Peningamál - 01.08.2001, Blaðsíða 57

Peningamál - 01.08.2001, Blaðsíða 57
56 PENINGAMÁL 2001/3 Búnaðarbanki Íslands hf., Íslandsbanki hf., Kaup- þing hf. og Landsbanki Íslands hf. Viðskiptavaki getur sá orðið sem hefur ótakmarkað starfsleyfi til gjaldeyrisviðskipta og tekur á sig ábyrgð og skyldur viðskiptavaka með Bandaríkjadal gagnvart íslenskri krónu, sbr. ákvæði reglna um millibankamarkað með gjaldeyri nr. 742 frá 19. október 2000. Viðskipta- vakar og ríkissjóður hafa einir rétt til gjaldeyrisvið- skipta við Seðlabanka Íslands. Millibankamarkaður er opinn frá kl. 9:15 til kl. 16:00 alla viðskiptadaga. Viðskiptavakar skuldbinda sig til að setja fram leiðbeinandi verðtilboð, þ.e. kaup- og sölugengi Bandaríkjadals, og skal það gert á Reuter-síðu (eða í sambærilegu upplýsingakerfi) þar sem aðilar geta séð tilboð hver hjá öðrum. Til- boðin þarf að uppfæra eigi sjaldnar en á 30 sekúndna fresti og sýna þau að öllu jöfnu það verð sem mark- aðsaðilar eru tilbúnir að kaupa á og selja 1,5 milljón Bandaríkjadala. Aðrar fjárhæðir eru samningsatriði. Viðmiðunarfjárhæðin er sú sem oftast er notuð. Við- skipti á millibankamarkaði fara eingöngu fram í Bandaríkjadölum. Þó er hægt að eiga viðskipti í öðrum gjaldmiðlum en það er háð samþykki beggja aðila. Öll viðskipti milli markaðsaðila sem nema a.m.k. 500 þúsundum Bandaríkjadala skulu tilkynnt Seðlabankanum innan 5 mínútna eftir að þau áttu sér stað. Seðlabankinn safnar upplýsingum um veltu á millibankamarkaði. Munurinn á kaup- og sölutilboðum er svokallað gengisbil (e. spread) og skal það við venjulegar markaðsaðstæður vera 5 aurar en má fara upp í 7 aura, sbr. samkomulag viðskiptavaka þar að lútandi. Hafi gengisvísitalan breyst um meira en 1,25% frá opnunargildi dagsins er viðskiptavökum þó heimilt að auka gengisbil í 10 aura og í 20 aura fari breyting- in frá opnunargildi í 2%. Þessa heimild hafa við- skiptavakar ekki nýtt til þessa. Hafi viðskiptavaki átt viðskipti við annan við- skiptavaka þarf hann ekki að setja fram bindandi til- boð á ný til hans fyrr en að 5 mínútum liðnum. Seðla- bankinn er undanskilinn þessu ákvæði og eru við- skiptavakar skyldir til að eiga viðskipti við hann sé þess óskað. Viðskipti Viðskipti á millibankamarkaði fara þannig fram að viðskiptavaki A hringir til eða hefur samband með rafrænum hætti við einn eða fleiri viðskiptavaka og biður um verðtilboð (e. quote). Hafi liðið meira en 5 mínútur frá því að A bað síðast um verðtilboð verða mótaðilarnir að gefa upp bindandi kaup- og sölutil- boð en annars er gagnaðila í sjálfsvald sett hvort hann gengur til viðskipta. Þegar A hefur fengið tilboðin segir hann hvort hann kýs að kaupa eða selja 1,5 milljón Bandaríkjadala (nema önnur fjárhæð sé sérstaklega tekin fram) eða hætta við. Venjan er að tilboðin sem fengin eru með þessum hætti séu í sam- ræmi við þau sem sjást á Reuter-síðu viðkomandi viðskiptavaka. Þó getur orðið ósamræmi þar á milli, sérstaklega þegar mikil viðskipti eru hjá viðskipta- vökunum og verð breytist hratt. Algengast er að viðskiptavakar fari „hring“ á markaðnum, þ.e. eigi viðskipti við hina viðskiptavakana alla. Hafi A keypt Bandaríkjadali af hinum viðskiptavökunum hækka þeir verðtilboð sín. Hafi hins vegar A selt Banda- ríkjadali lækka yfirleitt verðtilboð þeirra. Hve mikil breyting verður á verðtilboðum er háð markaðsað- stæðum hverju sinni. Væntingar um gengisþróun, gjaldeyrisstreymi og gjaldeyrisjöfnuð viðskiptavak- anna ráða miklu um viðbrögð þeirra við viðskiptum á markaðnum. Nýjar hagstærðir, fréttir um aflabrögð og hugsanlegar aðgerðir eða aðgerðaleysi Seðla- bankans skipta einnig máli. Seðlabanki Íslands getur hvenær sem er átt viðskipti og er hann ekki bundinn af ákvæðinu um að hægt sé að neita um bindandi verðtilboð hafi ekki liðið 5 mínútur frá síðustu viðskiptum. Öll viðskipti á gjaldeyrismarkaði eru gerð upp 2 dögum eftir að þau áttu sér stað. Milli- bankamarkaðurinn með gjaldeyri er virkur og stund- um eru viðbrögð mjög harkaleg. Því kemur fyrir að verð sveiflast meira en efni standa til. Venjulega jafna slík yfirskot sig fljótlega. Hækki verðtilboðin hækkar Bandaríkjadalur jafn- framt í verði, mælt í íslenskum krónum, og vísitala gengisskráningar hækkar. Krónan veikist þar með. Lækki hins vegar verðtilboðin þarf færri íslenskar krónur til að kaupa einn Bandaríkjadal og vísitala gengisskráningar lækkar og krónan styrkist. Gjaldeyrisjöfnuður Með gjaldeyrisjöfnuði er átt við jafnvægi gengis- bundinna eigna og skulda (þ.e. jafnvægi gnóttstöðu og skortstöðu gengisbundinna eigna- og skuldaliða og liða utan efnahagsreiknings) fjármálastofnunar. Gjaldeyrisjöfnuður telst jákvæður ef gengisbundnar eignir eru meiri en skuldir og neikvæður ef gengis-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.