Gerðir kirkjuþings - 1999, Qupperneq 19

Gerðir kirkjuþings - 1999, Qupperneq 19
þjóðfélaginu. Það hlýtur þá að verða okkur öðrum hvatning til að leggja okkur fram við það að öll orð okkar og athafnir sem frá kirkjuþingi berast, megi hafa slík áhrif. Við verðum líka alltaf að hafa í huga, að jafnframt því sem kirkjuþing sjálft er vettvangur orða og athafna í þágu íslensku kirkjunnar, þá er því ætlað það mikilvæga hlutverk að skapa sem best starfsskilyrði fyrir alla, einstaklinga og söfnuði, til að vinna að málefnum kristinnar trúar. Við væntum þess að á þessu þingi höfum við gengið þá götu til góðs. Með því hugarfari þurfum við að hjálpast að við að vinna sem best að undirbúningi næsta kirkjuþings, eins og mikill áhugi hefúr komið fram um á þessu þingi. Það er afar brýnt að okkur takist að nýta sem best hin gullnu tækifæri sem við vonumst til að komandi ár muni gefa okkur. Árangur byggist á því hvað okkur muni takast vel með guðs hjálp að sameina kraftana. Við lok 31. kirkjuþings flyt ég kirkjuþingi biskupi og kirkjuráði kærar þakkir fyrir ágætt samstarf við undirbúning þess og störfin á þinginu. Enn fremur þakka ég vígslubiskupum, fulltrúa Guðfræðideildar, dóms- og kirkjumálaráðherra og fulltrúa hennar samstarfið. Ég þakka varaforsetum og skrifurum aðstoð þeirra og þingfulltrúum öllum ágæta samvinnu og umburðarlyndi og ítreka þakkir mínar til starfsfólks þingsins. Að lokum færi ég Háteigssöfnuði þakkir fyrir ágæta aðstöðu sem hann hefur veitt kirkjuþingi hér í safnaðarheimilinu og veitingar þær sem við erum nú nýbúin að þiggja. Lokaorð biskups Islands, Karls Sigurbjörnssonar. Forseti, kirkjuþing. Ég þakka forseta hlý og góð orð og trausta og örugga stjóm og leiðsögn á kirkjuþingi og þakka samfylgd og samveru og samstarf ykkar allra hér á þessum umliðnu þingdögum. Ég þakka alla góða umræðu og vönduð vinnubrögð og víðsýni og góðan vilja og alla jákvæða málafýlgju á tímamótaþingi. Nú er komið að lokum, þinglausnum og heimferð, og við höldum hvert til okkar heima, til verkefna og skyldustarfa sem bíða okkar þar á þeim vettvangi sem við erum kölluð til að sinna. Starfsfólk þingsins situr hér eftir yfir pappírunum og dótinu og tækjunum og þarf að láta hendur standa fram úr ermum til þess að ganga frá öllu. Við kveðjum þau með miklu þakklæti fyrir allt það sem þau hafa innt af hendi, þökkum það ómetanlega verk sem það hefur unnið hér. Arangur okkar verka er svo mjög undir atorku þess og umsjá kominn. Og nú höldum við heim á akurreinina okkar heima og það er þar sem þetta á að virka allt saman, þetta sem hér hefur verið rætt. Og þar á það að virka og þar á það að bera ávöxt, það sem við höfum unnið að þessa undanfömu daga. Við erum að vinna að því að smíða og slípa og bæta verkfærin og leggja brautir og smíða brýr í starfi kirkju Krists á íslandi, hinnar þúsund ára gömlu þjóðkirkju á íslandi, biðjandi, boðandi, þjónandi kirkju. Þegar þú gengur til sóknarkirkjunnar þinnar á sunnudaginn kemur hugsa þá til þess sem hún stendur fyrir, til þess sem þar er haft um hönd og iðkað. Að starfi okkar hér ber að hlúa og greiða því veg svo að það megni að bera ávöxt í samfélaginu, í umhverfmu. Þessi þúsund ára þjóðkirkja hefur enn við þessi árþúsundamót sama hlutverk og við þau fyrri, að gera allar þjóðir að lærisveinum, að gera hverja nýja kynslóð að lærisveinum, að byggja upp samfélag trúar í söfnuði sem vill veita skilyrði til vaxtar og þroska. Og starf sóknanna, smárra og stórra, það miðar að því að væða og virkja og uppörva fólk til þess að lifa trú sína og vonina og lifa kærleikann, umhyggjuna og miskunnsemina, að það séu ekki orð heldur birtist í verkum, trúaruppeldi sóknarkirkjunnar og trúaruppeldi heimilanna og vitnisburður einstaklingsins hvar sem hann stendur á vettvangi dagsins og guðsþjónustu helgidagsins. Þetta eru homsteinar kirkjubyggingar dagsins og framtíðarinnar. Það er eins 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.