Peningamál - 01.08.2001, Blaðsíða 71

Peningamál - 01.08.2001, Blaðsíða 71
ugar en voru áður taldar jákvæðar. Þetta er eina dæmi þess að matsfyrirtæki hafi kippt að sér hendinni við mat á lánshæfi Íslands. Í frétt sinni lýsir fyrirtækið áhyggjum, líkt og Moody's og Fitch, yfir vaxandi viðskiptahalla og nefnir einnig hraða skuldasöfnun erlendis sem tvo meginþætti þessarar breytingar á horfum um láns- hæfiseinkunn. Viðskiptahallinn nam 10% af lands- framleiðslu árið 2000 og erlendar skuldir þjóðar- búsins námu þá 265% af útflutningstekjum. Að auki hefur komið til útstreymi gjaldeyris sem nemur 2% af landsframleiðslu vegna beinnar erlendrar fjárfest- ingar og kaupa íslenskra lífeyrissjóða á erlendum verðbréfum. Með því að eiginfjárhlutföll og af- skriftaframlög hafa lækkað hefur bankakerfið orðið viðkvæmara fyrir ytri skellum. Standard & Poor's tekur undir jákvæða umfjöllun Moody's og Fitch um afgang á rekstri hins opinbera er nam 2,9% af landsframleiðslu árið 2000 og búist er við sama hlutfalli á árinu 2001. Fyrirtækið tók fram í frétt sinni að lánshæfis- matið myndi styrkjast ef dregið yrði úr útlánaaukn- ingu og viðskiptahalla um leið og viðhaldið væri af- gangi í ríkisfjármálum. Einkavæðing ríkisbanka myndi einnig styrkja lánshæfiseinkunnir. Einka- væðingu mætti nota til að draga að erlenda fjárfest- ingu sem gæti dregið úr þrýstingi á greiðslujöfnuð og eflt viðnámsþrótt bankakerfisins. Einnig yrði talið já- kvætt ef drægi úr núningi milli stefnu í peninga- málum og gengismálum. Standard & Poor's sagði að svokölluð hörð lending með vandræðum í fjármála- geiranum og/eða tilslökun í ríkisfjármálum gæti grafið undan lánshæfismatinu. Matsfyrirtækin hafa á undanförnum árum vikið í skýrslum að mikilli erlendri skuldabyrði og veikri erlendri lausafjárstöðu. Glöggt dæmi um þetta er að finna í frétt Standard & Poor's síðla árs 1999.24 Þar er hrein erlend skuldastaða borin saman við útflutn- ing og erlend fjármögnunarþörf (reiknuð sem við- skiptahalli auk afborgana af erlendum langtíma- lánum og erlendra skammtímaskulda) borin saman við gjaldeyrisvarasjóð. Sagði fyrirtækið samanburð- inn Íslandi óhagstæðan borinn saman við önnur lönd með lánshæfismatið A og AA. Fyrirtækið sagði þessa stöðu geta skapað vanda ef skyndileg breyting yrði á trausti bankakerfisins eða viðskiptahallinn minnkaði ekki. Lánshæfismat fyrir íslenska banka Erlend matsfyrirtæki hafa í vaxandi mæli beint sjón- um sínum að íslenskum bönkum og njóta viðskipta- bankarnir þrír allir lánshæfismats þessara fyrirtækja við erlenda lánsfjáröflun. Eftirfarandi atriði eru talin skipta mestu við mat á bönkum: • Rekstrarumhverfi • Eignarhald og stjórn • Verðmæti sérstöðu (e. franchise value) • Möguleikar til tekjuöflunar • Áhætta og áhættustýring • Fjármagnsskipan banka • Stjórnun Almennt má bera þessa þætti saman við helstu atriði sem ráða úrslitum við mat á lánshæfi atvinnu- fyrirtækja, en þau eru almennt talin þessi: • Mat á ríkinu, þjóðhagslegir þættir • Horfur í atvinnugreininni • Regluverk í greininni, einkavæðing • Stjórnun fyrirtækisins • Rekstrarstaða • Fjárhagsstaða • Einstakir þættir sem snerta fyrirtækið og skulda- bréf þess (t.d. málssókn, tengsl við móðurfélag) • Aðgangur að lausu fé Moody's hefur undanfarin ár birt skýrslu um horf- ur fyrir bankakerfið í heild sinni. Í nýlegri skýrslu25 fer fyrirtækið jákvæðum orðum um stöðu banka sem það telur hafa almennt batnað, að vaxtarfæri séu góð og árangur hafi náðst við að draga úr kostnaði. Moody's lýsir því áliti að lán sem ólíklegt er að inn- heimtist séu innan viðunandi marka og varúðar- færslur fullnægjandi. Íslenskir bankar búi við sér- staka áhættu vegna mikilla lána til sjávarútvegs. Í skýrslunni lýsir Moody's því eindregna áliti að sterkar líkur séu á stuðningi hins opinbera verði 70 PENINGAMÁL 2001/3 24. Sbr. frétt frá Seðlabanka Íslands 15. desember 1999. 25. Moody's Investors Service: Iceland, Banking System Outlook, desem- ber 2000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.