Peningamál - 01.08.2001, Blaðsíða 60

Peningamál - 01.08.2001, Blaðsíða 60
bankans eru meiri en þegar viðskiptavakarnir eiga viðskipti sín á milli. Áhrif inngripa eru þó misjöfn. Ef vandi markaðarins er eingöngu tímabundinn skortur á gjaldeyri geta inngrip stöðvað óheillavænlega þróun. Seðlabankinn veitir gjaldeyri út á markaðinn en tekur til sín íslenskar krónur í staðinn. Sé hins vegar um að ræða víðtækari vanda er líklegt að inn- grip séu skammgóður vermir. Á hinn bóginn er eðli- legt að markaðir gangi í sveiflum þar sem útstreymi og innstreymi gjaldeyris fer ekki alltaf saman. Seðlabankinn varðveitir gjaldeyrisvarasjóð þjóð- arinnar. Inngrip bankans hafa bein áhrif á sjóðinn. Sala á Bandaríkjadölum til að styrkja krónuna rýrir forðann. Á sama hátt styrkja kaup bankans á Banda- ríkjadölum gjaldeyrisforðann. Inngrip hafa einnig mun víðtækari áhrif ef ekki er jafnframt gripið til annarra ráðstafana. Við sölu gjaldeyris eru krónur dregnar út af innlendum markaði (dregið úr peninga- magni í umferð) og það hefur áhrif til hækkunar á vöxtum og að jafnaði leiðir það til aukningar á endurhverfum kaupum fjármálastofnana af Seðla- bankanum. Hægt er að eyða þessum áhrifum að mestu með gagnaðgerðum, t.d. getur Seðlabankinn sett krónur út á markaðinn með skiptum á gjaldeyri við fjármálastofnanir eða kaupum á verðbréfum á markaði. Almennt er þó talið að slíkar gagnaðgerðir dragi úr áhrifum inngripanna. Breytingar á viðskiptavakt Með viðskiptavakt á markaði er séð til þess að mark- aðurinn sé alltaf starfandi og alltaf sé hægt að fá markaðsverð fyrir þá afurð sem á markaðnum er. Viðskiptavakar á gjaldeyrismarkaði gera þetta með því að uppfæra verð á a.m.k. 30 sekúndna fresti og skuldbinda sig til að eiga viðskipti sé farið fram á það. Viðskiptavakarnir þurfa að uppfylla skyldur sín- ar hvort sem ástand í efnahagsmálum er hagstætt eða óhagstætt og hvort sem þeir tapa á því eða hagnast. Þegar vikmörk krónunnar voru afnumin í mars sl. varð vart meiri óróa og óöryggis hjá viðskiptavökum á gjaldeyrismarkaði og viðskiptavinum þeirra en áður í sögu markaðarins. Sveiflurnar urðu mun meiri en búist hafði verið við þrátt fyrir að almennt hefði verið búist við nokkrum skjálfta. Fyrstu 6 mánuði ársins 2001 veiktist krónan um 16,4%. Velta á gjaldeyrismarkaði jókst til muna í kjölfar breyting- arinnar. Meðalvelta á síðasta ári var 3.072 m.kr. á dag en var 5.334 m.kr. á fyrri árshelmingi 2001. Frá 28. mars sl. til loka júní var meðalvelta á dag 8.461 m.kr. Í júní var ákveðið að yfirfara fyrirkomulag markaðarins og kanna hvort gera mætti breytingar sem stuðluðu að meira jafnvægi. Á grundvelli þeirrar endurskoðunar var ákveðið að greiða viðskipta- vökum þóknun fyrir viðskiptavakt líkt og þekkst hefur á skuldabréfamarkaði hér á landi. Breytingin gildir frá 1. júlí sl. til loka ársins. Með henni er vonast til að sveiflur minnki og að markaðsaðilar taki frekar stöður sjálfir í stað þess að ýta öllum við- skiptum strax út á markaðinn. Þóknunin byggist á því að verðlauna þá aðila sem mynda markað, þ.e.a.s. sá aðili sem setur fram svo aðlaðandi tilboð að hinir taka þeim fær greiðslu fyrir. PENINGAMÁL 2001/3 59 Dæmi um skiptasamning: Skiptasamningar eru al- gengt form afleiðuviðskipta á gjaldeyrismarkaði. Til- gangurinn með þeim er að lágmarka fjármagnskostn- að vegna gengisbreytinga og vaxtamunar á milli landa. Hægt er að verjast tapi með þessum hætti en einnig er hægt að hagnast verulega. Viðskiptavinur tekur lán í erlendri mynt. Hann selur viðskiptabanka sínum lánið fyrir íslenskar krónur og fjárfestir með þeim krónum í íslenskum skuldabréfum. Þar sem vextir á Íslandi eru háir og hærri en í helstu við- skiptalöndum eru vextir af erlenda láninu lægri en vextir af skuldabréfunum sem hann fjárfestir í. Lánið þarf að greiða til baka og þegar það er gert selur við- skiptavinurinn íslensku skuldabréfin og kaupir er- lendan gjaldeyri af viðskiptabanka sínum til að borga lánið. Hafi gengi íslensku krónunnar styrkst á tíma- bilinu mun viðskiptavinurinn þurfa færri íslenskar krónur til að kaupa gjaldeyri til að greiða lánið upp en hann fékk fyrir lánið þegar hann tók það. Við- skiptavinurinn hagnast því á gengisbreytingunni. Hafi gengi krónunnar veikst mun viðskiptavinurinn hins vegar þurfa fleiri íslenskar krónur. Það er þó alls ekki víst að viðskiptavinurinn tapi á viðskiptunum. Ef vaxtagjöldin vegna lántökunnar eru lægri en vaxtatekjurnar af fjárfestingunni og kostnaður vegna gengisbreytingarinnar er lægri en hagnaðurinn af vaxtamuninum mun viðskiptavinurinn hagnast á við- skiptunum. Vilji svo óheppilega til að gengisbreyt- ingin vegi upp ávinninginn af vaxtamuninum hefur viðskiptavinurinn tapað á viðskiptunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.