Peningamál - 01.08.2001, Blaðsíða 21

Peningamál - 01.08.2001, Blaðsíða 21
20 PENINGAMÁL 2001/3 Margir hafa borið saman framkvæmd peningastefn- unnar á Íslandi og í Bandaríkjunum á undanförnum misserum. Frá því í ársbyrjun hefur bandaríski seðla- bankinn lækkað vexti 6 sinnum, samtals um 2,75 pró- sentustig. Aðalstýrivextir bankans, þ.e.a.s. markmið bankans um vexti á millibankamarkaði (e. federal funds rate) voru 6,5% í ársbyrjun, og höfðu þá verið óbreyttir frá því á vormánuðum sl. árs, en eru nú 3,75%. Vextir Seðlabanka Íslands urðu hæstir 11,4% á tímabilinu nóvember 2000 til mars 2001, en voru í marslok lækkaðir um 0,5%. Spurt er hvort sá munur sem er á vöxtum á Íslandi og Bandaríkjunum sé eðli- legur, t.d. í ljósi þess að nú dregur úr hagvexti í báðum löndum og að áþekkum hagvexti er spáð í löndunum tveimur á þessu ári. Ef betur er að gáð er þó margt sem ber á milli. Í fyrsta lagi er verðbólga mun meiri á Ís- landi, eins og sjá má af meðfylgjandi töflu. Þetta hefur í för með sér að þótt muni 7,15 prósentustigum á stýri- vöxtum Seðlabanka Íslands og bandaríska seðlabank- ans er raunvaxtamunurinn mun minni, eða 3,2 pró- sentustig miðað við verðbólgu síðustu 12 mánaða. Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu er það fleira en mismikil verðbólga sem skilur löndin að. Flestar vís- bendingar benda til mun meiri ofþenslu á Íslandi en í Bandaríkjunum. Munurinn á þróun launakostnaðar er t.d. sláandi. Á tímabilinu frá 1996 til 2000 hækkuðu laun á Íslandi 18% meira en framleiðni. Í Bandaríkjun- um jókst framleiðni meira en laun á sama tímabili. Þetta þýðir að hættan á að launabreytingar leiði til hækkunar verðlags eru mun minni í Bandaríkjunum en á Íslandi. Þessi þróun endurspeglar ástand vinnu- markaðarins. Atvinnuleysi var orðið sögulega lítið í Bandaríkjunum í fyrra og varð minnst 3,9%. Sl. hálft ár hefur það aukist á ný og var í maí 4,6%. Hérlendis varð atvinnuleysi mun minna. Skráð árstíðarleiðrétt atvinnuleysi varð minnst rúmlega 1%, en var á bilinu 2-2½% ef miðað er við atvinnukannanir þar sem hlið- stæðum aðferðum er beitt og í Bandaríkjunum.1 Árs- tíðarleiðrétt atvinnuleysi á Íslandi hefur aukist lítillega að undanförnu en er enn mjög lítið. Mun meiri launahækkun á Íslandi en í Bandaríkj- unum hefur meiri áhrif á verðlagshorfur en ella vegna þess að gengisþróun íslensku krónunnar hefur verið sérstaklega óhagstæð. Meðalgengi krónunnar lækkaði t.d. um fimmtung á tímabilinu maí 2000 til maí 2001. Meðalgengi Bandaríkjadals hækkaði hins vegar um 7% á sama tíma, skv. útreikningum Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, og mun meira ef horft er til lengri tíma. Gengi Bandaríkjadals hefur ekki verið hærra síðan um miðjan 9. áratuginn, reyndar hærra en góði hófi gegnir frá sjónarhóli bandarískra fyrirtækja og ytra jafnvægis þjóðarbúsins. Því er ljóst að gengisþróunin hefur haldið aftur af verðbólgu í Bandaríkjunum, en ýtt undir verðbólgu hér. Þrátt fyrir lægri vexti hefur gengi dalsins haldist hátt og raunar hærra en æskilegt væri. Bandaríski seðlabankinn getur því óhikað lækkað vexti án þess að hafa miklar áhyggjur af áhrifum gengis- þróunarinnar á verðlag. En jafnvel þótt gengi dalsins lækkaði verulega, þyrfti bandaríski seðlabankinn ekki að hafa nærri eins miklar áhyggjur af því og Seðla- banki Íslands af gengislækkun krónunnar. Bandaríkin eru tiltölulega lokað og sjálfu sér nógt hagkerfi (þótt það hafi opnast nokkuð á sl. áratugum).2 Utanríkis- viðskipti Íslands eru ekki einungis mun stærri hluti landsframleiðslunnar, heldur skortir einnig mjög á fjöl- breytni framleiðslunnar og samkeppni á milli inn- lendra fyrirtækja. Breytingar á gengi koma því mun hraðar fram í íslensku verðlagi. Hátt raungengi Bandaríkjadals og mikill viðskipta- halli benda til þess að dalurinn muni lækka töluvert á næstu árum. Langtímaforsendur gengis krónunnar hafa Rammi 3 Eru rök fyrir svipuðu aðhaldsstigi peningastefnunnar hér á landi og í Bandaríkjunum? 2. Einungis 10% gengisbreytingar Bandaríkjadals koma fram í banda- rísku innflutningsverði til neytenda innan eins árs. Áhrif 10% lækk- unar dalsins á vísitölu neysluverðs í Bandaríkjunum nema því aðeins broti úr 1%, samanborið við u.þ.b. 4% hér á landi. Um áhrif gengis- breytinga á innflutningsverð í Bandaríkjunum, sjá Maurice Obstfeld og Kenneth Rogoff (2000), „Perspectives on OECD Economic Integration: Implications for US Current Account Adjustment“, grein lögð fram á ráðstefnu á vegum Federal Reserve Bank of Kansas City, Jackson Hole, Wyoming, 24. - 26. ágúst, 2000.1. Slíkar atvinnukannanir eru einungis gerðar hérlendis tvisvar á ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.