Gerðir kirkjuþings - 1999, Síða 24
1. mál.
31. KIRKJUÞING. 1999.
Þski. 1.
barst það seint að ekki þóttu tök á að semja fullnægjandi reglur á grundvelli hennar, en
mjög mikilvægt er að vandað sé til verka þar sem endranær.
Reynsla af þegar samþykktum starfsreglum.
Kirkjuþing 1998 setti nýjar starfsreglur um fjölmörg atriði sem áður voru bundin í
lögum frá Alþingi. Kirkjuráð telur ljóst eftir þá reynslu sem fengist hefur af starfsreglum,
settum af kirkjuþingi 1998, á grundvelli laga um stöðu, stjóm og starfshætti
þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, að ýmissa, smávægilegra breytinga er þörf, sem einkum
felast í lagfæringum og aðlögunum. Kirkjuþing 1998 var um margt mjög óvenjulegt þing.
Bæði var um að ræða þing í alveg nýju umhverfi og með nýrri yfirstjóm svo og hitt, að
margir kirkjuþingsmenn vom nýir á þessum vettvangi. Fjalla þurfti um drög að
starfsreglum um nánast grundvallaratriði kirkjuskipunarinnar á mjög skömmum tíma.
Þrátt fýrir þetta er það mat kirkjuráðs að almennt hafi tekist vel til með ffamkvæmd
starfsreglna og það stjómkerfi og fýrirkomulag sem þær mæla fyrir um yfirleitt reynst vel
þann tíma sem þær hafa gilt. Rétt er þó að hafa í huga að flestir bálkamir hafa einungis
gilt frá síðustu áramótum þannig að hæpið er að fullyrða að nægileg reynsla sé komin á
þá suma hveija a.m.k. Þá hefur ekki reynt á ýmis ákvæði bálkanna eðli málsins
samkvæmt, t.d. um kjör til kirkjuþings.
Kirkjuráð telur að fara beri varlega í sakimar og láta reyna á hvemig þessi lög og
reglur gagnast og móta hentugt vinnulag innan þess ramma sem okkur er settur.
Um val á prestum.
Á kirkjuþingi 1998 vom samþykktar nýjar reglur um val á prestum þ.e. 13. - 33. gr.
og 38. gr. starfsreglna um presta nr. 735/1998, sbr. og leiðbeinandi reglur biskups frá 9.
mars 1999, sem settar eru á grundvelli þeirra reglna. í stað eldra fýrirkomulags við val á
sóknarpresti þar sem sóknamefndir (ásamt varamönnum) í hlutaðeigandi prestakalli vom
kjörmenn í leynilegri atkvæðagreiðslu og meirihluti réð úrslitum, kom nýtt kerfi. Kerfið
felur í sér gmndvallarbreytingar frá fýrri skipan og verður að teljast merkileg tilraun til
samþættingar ólíkra sjónarmiða innan kirkjunnar - sjónarmiða sem erfitt er að samrýma
til fulls. Um er að ræða stéttarleg sjónarmið annars vegar og rétt sóknarfólks til að hafa
áhrif á val hins vegar. Kirkjuráð hefur fjallað um valnefndir og reynsluna af þeim á þeim
skamma tíma sem þær hafa verið við lýði og ýmis álitamál sem hafa komið upp um
framkvæmd. Tilefni þess var aðallega erindi sem barst kirkjuráði frá einum umsækjenda
þar sem óskað var eftir áliti á veitingu í embætti sóknarprests. Spurt var m.a. um það
hvort starfsreglur um val á sóknarpresti hafi í raun staðist þær væntingar, sem bundnar
voru við þær. Niðurstaða kirkjuráðs var að það væri ekki á starfssviði þess að fjalla um
mál er varða skipun í einstök prestsembætti. Það væru aðrir farvegir til að taka á
kvörtunum vegna málsmeðferðar valnefnda. Hins vegar gætu einstök mál sem kirkjuráð
væri upplýst um leitt til þess að ráðið teldi rétt að bregðast við með einhverjum hætti en
það færi eftir eðli hvers málefnis hver viðbrögð yrðu og hvaða úrræði kirkjuráð hefði að
lögum. Lögfræðingi kirkjuráðs sem setið hefur flesta valnefhdarfundi til þessa, var falið
að taka saman greinargerð um reynslu af þessu nýja fýrirkomulagi. Greinargerð þessi
fýlgir skýrslu kirkjuráðs og er vísað til hennar um þetta efni. Niðurstaða kirkjuráðs var sú
að ekki væri tímabært að hrófla við starfsreglunum að svo stöddu.
20