Peningamál - 01.08.2001, Side 81

Peningamál - 01.08.2001, Side 81
80 PENINGAMÁL 2001/3 aðssvæða skýrist að mestu af útflutningi til Asíu og Eyjaálfu. Söluaðferðir Hugbúnaðarfyrirtæki sem höfðu útflutningstekjur árið 2000 voru beðin um að svara spurningu um sölu- aðferðir á erlendum mörkuðum. Alls svöruðu 53 fyrirtæki þessari spurningu. Algengasta söluaðferðin var bein sala til viðskiptavina en næstalgengast var sala í gegnum erlend samstarfsfyrirtæki. Ríflega helmingur fyrirtækjanna notaði eina söluaðferð – beina sölu til erlendra viðskiptavina. Þegar um tvær söluaðferðir er að ræða er algengast að blandað sé saman beinni sölu til erlendra viðskiptavina og sölu gegnum erlenda samstarfsaðila. Þegar þriðja sölu- aðferðin bætist við er það yfirleitt sala í gegnum erlend dóttur- eða hlutdeildarfélög. Útrás fyrirtækja virðist því hefjast á því að þau selja hugbúnað til ein- stakra viðskiptavina. Síðar er stofnað til samstarfs við erlend fyrirtæki sem sjá um að selja hugbúnaðinn og þegar umsvif aukast er stofnað erlent dóttur- eða hlutdeildarfélag. Þessi leið getur verið ákjósanleg til að þreifa fyrir sér á erlendum mörkuðum. Með því að stofna til samstarfs við fyrirtæki í viðkomandi landi má nýta sér þekkingu þeirra og reynslu á viðkomandi markaði. Það er áhættuminna en að stofna eigið útibú eða dóttur- eða hlutdeildarfyrirtæki erlendis. Íslenskur hugbúnaðariðnaður hefur vaxið mikið sl. áratug. Fjöldi starfa hefur tvöfaldast, velta hans 14-faldast og útflutningstekjur vaxið úr tæpum 35 milljónum króna í 2,4 milljarða króna. Íslenskur hug- búnaðariðnaður hefur margt til að bera til að hann geti haldið áfram að vaxa á næstu árum. Framboð á menntuðu vinnuafli hefur aukist og fyrirtækin hafa mörg hver áralanga reynslu af hugbúnaðargerð. Þótt markaðurinn innanlands sé lítill þá er hann fjöl- breyttur og nýjungagjarn sem gefur tækifæri á að þróa hugbúnaðarlausnir og standa að nýsköpun. Smæð fyrirtækjanna kann þó að standa í vegi fyrir útflutningi. Búast má við að íslensk hugbúnaðar- fyrirtæki sem stefna að útflutningi leiti í auknum mæli að erlendum samstarfsaðilum, stofni dóttur- fyrirtæki erlendis eða sameinist öðrum hugbúnaðar- fyrirtækjum íslenskum eða erlendum. Heimildir: Hagstofa Íslands, fjöldi fyrirtækja skráðra hjá Hagstofu Íslands eftir ÍSAT 95, 1995-2000, heimasíða Hagstofu Íslands www.hagstofa.is Hagstofa Íslands, Íslensk atvinnugreinaflokkun ÍSAT 95, Reykjavík 1994. Hagstofa Íslands, vinnumarkaðskannanir 1990-2000. Seðlabanki Íslands, kannanir á útflutningi hugbúnaðarfyrirtækja. Þjóðhagsstofnun, atvinnuvegaskýrslur 1995 og 1997. Þjóðhagsstofnun, virðisaukaskattsvelta hugbúnaðarfyrirtækja 1998, 1999 og 2000 skv. virðisaukaskattsskýrslum. Þór Sigfússon. Landnám. Útrás íslenskra fyrirtækja. Reykjavík 2000. Örn Karlsson, erindi á ráðstefnu um þróun og horfur í tæknigeiranum á vegum Kaupþings, 31. október 2000. Mynd 4 Skipting útflutningstekna hugbúnaðarfyrirtækja 2000 Undir 20 milljónum 20-49,9 milljónir 50-99,9 milljónir Yfir 100 milljónir 0 10 20 30 40 Fjöldi fyrirtækja 38 13 7 4 Mynd 5 Hlutfall helstu markaðssvæða 1990 1995 2000 0 20 40 60 80 Evrópa N-Ameríka Annað
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.