Peningamál - 01.08.2001, Blaðsíða 12

Peningamál - 01.08.2001, Blaðsíða 12
PENINGAMÁL 2001/3 11 innlendrar framleiðslu og þjónustu, auka útflutning og draga úr innflutningi. Fyrstu áhrifin kunna þó að vera hærra hlutfall viðskiptahalla af landsframleiðslu sakir þess að þegar gengið lækkar, áður en markaðsaðilar hafa haft ráðrúm til að bregðast við hlutfallslegum verðbreytingum, eykst hann meira í krónum talið en landsframleiðslan. Einkum á þetta við um jöfnuð þáttatekna, þar sem litlir möguleikar eru á að bregðast við gengisbreytingum. Þessi áhrif eru kölluð „J-kúrfu áhrif“ og er þá vísað til þess að þegar gengi lækkar þá versnar viðskiptajöfnuður fyrst en batnar síðan. Ekki mátti greina mikil magnáhrif gengislækk- unarinnar á síðasta ári. Því er ekki ólíklegt að við- skiptahallann á síðari hluta ársins 2000 megi að nokkru leyti skýra með J-kúrfu áhrifum. Á fyrri hluta yfirstandandi árs hefur hins vegar mátt greina við- brögð við gengislækkuninni, þótt ekki sé auðvelt að greina þau frá öðrum breytingum tengdum hag- sveiflu og ytri skilyrðum. Ekki er t.d. sjálfgefið að aukinn vöxtur útflutnings stafi af gengislækkun krónunnar. Ætla má að vöxtur í útflutningi sjávaraf- urða fyrstu mánuðina tengist fremur þokkalegum afla en lægra gengi. Auk þess er álframleiðslan, sem skýrir meginhluta vaxtarins, sennilega tiltölulega ónæm fyrir gengisþróun. Almennur útflutningur jókst um 8% að magni fyrstu 5 mánuði ársins og verð hækkaði um 16% í krónum talið, aðallega vegna gengislækkunar krónunnar. Aukinn útflutningur áls skýrir nær allan vöxtinn, en án stóriðju jókst útflut- ningur um tæplega 1%. Útflutningur sjávarafurða var töluvert mikill fyrstu 4 mánuðina, en í maí gætti áhrifa verkfalls sjómanna. Líklegt er að dragi úr vexti útflutnings sjávarafurða á síðari hluta ársins. Innflutningur það sem af er þessu ári virðist hafa mótast talsvert af gengislækkuninni að undanförnu og breyttum aðstæðum í þjóðarbúskapnum. Almenn- ur innflutningur, þ.e.a.s. að frátöldum viðskiptum með skip og flugvélar og nokkrum smærri óreglu- legum liðum, fyrstu 5 mánuði ársins dróst saman um 5% frá sama tíma í fyrra og meira síðustu mánuðina. Mestur samdráttur var í innflutningi neysluvöru, eða 14%. Að flugvélaviðskiptum undanskildum dróst innflutningur fjárfestingarvöru einnig töluvert sam- an. Innflutningur hrávöru var hins vegar enn í nokkr- um vexti, þrátt fyrir fjórðungs samdrátt í innflutningi eldsneytis, en eingöngu vegna aukins innflutnings hráefna til stóriðju. Neikvæð áhrif gengislækkunar krónunnar á jöfnuð þáttatekna vegur á móti aðlögun eftirspurnar … Ef gengið væri út frá spá Þjóðhagsstofnunar um við- skiptahallann sem birtist í mars og algerlega horft fram hjá viðbrögðum við gengisbreytingunni, en út- og innflutningur og þáttatekjur nettó látnar hækka sem nemur gengisbreytingu umfram þá forsendu sem notuð var í spánni, yrði viðskiptahallinn 8 ma.kr. meiri en spáð var. Í endurskoðaðri spá sem birt var í júní spáði Þjóðhagsstofnun hins vegar hlutfallslega sama viðskiptahalla og í mars. Því má segja að í þeir- ri spá sé aðlögun utanríkisviðskipta að lægra gengi látin vega nokkurn veginn á móti J-kúrfu áhrifum. Miðað við þróun fyrstu 5 mánuði ársins gæti þó stefnt í enn minni viðskiptahalla en spáð var, þótt óreglulegir liðir skekki myndina á fyrsta fjórðungi ársins. Aðlögunin mun því líklega gera betur en vega á móti J-kúrfu áhrifunum. Meginhluti aðlögunarinnar Mynd 9 2000:I 2000:II 2000:III 2000:IV 2001:I 0 20 40 60 -20 -40 -60 Ma.kr. Viðskiptajöfnuður Bein fjárfesting, nettó Erlend verðbréf Skuldabréf, lán o.fl. Grunnjöfnuður og erlent lánsfé 2000-20011 1. Grunnjöfnuður er viðskiptajöfnuður að viðbættu útstreymi vegna beinnar erlendrar fjárfestingar og verðbréfafjárfestingar. Heimild: Seðlabanki Íslands. Alm. innfl. Innfl. neysluv. Útflutn. sjávarav. Alm. útflutn. 0 5 10 15 20 -5 -10 -15 % 1999 2000 2001 Verðþróun Magnþróun Mynd 10 Alm. innfl. Innfl. neysluv. Útflutn. sjávarav. Alm. útflutn. 0 5 10 15 20 25 -5 % 1999 2000 2001 Utanríkisviðskipti janúar-maí 1999-2001 Heimild: Þjóðhagsstofnun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.