Gerðir kirkjuþings - 1999, Page 94
22. mál.
31. KIRKJUÞING. 1999.
Þski. 22.
TILL AG A
að starfsreglum um
handleiðslu íyrir presta og djákna.
Flutt af biskupi f.h. kirkjuráðs.
1. gr.
A vegum íslensku þjóðkirkjunnar skal veita prestum og djáknum þjóðkirkjunnar
handleiðslu, eftir því sem biskup ákveður nánar.
2. gr.
Kirkjuráð veitir þann fjárhagslega tilstyrk sem þarf til að unnt sé að halda uppi starfi
á grundvelli 1. gr., eftir því sem ráðið ákveður nánar hverju sinni.
3. gr.
Heimilt er að afla starfsemi á grundvelli 1. gr. sértekna með þjónustugjöldum vegna
þeirra sem þjónustuna þiggja hveiju sinni, eða öðrum sambærilegum tekjum.
4. gr.
Starfsreglur þessar sem settar eru með heimild í 59. gr. laga um stöðu, stjóm og
starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 öðlast gildi 1. janúar árið 2000.
Athugasemdir við starfsreglur þessar.
I 2. mgr. 59. gr. laga um stöðu, stjóm og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 er
gert ráð fyrir að settar séu starfsreglur um hinar ýmsu stofnanir kirkjunnar. Reglur þessar
em samdar á vegum kirkjuráðs.
Störf presta og djákna með fólki sem leitar til þeirra geta verið afar krefjandi og
útheimta á stundum allt sálarþrek og krafta þeirra. Oft geta þessir starfsmenn lent í mjög
erfiðum aðstæðum. Þeir kunna að vera undir miklu álagi og þurfa að vera reiðubúnir til
að gefa af sér við afar mismunandi aðstæður og jafnvel síbreytilegar. Til lengdar getur
starfsumhverfi af þessu tagi og starfsaðstæður haft áhrif á sálarástand starfsmannsins og
leitt til þreytu. Við slíkar aðstæður getur starfsmaður misst einbeitinguna og fjarlægst
starf sitt. Hann kann að missa yfirsýn, greining aðalatriða frá aukaatriðum verður honum
erfiðari og ögun minnkar. Til að spoma við slíkri þróun hefur kirkjan (Fjölskylduþjónusta
kirkjunnar) veitt þessum starfsmönnum handleiðslu. Handleiðslan fer fram í formi viðtals
handleiðarans og starfsmannsins. Starfsmanni er veitt aðstoð við að greina stöðuna,
honum em veittar leiðbeiningar og hann aðstoðaður við að finna leiðir til að bæta úr og
framfýlgja þeim.
Við setningu reglna þessara er byggt á þeirri grundvallarhugsun að kirkjuþing taki þá
ákvörðun að þessi þjónusta skuli standa til boða og veitir stuðning kirkjunnar í heild til
þeirra verka með fyrirmælum kirkjuþings í formi starfsreglna og jafnframt er það staðfest
að starfsemi af þessum toga fellur undir þann þátt biskupsstarfa er lýtur að
starfsmannahaldi presta. Býr sú hugsun að baki að biskup íslands hafi forgöngu og
umsjón með þessari þjónustu kirkjunnar við starfsmenn sína, en kirkjuráð hafi þá stöðu í
89