Gerðir kirkjuþings - 1996, Side 225
1996
27. KIRKJUÞING
17. mál
því, a.m.k. tímabundið, á frekari fjárframlögum að halda til að vinna bug á bráðasta
vandanum.
• Sjóðurinn getur hugsanlega aflað meiri tekna, en ekki í þeim mæli að dugi til að
leysa þann vanda sem lýst hefur verið.
• Viðbótarfjárffamlög til sjóðsins verða að koma til með tilfærslu fjármuna innan
vébanda kirkjunnar sjálfrar.
• Ekki er greiddur húsaleigustyrkur til prestssetrasjóðs vegna íbúðarhúsa
sóknarpresta á vegum prestssetrasjóðs. Sóknarprestar sem leggja sjálfir til eigið
íbúðarhúsnæði fá þó þessar greiðslur.
• Sá möguleiki að fækka eignum sem sjóðurinn sýslar með eykur vitaskuld getu
sjóðsins til að sinna þeim eignum sem effir kunna að verða. Það mál er þó ekki á
forræði sjóðsins enda tengist það prestsembættunum.
Starfshópur þessi mun væntanlega skila kirkjuráði tillögum sínum fljótlega og
kirkjuráð mun þá íjalla um þær.
Þau sjónarmið hafa heyrst að sú staða sem sjóðurinn er í - að geta ekki sinnt brýnustu
úrlausnarefhum - hefði ekki komið til ef lögin um prestssetur með þeirri skipan mála
sem við búum við í dag hefðu ekki verið sett. Þessu verður að mótmæla harðlega.
Þrátt fyrir góðan vilja verður að efast um að dóms - og kirkjumálaráðuneytið hefði
haft tök á að útvega meiri fjármuni til prestssetranna en sjóðurinn hefur haft, einkum á
niðurskurðartímum og tímum hallalausra fjárlaga. Það er sennilega einmitt hið
gagnstæða uppi á teningnum, að nú hafa prestssetrin þó sérstakan málsvara og
hagsmunagæslumann, sem stjóm prestssetrasjóðs er og aðrir kirkjulegir aðilar.
Ég tel eðlilegt að kirkjuþing fjalli um þessi málefni og setji frarn
grundvallarsjónarmið til leiðbeiningar - stjóm prestssetrasjóðs og kirkjuráði til
stuðnings, svo og viðræðunefhdum ríkis og kirkju og öðrum sem að þessu máli koma.
Ég hvet menn því til hreinskiptinna og opinskárra umræðna um prestssetrin og stöðu
þeirra.
í þeirri umræðu á einnig að ræða opinskátt þann möguleika að fækka prestssetrum, ef
sú staða þykir verða uppi, að óhagkvæmt og óeðlilegt sé að halda áfram rekstri
tiltekins prestsseturs. í því sambandi er rétt að minna menn á, að löggjafinn ákveður
hvar prestssetur skuli vera ekki kirkjan. Vitaskuld ber að huga vandlega að öllum
þáttum í slíkri umræða. Þannig verður t.d. að gæta vel að hagsmunum hlutaðeigandi
sóknarprests, þannig að ekki verði um beina niðurlagningu stöðu að ræða eða fækkun
á heildar fjölda embætta, ef prestssetur er aflagt eða flutt til. Æskilegt er að nýta
tækifæri þegar sóknarprestur lætur af starfi sínu, að skoða þá stöðu viðkomandi
prestsseturs.
Eðlilegt og sjálfsagt er að sóknir prestakallsins fái tækifæri til að tjá sig um málið.
Einnig er rétt að ræða möguleika á niðurlagningu eða tilflutningi þegar kostnaðarsamt
er að koma upp prestssetri á lögboðnum aðsetursstað prests, t.d. ef ljóst er að reisa
þarf nýtt hús eða fara í verulegar umbætur á því húsi sem fyrir er.
Einhver kann að benda á, að þetta mál verði að setja í víðara samhengi. Það er
vitaskuld rétt, en ekki er óeðlilegt að prestssetrasjóður gerist málshefjandi slíkrar
umræðu, þar sem kostnaður við starfrækslu prestakallsins brennur heitast á sjóðnum
og að málefnið komi þannig til kasta kirkjuþings.
Nú hagar svo til, að nokkrir prestar sem sitja prestssetur láta af embætti á næsta ári, og
má þá hugsanlega gera ráð fyrir hreyfingum innan prestastéttarinnar milli embætta.
222