Gerðir kirkjuþings - 1999, Blaðsíða 45
5. mál.
31.KIRKJUÞING. 1999.
Þski. 5.
Lagt er til að Ása - og Kirkjubæjarprestaköll verði sameinuð. Sökum fámennis í
Ásaprestakalli og greiðra samgangna þykir ekki nauðsynlegt lengur að leggja til heilt
embætti prests til að þjóna Ásaprestakalli, svo og prestssetur. Tiltölulega auðvelt er að
þjóna sóknum prestakallsins frá Kirkjubæjarklaustri. Eðlilegra þykir að prestssetrið verði
á Kirkjubæjarklaustri. Þar er margvísleg önnur þjónusta við íbúa veitt, flest sóknarbama
búa þar, núverandi prestur sem tekur við þjónustunni í Ásaprestakalli situr þar og
jafnframt er lítil búrekstraraðstaða fyrir hendi í Ásum.
Þá er lagt til að tekið verði til athugunar, hvort Vestmannaeyjaprestakall geti tilheyrt
Rangárvallaprófastsdæmi í stað Kjalamessprófastsdæmis eins og nú er. Eins og áður
sagði er lagt til að Rangárvalla - og Skaftafellsprófastsdæmi sameinist. Verði af
sameiningu og þessi tillaga jafnframt samþykkt verður prófastsdæmið mjög góð og öflug
starfseining með 10-11 prestum (eftir því hvort sameining prestakalla verður) og
rúmlega 11 þús. íbúum. Prófastsdæmið yrði svipað að presta - og íbúafjölda og
Ámesprófastsdæmi. Þetta myndi styrkja sameinað Rangárvalla - og
Skaftafellsprófastsdæmi sem starfseiningu verulega, enda verður Kjalamessprófastsdæmi
eftir sem áður mjög öflug starfseining (50 þús. íbúar og 13 prestar eftir breytingu) þóh
þessi breyting næði fram að ganga. Landfræðilega virt virðist þessi skipan eðlilegust,
enda þóh aðrir þæhir geti að sjálfsögðu komið til skoðunar í þessu sambandi. Prestar í
Rangárvallaprófastsdæmi hafa lagt þessa hugmynd ffam.
Lagt er til að stofnuð verði ný sókn, Vallasókn. Um verður að ræða hverfi með u.þ.b.
6 þús. íbúa í ffamtíðinni samkvæmt upplýsingum skipulagsyfírvalda í Hafnarfirði.
Hverfið er vel skilgreind og afmörkuð eining og mun njóta margvíslegrar þjónustu sem
slík t.d. gmnnskóla o.fl. Hverfið er prýðilega hentug stærð sem sókn og prestakall.
Stofnuð verði Lindasókn og Lindaprestakall. Um að ræða hverfi með u.þ.b. 6 þús.
íbúa í framtíðinni samkvæmt upplýsingum skipulagsyfirvalda. Hverfið er vel skilgreind
og afmörkuð eining og mun njóta margvíslegrar þjónustu sem slík t.d. grunnskóla o.fl.
Hverfið er prýðilega hentug stærð sem sókn og prestakall. íbúafjöldi í Lindahverfmu í
dag er u. þ. b. 3 þús. manns en reiknað er með að þegar Linda - og Salahverfi verður
fullbyggt eftir u. þ. b. þrjú ár verði íbúafjöldinn um 6 þús. manns, sem verður þá
jafnframt íbúafjöldi hinnar nýju sóknar til framtíðar.
Stofnuð verði Grafarholtssókn og Grafarholtsprestakall. Um verður að ræða hverfi
með u.þ.b. 5 þús. íbúa í framtíðinni samkvæmt upplýsingum skipulagsyfirvalda. Hverfið
er vel skilgreind og afmörkuð eining og mun njóta margvíslegrar þjónustu sem slík t.d.
grunnskóla o.fl. Hverfið er prýðilega hentug stærð sem sókn og prestakall.
Eftir öllum venjum og hefðum innan kirkjunnar æhi að skipta Grafarvogssókn og
Grafarvogsprestakalli upp í tvennt eða jafnvel þrennt sökum mannfjölda og víðfeðmis.
Grafarvogshverfið stefnir í að verða um 18-20 þús. manna hverfi á næstu árum, þegar
hverfið verður fullbyggt. Núverandi sóknamefnd og prestar vilja gera tilraun með þeha
hverfi sem felst í því að að reka kirkjustarf í mannfleiri og víðáttumeiri sókn og
prestakalli en áður hefur þekkst og þannig ná ffam öflugri og stærri einingu en ella væri
og hagkvæmari. Bent er á, að hverfið sé tilraunahverfi borgaryfirvalda hvað varðar að
mynda sjálfstæðari einingu í hverfi innan borgarinnar, en áður hefur þekkst. Lögð er
áhersla á einingu hverfisins og samstarf þeirra ýmsu stofnana sem þar em. Kirkjan hefur
ffá upphafi verið afar virkur þátttakandi í þessu verkefni. Mikilvægt er að svo verði
áfram. Því er lagt til að prestakallinu verði ekki skipt að svo stöddu, heldur verði einn
sóknarprestur og tveir prestar. Komið verði upp kirkjuseljum sem útstöðvum frá
41