Gerðir kirkjuþings - 1999, Síða 58
10. mál.
31. KIRKJUÞING. 1999.
Þski. 10.
Um 1. gr.
Mælt er fyrir um að á vegum íslensku þjóðkirkjunnar skuli haldið uppi sérhæfðri
þjónustu fyrir fjölskylduna auk skyldra verkefoa. Reynslan hefur sýnt að brýn þörf er
fyrir viðtalsþjónustu af þessum toga og margir hafa nýtt sér þá þjónustu sem veitt hefur
verið af hálfu Fjölskylduþjónustu kirkjimnar ffá 1991. Þjónusta stofhunarinnar hefur enda
getið sér mjög gott orð. Þá hefur stofnunin sinnt fleiri verkefnum svo sem fræðslu,
handleiðslu fyrir presta o. fl.
Um 2. gr.
Sú skipan mála sem mælt er fyrir um hér, að fjárhagslegum þáttum málsins er skipað
undir kirkjuráð, er í samræmi við tilhögun almennrar ffamkvæmdasýslu á sviði
kirkjumála. Því til áréttingar má vísa til 24. gr. laga um stöðu, stjóm og starfshætti
þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 og sérstaklega þó laga um kirkjumálasjóð, sbr. 1. 138/1993.
Kirkjuráð fer sömuleiðis með ijárhags - og stjómunarlega ábyrgð á rekstri Skálholtsskóla
sbr. 1. gr. laga um Skálholtsskóla nr. 22/1993 og stýrir kristnisjóði, sbr. 1. 25/1970, og
Jöfhunarsjóði sókna, sbr. 1. 91/1987 og hefur því þá yfirsýn sem þarf til að sinna
fjárhagslegum þáttum málsins.
Um 3. gr.
Mælt er fyrir um að til að kosta starfsemi og þjónustu af þessu tagi megi heimta
sértekjur. Sértekjumar myndu einkum felast í þjónustugjöldum af þeim sem leita
þjónustunnar, hvort heldur um er að ræða einstaklinga eða stofhanir. Þykja almennt séð
góðir stjómsýsluhættir að heimildir til gjaldtöku séu bundnar í reglum.
Um 4. gr.
Lagt er til að starfsreglur þessar öðlist gildi 1. janúar árið 2000. Er talið rétt að miða
gildistökuna við áramót þar sem það er glögg og hentug viðmiðun m.a. vegna þess að þá
hefst nýtt reikningsár.
Um ákvæði til bráðabirgða.
Fjölskylduþjónusta kirkjunnar hóf starfsemi árið 1991. Upphaf hennar má rekja til
þess að Reykjavíkur, Kjalamess, -og Ámesprófastsdæmi ásamt kirkjuráði, lögðu ffam fé
til að hefja starffækslu þjónustunnar. Var gengið út ffá því að um sjálfseignarstofhun yrði
að ræða og gerð skipulagsskrá fyrir stofnunina. Reynslan hefur sýnt að full þörf er fyrir
þjónustu stofhunarinnar og hún hefur getið sér gott orð. Eðlilegt er, til að taka af allan
vafa, að setning reglnanna hefur engin áhrif á núverandi starffækslu stofiiunarinnar enda
ekki ætlunin að taka ffam fyrir hendumar á stofnendum eða raska öðrum ákvörðunum
þeirra og verðmætum sem stofnunin býr yfir í dag að því er varðar reynslu og þekkingu,
með setningu þeirra. Setning reglnanna breytir því engu um stöðu stofiiunarinnar.
Afgreiðsla.
Framsögumaður allsheijamefndar Þórarinn E. Sveinsson mælti fyrir áliti
allsheijamefhar sem lagði til að málið yrði afgreitt með eflirfarandi
54