú að hér em stigin fýrstu skrefin í heildarendurskoðun
sálmabókarinnar og útgáfu nýrrar sálmabókar. Því er farið mjög vel yfir hvem einasta
sálm, athugað hvaða laggerðir af sama sálmalagi þykja best henta viðkomandi sálmi,
og kostað kapps að frnna ný sálmalög ef þau lög, sem notuð hafa verið, hafa ekki
fallið vel að sálmi eða henta miður til almenns safnaðarsöngs.
Væntanleg útgáfa núverandi sálmabóka með nótum skal vera tilraunaútgáfa, er
skal að sjálfsögðu endurskoða fyrir nýja útgáfu sálmabókarinnar. Stefnt skal að því að
hún verði í ódým en þó sterku og fallegu bandi, og hægt verði að nota hana við hlið
núverandi sálmabóka (sálmanúmer hin sömu). Þannig geta söfhuðir keypt hina nýju
bók smátt og smátt, eftir því sem að þær bækur sem fyrir em ganga úr sér. Hin nýja
bók verður vemlega stærri í broti en núverandi sálmabækur, enda er það nauðsynlegt
vegna þess hve nótumar taka mikið pláss (Norska sálmabókin frá 1986 er 18,5 cm að
hæð og 12,5 að breidd og þykir vinnuhópnum og útgefanda sú bók til fyrirmyndar og í
hentugri stærð hvað varðar nótnaskriff). Búist er við að hægt verði að koma þessari
bók í prentun strax eftir áramótin. Kirkjuráð hefur falið Skálholtsútgáfunni að sjá um
útgáfu þessarar bókar. Heildar útgáfukostnaður er um 4.5 milljón króna.
214