Peningamál - 01.08.2001, Qupperneq 16

Peningamál - 01.08.2001, Qupperneq 16
Þetta er örlitlu minna atvinnuleysi en í júní í fyrra og meiri minnkun á milli mánaða en þá. Árstíðarleiðrétt var atvinnuleysi í júní 1,3% og hefur lítið breyst frá því um mitt sl. ár. Fækkun varð í maí og júní á nýjum tímabundnum atvinnuleyfum frá sömu mánuðum árið áður og er það í fyrsta skipti í rúmt ár sem það verður. Veitt voru 346 ný tímabundin atvinnuleyfi og atvinnuleyfi vegna nýs vinnustaðar þessa tvo mánuði, en fjöldi slíkra leyfa var 405 sömu mánuði í fyrra.3 Mun fleiri framlengd tímabundin leyfi voru veitt í júní í ár, eða 218 samanborið við 44 í sama mánuði í fyrra. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs voru veitt 2.259 atvinnuleyfi eða 787 fleiri en á sama tíma í fyrra. Þar af voru veitt leyfi til hátt á annað hundrað dansara, sem þurftu fyrst atvinnuleyfi í maí 2000. Óbundnum leyfum fjölgaði um helming, úr 102 í 207. Óbundin leyfi eru veitt erlendum einstaklingum en ekki atvin- nurekendum, eins og tímabundin leyfi. Útlendingar öðlast rétt á ótímabundnu atvinnuleyfi þegar þeir hafa starfað í landinu í þrjú ár og fengið ótímabundið dvalarleyfi. Sökum þess fjölda tímabundinna leyfa sem veitt hafa verið og framlengd á undanförnum árum er ljóst að fjöldi erlendra ríkisborgara hefur öðlast rétt til ótímabundins dvalar- og atvinnuleyfis og þeir eru þar með orðnir fullgildir þátttakendur á íslenskum vinnumarkaði til frambúðar. Vísbendingar um að dragi úr eftirspurn eftir vin- nuafli eru enn sem komið er veikar. Vinnumarkaðs- könnun Þjóðhagsstofnunar í apríl gaf þó vísbendingu um betra jafnvægi á vinnumarkaði en áður og að verulega hefði dregið úr eftirspurn á sumum sviðum, t.d. þjónustustarfsemi, samgöngum og iðnaði. Sam- tök atvinnulífsins gerðu svipaða könnun meðal aðildarfélaga sinna um mánaðamótin júní og júlí.4 Af þeim sem svöruðu vildu flest fyrirtæki halda óbreytt- um starfsmannafjölda og á heildina litið vildu fyrir- tækin fjölga starfsfólki um 0,1%. Fyrirtæki í ferða- þjónustu vildu fækka starfsfólki mest, eða um 3,9%, en það má rekja til þess að sumarvertíð fer að ljúka. Fyrirtæki í iðnaði vildu einnig fækka starfsfólki lítil- lega. Enn er töluverð eftirspurn eftir starfsfólki í mannvirkjagerð og vildu fyrirtæki á því sviði fjölga starfsfólki um 2%. Fiskvinnslan gerir ráð fyrir að fjölga starfsfólki um rúmt 1% í byrjun nýs kvótaárs í haust. Launahækkanir á 2. ársfjórðungi svipaðar og vænst var Launavísitala hækkaði um 2,3% milli fyrsta og annars ársfjórðungs á þessu ári. Þessa hækkun má aðallega rekja til nýrra samninga starfsmanna ríkis, sveita og bæja. Í júní var kaupmáttur 1,3% meiri en fyrir ári. Frá því í desember hafði kaupmáttur aukist um 1,6%. Gerðir hafa verið kjarasamningar við ýmsa hópa opinberra starfsmanna að undanförnu og aðeins örfáir hópar eiga eftir að semja. Launavísitala opin- berra starfsmanna og bankamanna hækkaði um 4,4% milli fyrsta og annars ársfjórðungs 2001. Búast má við áframhaldandi hækkun á næsta ársfjórðungi vegna samninga sem eftir er að gera, en einnig vegna þess að launavísitala mælir meðallaun tímabilsins og því dreifast nýlegar hækkanir á tvo ársfjórðunga. Launavísitala á almennum markaði hækkaði mun minna eða 0,8% milli annars og þriðja ársfjórðungs. Launaskrið á almennum vinnumarkaði var rúm- lega helmingi meira milli fyrstu fjórðunga áranna 2000 og 2001 ef tekið er mið af pöruðu úrtaki Kjara- rannsóknarnefndar en ekki hækkun launavísitölu. Á öðrum fjórðungi ársins höfðu laun á almennum vinnumarkaði hækkað um 8,1% á einu ári skv. launa- vísitölu, en það felur í sér 2,1% hækkun umfram kjarasamninga, sé miðað við samninga stærstu laun- þegahópanna. Launaskrið mældist því hið sama og á fyrsta fjórðungi ársins. Miðað við parað úrtak Kjara- PENINGAMÁL 2001/3 15 J M M J S N J M M J S N J M M 1999 2000 2001 0 100 200 300 400 500 600 700 800 900 1.000 1.100 Fjöldi 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 1,6 1,7 1,8 1,9 2,0 2,1 2,2 % Fjöldi veittra atvinnuleyfa (3 mán. meðaltöl) Fjöldi lausra starfa (3 mán. meðaltöl) Árstíðarleiðrétt atvinnuleysi (% af mannafla) Atvinnuleysi, atvinnuleyfi og störf í boði Mynd 12 Heimild: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 3. Nýlega byrjaði Vinnumálastofnun að greina ný tímabundin atvinnuleyfi í ný tímabundin atvinnuleyfi og tímabundin atvinnuleyfi vegna vinnu- staðaskipta. Í júní voru 131 ný tímabundin atvinnuleyfi veitt og 87 leyfi vegna vinnustaðaskipta. 4. Leitað var til u.þ.b. tólf hundruð fyrirtækja. Rúmur þriðjungur þeirra svaraði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.