Peningamál - 01.08.2001, Blaðsíða 14
rauntekna í framtíðinni getur það magnað þessi áhrif.
Jafnframt gætir áhrifa eftir ýmsum öðrum leiðum
sem tengjast hagsveiflunni og eru líkleg til að koma
fram samtímis. Greiðslubyrði heimilanna hefur t.d.
aukist, ákveðinnar mettunar gætir vegna kaupa á
varanlegri neysluvöru (t.d. bílum) og fjárfestingar-
vöru í uppsveiflunni og tilfinning um atvinnuöryggi
er líklega minni þótt atvinnuleysi sé enn lítið. Þau
merki um samdrátt í almennum innflutningi sem
komið hafa fram á fyrstu mánuðum ársins munu því
líklega ágerast þegar líða tekur á árið. Innflutningur
fjárfestingarvöru er enn mikill þótt nokkurs samdrátt-
ar sé farið að gæta. Spá Þjóðhagsstofnunar í júní um
3½% samdrátt í fjármunamyndun gæti gengið eftir
miðað við það sem liðið er. Þær greinar sem bera
uppi fjármunamyndun á árinu í spá Þjóðhagsstofnun-
ar eru bygging verslunar- og skrifstofuhúsnæðis,
kaup á tölvu- og skrifstofubúnaði og fiskveiðar og
þar er e.t.v. helst að vænta samdráttar á næstunni.
Á móti hagstæðari vöru- og þjónustujöfnuði kem-
ur að nú stefnir í að jöfnuður þáttatekna, m.a. vaxta-
greiðslna verði til muna óhagstæðari en Þjóð-
hagsstofnun hefur spáð til þessa. Í júní spáði stofnun-
in 24,1 ma.kr. halla á árinu. Hallinn á fyrsta fjórðungi
ársins var þegar orðinn 8,6 ma.kr., eða 37% af því
sem spáð var á árinu öllu, þó svo aðeins hluti gengis-
lækkunar krónunnar hafi verið kominn til skila.
Haldist gengið lágt til ársloka má með einföldum
framreikningi á gengisáhrifum áætla að hallinn á
jöfnuði þáttatekna verði u.þ.b. 37 ma.kr. á árinu öllu.
Ef þetta verður raunin mun hallinn á jöfnuði þátta-
tekna einn og sér nema u.þ.b. 5% af landsfram-
leiðslu. Það yrði mesti halli á jöfnuði þáttatekna, ívið
meiri en 1984 þegar hallinn varð mestur 4½%.
Óhagstæð þróun jafnaðar þáttatekna vegna
gengislækkunarinnar gerir kröfu um mun meiri
aðlögun eftirspurnar en ella. Til þess að skjóta varan-
legum stoðum undir gengi krónunnar má viðskipta-
hallinn að jafnaði helst ekki vera meiri en sem nemur
2-3% landsframleiðslunnar, sem felur í sér að gefn-
um 5% halla á jöfnuði þátttekna kröfu um afgang á
jöfnuði vöru- og þjónustuviðskipta á bilinu 2-3%. Í
niðursveiflu gæti afgangurinn þó þurft að verða enn
meiri ef skjóta á sæmilega traustum stoðum undir
gengi krónunnar. Ljóst er þó að áhrifin á gengið
munu í verulegum mæli ráðast af atferli þeirra, t.d.
lífeyrissjóða, sem ráðstafa eignum þjóðarinnar til
kaupa á erlendum verðbréfum.
Horfur í gengismálum næstu mánuði óvissar þótt
styrking sé líkleg til lengri tíma litið
Alþjóðleg reynsla sýnir að ógerningur er að spá fyrir
um gengisþróun af nokkurri vissu og það á ekki síður
við um íslensku krónuna. Ef litið er yfir sviðið um
þessar mundir má sjá að aðstæður sem ýmist gætu
leitt til hækkunar eða frekari lækkunar togast á:
• Hallinn á viðskiptajöfnuði felur enn í sér tölu-
verða þörf fyrir erlent fjármagn, þótt verulega
hafi dregið úr þörf fyrir lánsfé á fyrsta fjórðungi
ársins vegna minni kaupa á erlendum verðbréf-
um.
• Á móti kemur aukinn skammtímavaxtamunur við
útlönd sem að undanförnu hefur verið tæplega
7% ef miðað er við þriggja mánaða ríkisvíxla, en
nokkru meiri ef miðað er við peningamarkaðs-
vexti. Þessi vaxtamunur gefur fjárfestum tölu-
verðan hvata til þess að kaupa fremur íslensk
verðbréf, svo framarlega sem þeir trúa því að
gengið muni ekki lækka örar en sem nemur
vaxtamuninum. Það dregur þó nokkuð úr þessum
hvata að verðbólga og verðbólguhorfur versnuðu
á fyrri helmingi ársins.
• Stofn erlendrar verðbréfaeignar Íslendinga er
orðinn nokkuð stór. Fari þeir sem ráðstafa þessum
eignum að eygja styrkingu krónunnar hafa þeir
ærna ástæðu til auka vægi innlendra eigna í söfn-
um sínum.
• Horfur í íslensku atvinnulífi eru enn sem komið
er mjög tvísýnar. Fjárfestar sem eru á höttum eftir
góðum fjárfestingarkostum hafa tiltölulega fáa
kosti. Sum útflutningsfyrirtæki munu njóta góðs
af lægra gengi krónunnar og gætu þótt áhuga-
verður fjárfestingarkostur en afkoma annarra
fyrirtækja er tvísýnni, t.d. verslunar- og fjármála-
fyrirtækja. Óvissa er einnig mikil á erlendum
mörkuðum og því ekki ljóst hvort líklegt er að
arðsemi innlendra fyrirtækja miðað við erlend
hafi jákvæð eða neikvæð áhrif á gengi krónunnar
á næstu misserum.
• Raungengi krónunnar er orðið mjög lágt á sögu-
legan mælikvarða. Því er ólíklegt að fjárfestar
sem vilja veðja á stöðugleika krónunnar muni
bera langvarandi skaða af því jafnvel þótt gengi
hennar kynni að lækka enn meira til skamms tíma
litið. Til langs tíma litið eykur lágt raungengi
PENINGAMÁL 2001/3 13