Gerðir kirkjuþings - 1999, Side 12
munu allir prestar íslands og fulltrúar allra sókna í landinu taka þjóðina til altaris þannig að
við getum saman brotið brauðið og bergt af lífsins lind og vonar.
Ég vil leggja kirkjuþingi og okkur öllum kristnihátíð á hjarta þannig að við berum hana
á bænarörmum okkar og leggjum okkur fram um að vanda sem mest til og vimia að því um
byggðir landsins að mynda eftirvænting til þeirra tímamóta, hvetja og laða og uppörva
þjóðina til að fjölmenna til Þingvalla og treysta sín heit, hugi og hendur til hins góða
verksins, til samleiðar með Kristi til móts við nýja öld.
Á vísitasíu um Austfirði í sumar hlaut ég dýrmæta innsýn í líf og aðstæður kirkjunnar í
þeim fagra landshluta. Ég þakka þeim sem tóku á móti okkur hjónum og samferðarfólki
fyrir undirbúning og umhyggju alla. Ég fann ofurvel þann kvíða og áhyggjur sem fólk ber í
barmi andspænis því afli sem ógnar framtíð þess og byggðarlaganna, en jafnframt heillaðist
ég af manndómi og dugnaði heimamanna, ungra sem eldri, af umhyggju fólksins fýrir
byggðarlagi sínu og einstakri alúð og trúmennsku í þjónustu við kirkju sína og samfélag,
sóknamefnd sem af litlum efnum leggur fram fé til Hjálparstarfs kirkjunnar til að grafa
brunna í Afríku, til að létta neyð og minna sig og okkur öll á að við erum öll í þakkarskuld
við hjartagott og örlátt fólk. Sóknamefndir viðhalda af veikum mætti ómetanlegum þjóðar-
gersemum, sem kirkjuhúsin gömlu em. Þar stendur alþjóð í mikilli þakkarskuld við hina
fáu og trúu. Þó verðum við að muna að kirkjuhúsin gömlu og ffiðuðu eru ekki minjasöfn
um eitthvað sem einu sinni var og aldrei kemur til baka, það má kirkjan aldrei verða, heldur
lifandi samfélag lifandi fólks, biðjandi, boðandi, þjónandi.
Hljómfegurð klukknanna öldnu þegar kallað var tíða til og það var svo auðfundið að
það var ekki aðeins fumlaus hönd hringjarans heldur hlýtt hjarta sem lagði sig fram og gaf
tóninn skæra. Lítið samfélag kom saman, var kallað saman, sem er órofa hluti samhengis
sem er ólýsanlega stórt. Hljómur orgelsins, rödd meðhjálparans, hendur fólksins er signdi
sig, ungar hendur bamanna, lúnar hendur fullorðinna, söngur kórsins, barnsaugun tæru,
einbeitni hinna fullorðnu, rúnum ristar ásjónur hinna öldnu með orð guðs og borð, allt
myndar þetta hlýjan vef í minningunni. Fólkið sem leggur svo mikið á sig til að halda uppi
kirkjusöng og helgiþjónustu og konumar sem hafa með höndum reglubundið barnastarf í
afskekktu byggðarlagi, efna jafnvel til helgistundar á aðfangadag fýrir byggðina svo ungir
sem eldri fari ekki á mis við hughrif og helgi hátíðarinnar. Og svona gæti ég haldið áfram.
Þetta fólk er salt jarðar og ljós í dimmum heimi, vonartákn og ffamtíðar, byggð og landi og
kirkju. Guð blessi það og vemdi bömin sín öll.
Það var ógleymanlegt að koma að Þórarinsstöðum í Seyðisfirði og skoða fomleifaupp-
gröftinn þar. Þar hafa fundist leifar kirkjugarðs og kirkju ffá mótum heiðni og kristni á Is-
landi. Engar heimildir voru til um kirkju á þessum stað nema þjóðsagan um Dvergastein.
Sagan segir að til foma hafi kirkja staðið handan íjarðarins en verið flutt norður yfir, þar
sem síðar stóð prestssetrið í firðinum um aldir. Dvergamir í steininum söknuðu kirkjunnar,
klukknahljómsins og hins helga söngs og fleyttu því steininum yfir fjörðinn að nýju
kirkjunni þangað sem hann enn stendur, að Dvergasteini.
Þessi saga segir að minning kirkjunnar á Þórarinsstöðum hefur lifað í munnmælum. En
hún segir okkur líka að hollvættir landsins unna kirkjunni, þ.e. hin helga iðkun í helgi-
dóminum signir landið, lýsir ffiði yfir lýð og land, helgar og blessar. Látum þeirri iðkun
ekki linna. Friður guðs sé með oss öllum.
Ég bið herra forseta að taka nú við stjórn kirkjuþings. Guðs góði andi leiði þig og þing-
störf öll.
8