Peningamál - 01.08.2001, Blaðsíða 54

Peningamál - 01.08.2001, Blaðsíða 54
hækkana og gengislækkunar nái fótfestu kann hækk- un vaxta að verða óhjákvæmileg. Verði hjá slíku komist munu verðbólguáhrif nýlegrar gengislækk- unar hins vegar smám saman fjara út og enn frekar ef gengi tekur að hækka á ný. Það að verðbólguvænt- ingar skuli nú vera um eða yfir 6% sýnir hins vegar að ástæða er til að vera á varðbergi gagnvart þróun sem gæti orðið til þess að verðbólguskrúfa færi í gang. Bankinn mun því fylgjast náið með gangi mála. Til lengdar ræður stefnan í peningamálum mestu um verðbólgustigið. Önnur hagstjórn, ákvarðanir í launamálum, virkni markaða og samkeppnisstig geta hins vegar haft áhrif á verðbólguna tímabundið og ráða úrslitum um hversu kostnaðarsamt það mun reynast í formi framleiðslutaps og atvinnuleysis að ná tilteknu verðbólgumarkmiði. Sé ríkisfjármálum t.d. beitt í því skyni að örva eftirspurn og atvinnustig á sama tíma og peningastefnan leitast við að draga úr eftirspurn í því skyni að vinna gegn verðbólgu, munu raunvextir og raungengi verða mun hærri en ella og aðlögunarþunginn lenda á útflutnings- og samkeppn- isgreinum. Sé samið um launahækkanir umfram framleiðniaukningu og verðbólgumarkmið Seðla- bankans verður hann knúinn til þess að hækka vexti meira en ella og verðbólgumarkmiðið næst við hærra atvinnuleysisstig en ella þyrfti. Aukist samkeppni þrýstir það niður verðlagi. Það getur síðan haft já- kvæð áhrif á verðbólguvæntingar og ekki þarf eins mikið aðhald að innlendri eftirspurn til að ná tilteknu verðbólgumarkmiði. Seðlabankinn varar við að nú sé gripið til eftir- spurnaraukandi aðgerða í ríkisfjármálum eða á öðrum sviðum. Þótt eftirspurnarþrýstingur sé að hjaðna er innlend eftirspurn enn mun meiri en sam- rýmist jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Minni eftirspurn í hagkerfinu og slökun spennu á vinnumarkaði eru forsendur þess að verðbólga hjaðni með varanlegum hætti. Eftirspurnarhvetjandi aðgerðir nú myndu því vinna gegn verðbólgumarkmiði bankans og knýja hann til að halda vöxtum hærri en ella. Hann telur því að umbætur í skattamálum megi ekki við núverandi aðstæður skerða tekjur ríkissjóðs á heildina litið og að þær eigi að miða að því að auka hvata til sparn- aðar og styrkja framboðshlið hagkerfisins. Lækkun skatta á fyrirtæki sem mætt yrði með öðrum sköttum gæti samrýmst þessu. Seðlabankinn telur að við núverandi aðstæður eigi stjórnvöld að leggja áherslu á aðgerðir sem styrkja framboðshlið hagkerfisins, þ.e. auka framboð framleiðsluþátta (vinnuafls og fjármagns) og auka framleiðni og aðgerðir sem stuðla að hækkun gengis krónunnar. Aukið innstreymi erlends fjármagns vegna einkavæðingar og uppbyggingar atvinnustarf- semi ásamt hjöðnun viðskiptahalla munu stuðla að hærra gengi krónunnar. Á móti kemur að umfangs- miklar stóriðjuframkvæmdir auka framleiðslu- spennu, eins og fjallað er um í kaflanum um verð- lagshorfur. Tímasetning þeirra og mótvægisaðgerðir skipta því máli fyrir verðlagsþróunina. Allar aðgerðir stjórnvalda sem stuðla að aukinni samkeppni og lækkun verðlags án veikingar á stöðu ríkissjóðs myndu einnig styðja við verðbólgumarkmið Seðla- bankans. PENINGAMÁL 2001/3 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.