Gerðir kirkjuþings - 1999, Page 8

Gerðir kirkjuþings - 1999, Page 8
31. Kirkjuþing 1999. Kirkjuþing 1999 haldið í safnaðarheimili Háteigskirkju í Reykjavík dagana 11. til 20. október. Sunnudagskvöldið 10. október 1999 kl. 20:00 var messa í Dómkirkjunni í Reykjavík. Karl Sigurbjömsson, biskup íslands, þjónaði fyrir altari ásamt dómkirkjupresti, sr. Jakobi Ágústi Hjálmarssyni. Sr. Dalla Þórðardóttir prófastur. predikaði. Sönghópur Kirkjuhússins leiddi almennan söng. Haukur Guðlaugsson, söngmálstjóri þjóðkirkjunnar lék á orgel. Kanga-kvartettinn söng. Kirkjuþing var sett mánudaginn 11. október kl 10.00. Við setninguna fór fram helgihald þar sem sunginn var sálmur og þrjú böm bám inn kross, biblíu og tvö kertaljós, sem biskup tók við. Ávarp biskup íslands, Karls Sigurbjörnssonar. Herra forseti, heiðraða kirkjuþing. Verið velkomin til starfa. Ég þakka messuna í Dóm- kirkjunni í gærkvöldi. Það er gleðilegt að sjá hve vel miðar og vel hefur til tekist með endurbætur kirkjunnar og við gleðjumst og fögnum öll yfir því. Ég þakka eftinninnilega prédikun séra Döllu Þórðardóttur og öllum þeim sem lögðu sitt fram við ffamkvæmd messunnar og Kanga-kvartettinum sem flutti okkur hljóma af kristniboðsakrinum til að minna okkur á skyldur okkar við það fólk sem þar er og það starf sem þar er unnið. Senn munum við standa við aldaskil og árþúsundamót. Spumingin leitar á: Hvað ber framtíðin í skauti sér? Þó er sú spuming eiginlega meiningarlaus nema þá sem íhugun sam- tímans, skoðun þeirra afla sem nú eru að verki á vettvangi og spumingin út frá því: Hvar erum við á vegi? Hvert stefnir? Hvert vil ég halda? Mér koma í hug orð mannvinarins og hugsuðarins Alberts Schweitzers þegar hann sagði: „Það sem ég veit gerir mig bölsýnan. Það sem ég vil og vona gerir mig bjartsýnan.“ Hvað vitum við um stöðu kirkjunnar í dag? Við getum öll lagt okkar mat á það og dregið okkar ályktanir. Víst er að þjóðkirkjan er sterk. Færa má gild rök fyrir því að ís- lenska þjóðkirkjan hafi sjaldan verið sterkari sem stofnun en einmitt nú. Sjaldan hefnr hún notið eins almennrar þátttöku, aldrei verið eins auðug og nú, hvort heldur af jarðneskmn gæðum eða mannauði. Að vísu hefur hún á síðari árum misst sóknarböm til annarra trúfé- laga og teljast nú innan við 90 af hundraði þjóðarinnar innan vébanda hennar. En jafnframt hefur staða hennar lítt haggast hvað varðar hlutfall bama sem færð eru til skímar, ung- menna sem fermast í þjóðkirkjunni. Kirkjulegum hjónavígslum fjölgar og nær allir eru enn kvaddir hinstu kveðju með helgisiðum þjóðkirkjunnar. Aldrei hafa prestar hennar verið eins önnum kafnir við að mæta óskum samfélagsins um margvíslega þjónustu, sálgæslu, and- lega leiðsögn, helgar athafnir, fræðslu. Ég vil þakka prestunum sem vinna svo ómetanlegt starf í sóknum landsins og sérþjónustuprestunum og djáknum, tónlistarfólki og öllu öðru starfsfólki kirkjunnar, sóknamefndum og trúnaðarmönnum. Aldrei hefur þjóðkirkjan notið eins mikils mannafla menntaðs fólks og nú. Sjaldan hefur samfélagið borið eins miklar væntingar til kirkjunnar til góðra verka og allt þetta ætti að fylla okkur bjartsýni andspænis framtíðinni. En við vitum samt meir. Við þykjumst sjá önnur tímanna tákn, jafnvel váboða við sjóndeildarhring. Hnattvæðingin hefur þegar breytt heiminum og ekki er séð fyrir endann á því. Upp- lýsingaþjóðfélagið með netvæðingu sinni hefur rofið flesta þá múra sem áður voru ókleifir 4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.