Gerðir kirkjuþings - 1999, Síða 81
14. mál.
31. KIRKJUÞING. 1999.
Þski. 14.
hvíla, sbr. einkum starfsreglur um prófasta nr. 734/1998 og jafnframt þess
gnmdvallaratriðis að prófastsdæmi markar kirkjulegu starfi í héraði ramma, sbr.
starfsreglur um héraðsfundi og héraðsnefndir nr. 733/1998. Prófastsdæmi er samkvæmt
þessu starfssvæði eða umdæmi prófasts annars vegar og landfræðileg umgjörð kirkjulegs
starfs á héraðsvísu hins vegar. Verulegur munur er á störfum prófasta í þéttbýli annars
vegar og dreifbýli hins vegar. Kemur þar einkum til hve mikill munur er á mannfjölda,
vegalengdum og starfsaðstöðu. Um margt eiga sömu rök við og áður hefur verið gerð
grein fýrir hvað varðar skipan prestakalla, þótt grundvöllur prófastsstarfa sé annar en
prestsstarfa að töluverðu leyti. Má því vísa til þeirra eins og við getur átt.
Biskupafundur telur að eftirfarandi atriði verði sérstaklega að hafa í huga við mat á
umfangi og stærð prófastsdæma:
• að gætt sé hagkvæmni og skilvirkni í hvívetna
• að starfssvæðið hvað varðar mannfjölda, fjölda presta og víðfeðmi sé af heppilegri og
eðlilegri stærð þ.e. hvorki of lítið né of stórt. Starfssvæðið verður að vera nægilega
stórt til að unnt sé að halda uppi öflugu starfi, að héraðssjóður hafi nægilegar tekjur
og að nýting prófastsembættisins sé viðunandi og starfsskyldur eðlilegar. Að sama
skapi má starfssvæðið ekki verða of stórt eða víðfeðmt. Prófastur verður að geta sinnt
því með öðrum starfsskyldum sínum og jafnan haft yfirsýn yfir prófastsdæmið. Þá
verður umdæmið að vera landffæðileg heild svo og eðlileg og rökrétt félagsleg heild
að öðru leyti
• að -líta ber til hefðar og aðstæðna á hverjum stað.
V. Niðurstöður.
Biskupafundur telur nauðsynlegt að kirkjuþing marki stefnu á grundvelli þessarar
skýrslu, með því að fjalla um hana og samþykkja, þannig að unnt sé að viðhafa markviss
vinnubrögð og upplýsa fyrir öllum hlutaðeigandi kirkjustjómaraðilum, sóknarbömum og
öðmm þeim sem hlut eiga að máli, hver stefna kirkjunnar er í skipulagi þjónustunnar að
því er varðar skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma, grundvöllur hennar og tilgangur.