Gerðir kirkjuþings - 1999, Síða 108
30. mál.
31. KIRKJUÞING- 1999.
Þski. 30.
TILLAGA
að breytingum á starfsreglum Prestssetrasjóðs.
Flutt af Bjama Kr. Grímssyni.
Afgreiðsla.
Framsögumaður fjárhagsnefndar Helgi K. Hjálmsson gerði grein fyrir áliti
nefndarinnar sem lagði til að tillögunni yrði breytt og starfsreglumar afgreiddar á
eftirfarandi hátt.
Breytingar
á starfsreglum prestssetrasjóðs.
1. gr.
5. gr. starfsreglna kirkjuþings 1995 um prestssetrasjóð orðist svo:
Stjóm prestssetrasjóðs ákveður árlega afgjald, sem prestur innir af hendi vegna
afnota sinna af prestssetri / prestssetursjörð, meðan hann gegnir embætti og fer með
forráð prestssetursins / prestsetursjarðar, sbr. 2. gr. reglna þessara.
Til viðmiðunar árlegs afgjalds skal stjóm prestssetrasjóðs taka fasteignamat
eignarinnar og þeirra hluta sem þar em metnir og prestur hefur full umráð yfir, eins og
það er 1. desember næst á undan gjaldaári, svo og einnig þau lögboðnu gjöld sem innt em
af hendi af hálfu prestssetrasjóðs vegna þessara sömu eigna.
Afgjaldið er ákvarðað fyrir hvert almanaksár og skal því jafnað niður á gjaldaárið
með jöfnum mánaðarlegum greiðslum. Ákvörðun afgjalds skal vera lokið fyrir 1. mars á
hverju gjaldaári.
Afgjaldið skal jafiian innt af hendi fyrirffam fyrir hvem mánuð og það dregið af
launum prests eins og verið hefur.
Prestur greiðir ekki afgjald fyrir eigin eignir á prestssetri / jörð, ef þær em fyrir
hendi. Þá greiðir prestur ekki afgjald af þeim hluta prestsseturs / jörð er ekki nýtist honum
og sem stjóm sjóðsins hefur samþykkt að prestur skuli ekki hafa afnot af eða umráð yfir.
2. gr.
6. gr. sömu starfsreglna orðist svo:
Stjóm prestssetrasjóðs getur að ósk prests lækkað afgjald, fyrir prestssetur í
eftirfarandi tilvikum:
1. Þegar einungis hluti prestsseturs getur nýst presti, af ástæðum sem honum verður
ekki gefin sök á eða sem hann hefur ekki á valdi sínu að breyta.
2. Þegar í ljós þykir leitt að fasteignamat prestsseturs er hærra en nýtingarmöguleikar
eða arðsemi þess er fyrir prestinn, eða í ósamræmi við þetta, svo sem vegna
nálægðar við þéttbýli eða af öðrum orsökum, en orsakavaldur hins háa mats nýtist
ekki presti, hvorki beint né óbeint.
103