Peningamál - 01.08.2001, Blaðsíða 50
beinlínis velt út í verðlagið þegar líða tók á upp-
sveifluna og óbeint með því að viðskiptahallinn gróf
að lokum undan gengi krónunnar. Launahækkanirnar
sjálfar eiga sér síðan rætur í aukinni eftirspurn eftir
vinnuafli í uppsveiflunni sem leiddi að lokum til
mikillar spennu á vinnumarkaði. Þrátt fyrir að viss
teikn séu á lofti um að byrjað sé að draga úr spenn-
unni, er hún enn veruleg að mati Seðlabankans. Árs-
tíðarleiðrétt atvinnuleysi er t.d. enn undir 2% sem
bendir til umframeftirspurnar eftir vinnuafli þegar
tillit er tekið til lausra starfa og innflutnings á vinnu-
afli.
Gengisþróun
Eins og fram hefur komið er lækkun gengis krón-
unnar helsta ástæða þess að verðbólga er nú komin
yfir þolmörkin sem sett voru í mars sl. Gengi krón-
unnar var nú um miðjan júní rúmlega 13% lægra en
þegar umgjörð peningastefnunnar var breytt 27. mars
sl. og nærri 8½% lægra en miðað var við í síðustu
opinberu verðbólguspá bankans. Þessar lækkanir
komu í kjölfar 11% lækkunar á gengi krónunnar frá
ársbyrjun 2000 til 27. mars í ár.
Gengi gjaldmiðla ákvarðast af flóknu samspili
margra þátta og getur oft verið erfitt að ráða í hvað
ræður för, jafnvel eftir að alllangur tími er liðinn frá
gengisbreytingum. Ástæðan er meðal annars sú að
gengi gjaldmiðils er að hluta til eignaverð sem ræðst
af væntingum markaðsaðila um framvindu þeirra
efnahagsstærða sem að endingu hafa áhrif á gengi
gjaldmiðla. Ýmsir þættir hafa án efa haft áhrif á
gengi krónunnar undanfarna mánuði og má nefna
eftirfarandi:
1. Raungengi krónunnar kann að hafa verið orðið
hærra en samrýmdist langtímajafnvægi í þjóðar-
búskapnum og aðlögunin brotist fram í lækkun
gengis.
2. Ójafnvægi í þjóðarbúskapnum sem birst hefur í
óvenjumiklum viðskiptahalla er líklegt til að hafa
grafið undan stöðugleika gengisins þegar fjár-
mögnun viðskiptahallans tók að þyngjast.
3. Atburðir eins og sjómannaverkfall o.fl. kunna að
hafa valdið tímabundinni truflun á innstreymi
gjaldeyristekna og aukið svartsýni um horfur í
þjóðarbúskapnum og leitt til lægri væntrar jafn-
vægisstöðu gengisins.
4. Loks er hugsanlegt að um yfirskot hafi verið að
ræða eins og algengt er á gjaldeyrismarkaði.
Viðbrögð markaðsaðila ráðast þá hugsanlega af
væntingum um gengisþróun sem að einhverju
leyti kann að byggja á ofmati á þörf fyrir aðlögun
gengis, en einnig á „sjálfmagnandi“ væntingum
um slík viðbrögð annarra markaðsaðila.
Hvernig fyrsti þátturinn er metinn helgast nokkuð
af skilningi á langtímajafnvægi raungengis. Seðla-
PENINGAMÁL 2001/3 49
Tafla 2. Launaþróun 1996-2001
Breytingar milli ársmeðaltala (%) 1996 1997 1998 1999 2000 2001 ’96-’00
Launavísitala................................................. 6,4 5,4 9,4 6,8 6,6 8,92 31,4
Laun á almennum vinnumarkaði .................. 5,2 5,8 7,1 5,5 5,7 7,23 26,3
Raunlaun m.v. launavísitölu ......................... 4,1 3,6 7,6 3,3 1,5 4,72 16,8
Raunlaun m.v. almennan vinnumarkað ........ 2,9 3,9 5,3 2,0 0,6 0,63 12,3
Framleiðni..................................................... 2,8 2,9 1,1 1,4 1,5 0,63 7,1
Laun á framleidda einingu1 .......................... 2,4 2,8 5,9 4,0 4,1 6,63 17,9
Laun á framleidda einingu að raunvirði1...... 0,1 1,0 4,2 0,6 -0,9 0,03 4,8
Kaupmáttur ráðstöfunartekna ....................... 4,9 5,0 8,5 4,2 1,9 0,03 21,0
Samkeppnislönd
Laun .............................................................. 3,5 3,3 3,4 3,3 3,2 3,7 13,9
Framleiðni..................................................... 1,5 1,5 1,2 1,2 1,8 1,8 5,8
Laun á framleidda einingu............................ 2,0 1,7 2,1 2,2 1,4 1,8 7,6
1. Miðað við laun á almennum vinnumarkaði. 2. Breyting milli 1. ársfjórðungs 2000 og 2001. 3. Áætlun.