Gerðir kirkjuþings - 1999, Side 69
14. mál.
31. KIRKJUÞING. 1999.
Þski. 14.
TILLAGA
biskupafundar um stefnumörkun varðandi framtíðarskipan
sókna, prestakalla og prófastsdæma.
Flutt af biskupi f.h. biskupafundar
Afgreiðsla.
Framsögumaður allsheijamefndar sr. Magnús Erlingsson mælti fyrir áliti nefndarinnar
sem lagði til að málið yrði afgreitt með eftirfarandi ályktun
ÁLYKTUN
Kirkjuþing samþykkir að tillögur biskupafundar um stefnumörkun varðandi
framtíðarskipan sókna, prestakalla og prófastsdæma á þskj. 14 verði send öllum prestum,
sóknamefndum, héraðsnefndum svo og þeim kirkjulegum stofnunum og aðilum er málið
varðar til umsagnar og umfjöllunar. ásamt meðfylgjandi ábendingum.
1. í II. kafla, sem ijallar Um skipan sókna, 3. lið þar sem fjallað er um æskilegan
mannijölda og landfræðilega stærð sókna em sett fram þau viðmið að sókn verði að
hafa a.m.k. 500 þús. krónur í tekjur af sóknargjöldum á ári til að geta haldið uppi
lágmarksþjónustu og viðunandi stjómsýslu, sem leiðir til þess að gjaldendur
sóknargjalda í sókn skulu að jafnaði ekki vera færri en eitt hundrað. Sú spuming
hlýtur að vakna hvort ekki eigi að ákvarða æskilegan hámarksfjölda í sókn á
hliðstæðan hátt. I því tilliti þarf að taka tillit til þeirra væntinga og krafna sem gerðar
em til kirkjulegrar þjónustu í þéttbýli. Sem dæmi má taka að í sókn í þéttbýli með
allt að 4 þús. til 5 þús. gjaldendur em tekjur af sóknargjöldum á ári vel yfir 20
milljónir. Ef dijúgur hluti sóknargjalda fer til safnaðarstarfs þá gæti hinn hlutinn
staðið undir byggingu, viðhaldi og rekstri kirkju og safnaðarheimilis. Á þennan hátt
væri undirstrikað að sókn verður að byggja á fjárhagslegum forsendum til að tryggja
að hægt sé að veita kirkjulega þjónustu.
2. IIII. kafla, sem fjallar um skipan prestakalla er í 2.1ið e) vitnað í það að lög nr.
78/1997 gangi út frá því að fjölgun í þjóðkirkjunni um 5 þús. manns leggi
ríkisvaldinu þær skyldur á herðar að greiða eitt prestsembætti til viðbótar og svo koll
af kolli. Þessi staðreynd hefur leitt til þess þankagangs að þegar fólki fjölgi um 5
þús. manns í einhverju tilteknu þéttbýli þá hljóti þar með að stofnast ný sókn og nýtt
prestakall með nýjum sóknarpresti og nýrri sóknarkirkju. Ekki er víst að þessi
hugsun sé besta stefnumörkun kirkjunnar í sínum skipulagsmálum. Það em aðrar
leiðir til að fjölga þjónandi prestum í þéttbýli, má þar til dæmis nefna
sérþjónustupresta, héraðspresta og hugsanlega þjónustusamninga við stofnanir eða
fleiri en eina sókn. Þá gæti það einnig styrkt þjónustuna ef 2 eða 3 prestar ynnu
saman innan sama prestakalls. Þannig skapast möguleikar á hagræðingu og
sérhæfingu í prestsþjónustunni. Jafnframt skal bent á að eðlilegt er að prestaköll í
þéttbýli séu sem áþekkust að stærð þjónustunnar vegna.
65