Peningamál - 01.08.2001, Blaðsíða 15

Peningamál - 01.08.2001, Blaðsíða 15
líkur á gengishækkun að því tilskildu að verð- bólga fari ekki meira úr böndum en orðið er. Ofangreind öfl munu togast á um gengi krónunn- ar á næstu misserum en ógerlegt er að segja hver niðurstaða þeirrar togstreitu verður næstu mánuði. Markaðsaðilum má vera ljóst að vilji Seðlabankans stendur til styrkingar á gengi krónunnar frá núver- andi gengi, þótt bankinn muni einungis grípa inn í markaðinn þegar brýn ástæða er til eða þegar hann telur að inngrip séu líkleg til að skila varanlegum árangri. Velta og umsvif eru enn mikil Nýjustu tölur benda til að umsvif í hagkerfinu hafi verið mun meiri á fyrri hluta ársins en umræða um efnahagsmál að undanförnu gæti gefið tilefni til að ætla. Hagvöxtur á fyrri hluta ársins hefur líklega ekki farið niður fyrir vöxt framleiðslugetu og því alls óvíst að framleiðsluspenna hafi slaknað. Þjóðhagsstofnun hefur nýverið birt ársfjórðungslega þjóðhagsreikn- inga frá árinu 1997 til fyrsta fjórðungs í ár. Sam- kvæmt því uppgjöri var landsframleiðsla á fyrsta árs- fjórðungi rúmlega 7½% meiri en á sama tíma í fyrra og átti það einkum rætur að rekja til kröftugs útflutn- ings og mikillar aukningar fjármunamyndunar, en einkaneysla dróst lítillega saman. Þótt hafa verði vissa fyrirvara á þessum tölum, þar sem um bráða- birgðauppgjör er að ræða og þetta er í fyrsta skipti sem Þjóðhagsstofnun birtir uppgjör af þessu tagi, er ljóst að umsvif hafa enn verið að aukast á fyrstu mánuðum ársins. Tölur um veltu eftir atvinnugrein- um, sem byggðar eru á virðisaukaskattsinnheimtu, styðja þessa ályktun. Fyrstu fjóra mánuði ársins var heildarveltan nærri 7% meiri að raungildi en á sama tíma í fyrra. Eins og áður hefur komið fram var út- flutningur mjög öflugur fyrstu fimm mánuði ársins, einkum vegna áls og sjávarafurða. Velta innanlands- greina án eldsneytis var hins vegar um 3% meiri að raungildi en á sama tíma í fyrra sem er svipuð aukn- ing og árið áður. Það á að verulegu leyti rætur að rekja til mikillar aukningar veltu í byggingarstarf- semi og þjónustu en smásöluverslun stóð nánast í stað að raungildi. Raunvelta í iðnaði án stóriðju og sjávarútvegs var 4½% meiri en á sama tíma í fyrra sem er meiri veltuaukning en þá mældist. Athygli vekur einnig í þessu sambandi að veltan í mars-apríl hafði í innanlandsgreinum aukist heldur meira frá fyrra ári en veltan í janúar og febrúar. Því er engin merki enn að finna í þessum tölum um samdrátt í efnahagslífinu og rímar það vel við vísbendingar af vinnumarkaði sem fjallað er um hér á eftir. Afkoma atvinnurekstrar versnar vegna aukins fjár- magnskostnaðar Fyrirliggjandi árshlutauppgjör og spár fjármálafyrir- tækja benda til þess að hagnaður skráðra fyrirtækja muni minnka á fyrri hluta ársins. Það stafar þó að verulegu leyti af auknum fjármagnskostnaði, aðal- lega vegna lækkunar gengis krónunnar. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnskostnað, eða framlegð, sem hlutfall af veltu virðist nær óbreyttur frá sama tíma í fyrra. Í sjávarútvegi virðist framlegð sem hlut- fall af veltu aukast umtalsvert frá því fyrra og kemur þar til hærra afurðaverð í erlendri mynt og lágt gengi íslensku krónunnar. Framlegð virðist einnig aukast í iðnaði. Almenn rekstrarskilyrði virðast því nokkuð hagstæð fyrir útflutnings- og samkeppnisgreinar. Hækkun skulda í erlendri mynt vegna lækkunar krónunnar mun hins vegar dylja þá staðreynd í ár. Sú bókhaldsuppfærsla hefur hins vegar mun minni áhrif á sjóðstreymi. Það mun því batna hjá þeim fyrir- tækjum sem búa við aukna framlegð. Vinnumarkaðurinn enn yfirspenntur og fátt bendir til að farið sé að slakna á Ástand vinnumarkaðarins breytist hægt. Enn er tölu- verð spenna á vinnumarkaði ef marka má fjölda starfa í boði hjá vinnumiðlunum. Í júní voru þau 610, samanborið við 450 í júní í fyrra. Atvinnuleysi í júní mældist 1,2% og lækkaði um 0,4% frá fyrri mánuði. 14 PENINGAMÁL 2001/3 Mynd 11 Veltubreyting milli ára 1998-2001 %-breyting staðvirtrar veltu frá sama tímabili á fyrra ári Jan. -feb. Mars -apr. Maí -júní Júlí -ág. Sept. -okt. Nóv. -des. Jan. -feb. Mars -apr. Maí -júní Júlí -ág. Sept. -okt. Nóv. -des. Jan. -feb. Mars -apr. 0 2 4 6 8 10 12 14 16 -2 -4 -6 -8 -10 % Velta alls Smásöluverslun Iðnaður án fiskiðn- aðar og stóriðju Innanlandsgreinar án eldsneytis 1999 2000 2001 Heimild: Þjóðhagsstofnun og Seðlabanki Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.