Peningamál - 01.08.2001, Blaðsíða 70

Peningamál - 01.08.2001, Blaðsíða 70
PENINGAMÁL 2001/3 69 Matsfyrirtækið Fitch kemur til skjalanna Haustið 1999 óskaði Seðlabanki Íslands að mats- fyrirtækið Fitch gæfi út lánshæfismat fyrir ríkissjóð. Fitch er eitt þekktasta fyrirtækið í sinni grein á eftir Moody's og Standard & Poor's og hafa ríkissjóðir nágrannalanda í auknum mæli fært sér í nyt þjónustu þess. Fitch á sér að nokkru rætur í Evrópu og býr að sérstakri reynslu við að meta lánshæfi banka og fjár- málafyrirtækja. Talið var að það gæti orðið til að styrkja stöðu ríkissjóðs sem útgefanda skuldabréfa á evrópskum markaði ef fyrir lægi lánshæfismat Fitch til viðbótar við mat hinna fyrirtækjanna tveggja. Fjölgun fjár- festa sem líta á Ísland sem vænlegan fjárfestingar- kost getur leitt til lækkunar á lántökukostnaði og til sparnaðar fyrir ríkissjóð. Ennfremur er á það að líta að í drögum að nýjum reglum um eiginfjárstöðu lánastofnana á vegum Basel-nefndarinnar um banka- eftirlit er gert ráð fyrir að kröfur séu metnar eftir lánshæfiseinkunnum alþjóðlegra matsfyrirtækja eins og áður er getið. Í skýrsludrögum var gert ráð fyrir mati fyrirtækisins Fitch auk Moody's og Standard & Poor's. Fulltrúar fyrirtækisins komu til viðræðna við full- trúa íslenskra stjórnvalda í desember 1999. Fyrsta skýrsla Fitch um Ísland birtist tveimur mánuðum síðar22 og veitti Fitch íslenska ríkinu lánshæfisein- kunnina AA- fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt. Fyrir skuldbindingar í innlendri mynt var veitt hæsta einkunn AAA. Meginforsendur mats Fitch voru að horfur í íslenskum þjóðarbúskap hafi batnað meðal annars vegna breytinga á innviðum hagkerfis- ins. Þessi lánshæfiseinkunn Fitch er hliðstæð einkunn sem matsfyrirtækið Moody's hefur gefið íslenska rík- inu. Hún styrkir ríkissjóð sem lántakanda sem hlýtur tvær einkunnir í AA-flokki á móti einni einkunn S&P í A-flokki. Þetta leiðir af sér 0% áhættuvog fyrir Ísland en annars gæti átt við 20% áhættuflokkur með tilsvarandi aukakostnaði við lánsfjáröflun á erlend- um markaði. Atriði sem vega þungt í lánshæfismati um þessar mundir Öll matsfyrirtækin þrjú sendu frá sér skýrslur um Ísland snemma árs 2001.23 Moody's og Fitch til- kynntu að þau hefðu staðfest lánshæfismat sitt fyrir Ísland og horfur um einkunnir væru stöðugar. Bæði fyrirtækin bentu á verulega bætta skuldastöðu opin- bera geirans. Fyrirtækin sögðu þessa staðfestu stjórn- valda í hagstjórn hafa lagt grunn að öflugum hag- vexti, stöðugleika og miklum lífskjarabata á liðnum árum. Fitch benti á að mikill viðskiptahalli hafi verið fjármagnaður að mestu með lántökum einkageirans. Þetta þýðir að há skuldahlutföll hafi hækkað og bankakerfið orðið viðkvæmara fyrir skyndilegri niðursveiflu í efnahagslífinu. Ísland verði því áfram viðkvæmt fyrir breyttum markaðshorfum í ljósi þess að gjaldeyrisforðinn nemi aðeins 31% af erlendum skammtímaskuldum. Þetta hlutfall kunni þó að ýkja hættuna á vandræðum því að Seðlabankinn hafi ónot- aða lánsmöguleika svarandi til 850 milljóna Banda- ríkjadala sem megi nota ef í harðbakkann slær. Samt yrði ekki litið fram hjá þeim möguleika að gengi krónunnar verði fyrir áframhaldandi þrýstingi. Moody's tók í sama streng og varaði við því að miklum hagvexti hafi fylgt alvarlegt ójafnvægi í þjóðarbúskapnum sem gæti grafið undan efnahags- legum stöðugleika á komandi tíð. Miklar erlendar lántökur banka og fyrirtækja yrðu þyngri í skauti vegna um það bil 10% lækkunar á gengi krónunnar árið 2000. Þetta vekti ugg um afkomu þessara fyrir- tækja ef gengið lækkar frekar á komandi misserum. Þrátt fyrir þessi varnaðarorð lagði Moody's áherslu á að geta íslenskra stjórnvalda til að greiða erlendar skuldir samræmist lánshæfiseinkunninni Aa3 um þessar mundir. Aðgangur að erlendu lánsfé hjá erlendum bönkum og norrænum seðlabönkum er mjög góður og skilvísi er ekki dregin í efa. Af þess- um ástæðum voru taldar horfur á óbreyttri lánshæfis- einkunn þrátt fyrir áhyggjur af erlendri stöðu og hugsanlegum erfiðleikum í greiðslujöfnuði eða gjaldeyrismálum. Líkt og hin matsfyrirtækin tvö staðfesti Standard & Poor's lánshæfismat sitt fyrir Ísland og tilkynnti niðurstöðu sína í frétt sem gefin var út 21. mars 2001. Einkunn fyrir langtímaskuldir í erlendri mynt er áfram A+. Framtíðarhorfur um einkunnina voru stöð- 22. Sbr. frétt frá Seðlabanka Íslands 3. febrúar 2000. 23. Skýrslur Fitch, Moody's og Standard & Poor's eru allar birtar á heima- síðu Seðlabanka Íslands. Bankinn sendi frá sér frétt við útkomu hverr- ar skýrslu og eru þær dagsettar 8. febrúar, 26. febrúar og 23. mars 2001.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.