Peningamál - 01.08.2001, Blaðsíða 26

Peningamál - 01.08.2001, Blaðsíða 26
PENINGAMÁL 2001/3 25 Þetta voru fyrstu formlegu afskipti Seðlabankans af millibankamarkaði með gjaldeyri frá því að krónan fór á flot 27. mars sl. ... leiddu til þess að gripið var til ýmissa aðgerða Fram kom í óformlegum viðræðum við viðskipta- vaka á gjaldeyrismarkaði að sveiflurnar á gengi krón- unnar voru mun meiri en þeir höfðu búist við og að þeir hefðu tapað verulegum fjárhæðum á viðskipta- vaktinni. Þeir höfðu síðan frumkvæði að viðræðum við Seðlabankann um að leitað yrði leiða til að draga úr sveiflum á millibankamarkaði með gjaldeyri. Vinnuhópi var falið að kanna leiðir til að auka dýpt markaðarins, draga úr sveiflum og gera viðskipta- vakahlutverkið meira aðlaðandi. Niðurstaðan var sú að Seðlabankinn ákvað að greiða viðskiptavökum þóknun fyrir að mynda markað með íslensku krón- una. Viðskipti á millibankamarkaði með gjaldeyri verða þegar viðskiptavaki tekur tilboði annars við- skiptavaka. Sá sem gerir tilboð sem leiðir til við- skipta telst hafa myndað markað en sá sem gengur að tilboði telst hafa nýtt sér markaðinn. Í lok hvers dags er reiknað út hversu mikinn nettómarkað hver viðskiptavaki hefur myndað. Þeir sem eru með já- Þróun vísitölu gengisskráningar á 5 mínútna bili 30. apríl til 9. maí 2001 30. apríl 2. maí 3. maí 4. maí 7. maí 8. maí 9. maí 130 132 134 136 138 140 142 144 146 31. des. 1991=100 Mynd 2 aðila að þessi mikla veiking hefði verið yfirskot, þ.e.a.s. að ekki hefði verið tilefni til svo mikillar veik- ingar á jafn skömmum tíma. Viku seinna hafði vísitala gengisskráningar náð svipuðu gildi og við opnun markaðarins þann 2. maí eins og sjá má á mynd 2. Á henni má einnig sjá að hraðasta veikingin átti sér stað umræddan dag þó svo að veiking hafi einnig átt sér stað fyrir og eftir 2. maí. Eftir þann dag dró úr velt- unni og krónan tók að styrkjast á ný þó að miklar sveiflur yrðu áfram sérstaklega innan dags. Ástæðurnar fyrir því að Seðlabankinn greip ekki inn í þessa þróun eru nokkrar. Fyrst má nefna að með nýrri gengisstefnu var bankinn ekki lengur skuld- bundinn til að verja gengið við ákveðin vikmörk. Bankinn áleit veikinguna frá upphafi vera yfirskot og taldi hana myndu ganga til baka. Það var einnig talin ákveðin hætta í því fólgin að grípa inn í markaðinn því að slíkt gæti gefið til kynna að enn væri til staðar óbein trygging fyrir því að ekki yrðu stórar gengissveiflur án afskipta Seðlabankans og því var þetta nokkurt próf á staðfestu bankans eftir að ramma peningamálastefn- unnar var breytt. Það hefur komið fram síðar að ein- stakir viðskiptavakar trúðu því statt og stöðugt að Seðlabankinn gripi inn í og höguðu sér í samræmi við þá trú sína. Það hafði einnig áhrif á afstöðu bankans að gjaldeyrisvarasjóður hans er nú að fjórum fimmtu hlut- um fjármagnaður með skammtímalánum vegna íhlut- unar bankans á gjaldeyrismarkaði undanfarið ár og því þótti ekki forsvaranlegt að eyða meiru af honum nema ef sennilegt væri að slíkt hefði einhver lengri tíma áhrif. Enda er allnokkur reynsla fyrir því að inngrip þegar gjaldmiðill er undir miklum þrýstingi hafa ein- ungis áhrif til skamms tíma og ná sjaldnast að snúa þróuninni við. Vísitala gengisskráningar og velta á gjaldeyrismarkaði 25. apríl - 9. maí 2001 25 .ap r.0 1 26 .ap r.0 1 27 .ap r.0 1 30 .ap r.0 1 2.m aí. 01 3.m aí. 01 4.m aí. 01 7.m aí. 01 8.m aí. 01 9.m aí. 01 0 5 10 15 20 25 30 35 40 Ma.kr. 128 130 132 134 136 138 140 142 144 Vísitala Velta (vinstri ás) Vísitala (hægri ás) Mynd 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.