Peningamál - 01.08.2001, Síða 32

Peningamál - 01.08.2001, Síða 32
PENINGAMÁL 2001/3 31 Helstu breytingar sem felast í nýjum lögum um Seðlabanka Íslands eru að starfsemi bankans er sett skýrt markmið um að tryggja stöðugt verðlag. Heimilt er með samþykki forsætisráðherra að skil- greina það markmið nánar með tölusettu markmiði um verðbólgu. Bankinn hefur hins vegar fullt sjálf- stæði í ákvörðunum um hvernig markmiðinu verður náð með beitingu þeirra stjórntækja sem hann hefur til umráða. Ríkisstjórnin mun eftir sem áður ákveða gengisstefnuna, þó í samræmi við meginmarkmið laganna um stöðugt verðlag. Lögin kveða svo á að þrír bankastjórar sitji í bankastjórn Seðlabankans og að ákvörðunarvald í peningamálum verði í höndum hennar. Bankastjórn mun ein taka ákvörðun um beitingu stjórntækja bankans í stað þess að eiga um það samráð við ráðherra. Þá er skipunartími banka- stjóra lengdur úr fimm árum í sjö en fjöldi skipunar- tímabila takmarkaður. Ráðherra skipar bankastjóra og formann bankastjórnar sérstaklega. Einnig er kveðið á um fjölgun í bankaráði og að það kjósi sér sjálft formann úr eigin röðum. Hlutverk þess eflist nokkuð í nýjum lögum. Ríkissjóði er nú óheimilt að taka lán í bankanum. Þá er kveðið svo á að banka- stjórn setji starfsreglur um undirbúning, rökstuðning og kynningu ákvarðana sinna í peningamálum og að opinberlega skuli gerð grein fyrir slíkum ákvörðun- um og forsendum þeirra. Með þessu er stuðlað að faglegum vinnubrögðum og frekara gagnsæi stefn- unnar í peningamálum. Nauðsynlegt þótti að styrkja eiginfjárstöðu bankans og gera lögin það kleift. 2. Meginefni nýrra laga Í því sem hér fer á eftir verður stuttlega greint frá ýmsum helstu atriðum hinna nýju laga og megin- breytingum frá fyrri lögum. Markmið peningastefnunnar Í fyrri lögum var hlutverk Seðlabankans og markmið margþætt og ekki var endilega innbyrðis samræmi á milli einstakra atriða. Í nýju lögunum er markmiðs- setning bankans mun einfaldari. Kveðið er svo á að meginmarkmið bankans sé að stuðla að stöðugu verðlagi og að með samþykki forsætisráðherra sé Seðlabankanum heimilt að lýsa yfir tölulegu mark- miði um verðbólgu. Seðlabankinn skuli stuðla að framgangi stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum enda telji hann það ekki ganga gegn meginmarkmiði sínu um að stuðla að stöðugu verðlagi. Með þessu ákvæði, sem er í 3. grein laganna, má segja að lögfest hafi verið það sem fólst í sameiginlegri yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans 27. mars 2001 um upptöku verðbólgumarkmiðs og afnám vikmarka gengisins. Samkvæmt greininni er það forsætisráð- herra sem í raun setur hið tölulega verðbólgumark- mið sem Seðlabankanum er síðan falið að beita tækjum sínum til þess að ná. Greinin felur með öðrum orðum í sér að bankinn fær svokallað tækja- sjálfstæði en ekki markmiðssjálfstæði enda þótti við gerð frumvarpsins eðlilegra að setning markmiðsins sjálfs yrði í höndum ráðherra. Í greinargerðinni sem fylgdi frumvarpinu sagði að stöðugt verðlag hefði verið valið meginmarkmið peningastefnunnar þar sem verðbólga væri fyrst og fremst peningalegt fyrirbrigði. Margt gæti valdið tímabundinni verðbólgu. Viðvarandi verðbólga væri hins vegar afleiðing ófullnægjandi aðhalds í peningamálum. Til langs tíma hefði stefnan í peningamálum því áhrif á verðlag en síður á hag- vöxt og atvinnu. Þar sem seðlabankar hefðu í aðal- atriðum aðeins eitt stjórntæki, þ.e. vexti, og gætu því aðeins náð einu þjóðhagslegu markmiði til langs tíma væri eðlilegt að meginmarkmið peningastefn- unnar væri stöðugt verðlag. Þetta þýddi ekki að markmiðið um stöðugt verðlag væri mikilvægara en t.d. markmið um fulla atvinnu, heldur einfaldlega að það væri í eðli hinna peningapólitísku stjórntækja að þau hentuðu betur til að hafa áhrif á verðlag. Til- gangslítið væri að setja peningastefnunni markmið sem hún gæti ekki náð. Reynsla gæfi einnig til kynna að slík markmiðssetning gæti leitt til verri árangurs í stjórn peningamála en ella. Með verð- stöðugleika gætu peningamálin með framsýnni stefnumótun lagt sitt af mörkum til að stuðla að stöðugu efnahagsumhverfi sem væri undirstaða vaxtargetu hagkerfisins til langs tíma. Að sama skapi hefur skilningur vaxið á nauðsyn þess að festa stefnu verðstöðugleika í lög. Með því ávinnst að mun erfiðara verður að víkja frá stöðug- leikastefnu í peningamálum fyrir skammtímahags- muni. Heppilegast til þess að ná þessu markmiði hefur gjarnan verið talið að gefa seðlabönkum með formlegum hætti fullt og óskorað vald til þess að beita stjórntækjum sínum í því skyni að ná megin- markmiðinu um stöðugt verðlag. Bankarnir þurfi ekki að hlíta fyrirskipunum ríkisstjórnar eða ráðherra
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.