Peningamál - 01.08.2001, Blaðsíða 39

Peningamál - 01.08.2001, Blaðsíða 39
38 PENINGAMÁL 2001/3 stöðugleika. Þetta fyrirkomulag er þó í fullu sam- ræmi við löggjöf flestra fremstu seðlabanka heimsins eins og sjá má í töflunni. Eins og áður hefur verið fjallað um er endanlegt markmið peningastefnunnar áfram ákvarðað í sam- einingu af ríkisstjórn og Seðlabankanum. Eins og kom fram í grein Þórarins eru veigamikil lýðræðisleg rök fyrir því að halda slíku fyrirkomulagi og því þótti ekki rétt að breyta því. Eins og áður hefur komið fram er aukið sjálfstæði Seðlabankans til að beita stýritækjum sínum líklega mikilvægasta breyting laganna. Seðlabankinn hefur nú fullt frelsi til að beita vaxtatæki sínu án íhlutunar stjórnvalda og er með því kominn í hóp seðlabanka langflestra annarra iðnríkja og annarra ríkja. Áður hefur verið fjallað um lokun á aðgengi ríkissjóðs að beinni fjármögnun í Seðlabankanum í nýju lögunum. Eins og kom fram í grein Þórarins var einkunn bankans fyrir þennan lið líklega ofmetin í rannsókn Frys o.fl. Í eldri lögum var ekki tekið fyrir þennan aðgang en í gildi var samningur milli fjár- málaráðherra og bankans um að ríkissjóður myndi ekki nýta sér þessa heimild. Þennan samning þurfti reglulega að endurnýja og var ekkert sem kom í veg fyrir að honum yrði sagt upp eða ákveðið væri að endurnýja hann ekki. Staða Seðlabankans að því er þetta varðar var því greinilega veikari en samkvæmt núgildandi lögum, þrátt fyrir að einkunn bankans fyrir þennan lið breytist ekki. Því er ljóst að breyting á einkunn bankans í töflu 1 vanmetur raunverulega breytingu á sjálfstæði bankans að því er þetta varðar. Að lokum má nefna að ráðningartími Seðla- bankastjóra er lengdur úr fimm í sjö ár og hækkar bankinn því í einkunn þótt þessi liður vegi tiltölulega lítið í heildareinkunn hans. Við þessar breytingar hækkar heildareinkunn bankans úr 6,1 í 8,7 og telst hann nú 27. sjálfstæðasti seðlabankinn af þeim 94 sem rannsóknin náði til og er í 19. sæti meðal iðnríkja. Við fyrstu sýn kann að virðast sem enn sé nokkuð í land við að koma bank- anum í fremstu röð en hafa verður í huga að þeir liðir sem draga heildareinkunn bankans niður eru liðir sem færð hafa verið rök fyrir að skipti síður máli varðandi það sjálfstæði sem er mikilvægt fyrir árang- ursríka peningastefnu og ekki er augljóst að væru til bóta fyrir skilvirkni og gagnsæi hennar. Þeir þættir sem skipta mestu máli hafa verið færðir í það horf sem best gerist í umheiminum. Heimildir Frumvarp til laga um Seðlabanka Íslands lagt fyrir Alþingi á 126. löggjafarþingi 2000-2001. Lög um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001. Fry, M., D. Julius, L. Mahadeva, S. Roger og G. Sterne (2000), „Key Issues in the Choice of Monetary Policy Framework“, í bókinni Monetary Policy Frameworks in a Global Context, rit- stjórar L. Mahadeva og G. Sterne. Routledge, Centre for Central Banking Studies, Englandsbanki. Þórarinn G. Pétursson (2000), „Nýjar áherslur í starfsemi seðla- banka: Aukið sjálfstæði, gagnsæi og reikningsskil gerða“, Peningamál, 2000/4, 45-57.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.