Peningamál - 01.08.2001, Blaðsíða 86

Peningamál - 01.08.2001, Blaðsíða 86
PENINGAMÁL 2001/3 85 hæfismatið séu taldar stöðugar í nýrri skýrslu fyrir- tækisins um Ísland. Þessi niðurstaða endurspeglar verulega bætta skuldastöðu opinbera geirans og stað- festu stjórnvalda í hagstjórn sem lagt hefur grunn að öflugum hagvexti, stöðugleika og miklum lífskjara- bata á liðnum árum. Umfangsmiklar skipulagsbreyt- ingar á síðasta áratug hafa falið í sér styrkingu á fjár- málum hins opinbera, aukið frjálsræði á fjármála- og vörumarkaði, aukna fjölbreytni í framleiðslu og út- flutningi, bætta stjórn fiskveiða og frjálslyndari við- horf til erlendrar fjárfestingar. Moody's varar á hinn bóginn við því að miklum hagvexti hafi fylgt alvar- legt ójafnvægi í þjóðarbúskapnum sem gæti grafið undan efnahagslegum stöðugleika á komandi tíð. Lánasýsla ríkisins tilkynnti um niðurstöður útboðs á RIKB 07 0209. Um er að ræða ný óverðtryggð ríkis- bréf, kúlubréf, sem bera ekki vexti og falla í gjald- daga þann 9. febrúar 2007. Hinn 13. febrúar var tilkynnt að í framhaldi af kaupum Kaupþings hf. og samstarfsaðila á meiri- hluta hlutafjár í Frjálsa fjárfestingarbankanum hafi verið ákveðið að hætta starfsemi Markaðssviðs Frjálsa fjárfestingarbankans hf. Mars 2001 Hinn 16. mars fór fram útboð á ríkisvíxlum hjá Lána- sýslu ríkisins. Var þetta síðasta útboðið sem féll undir samning varðandi nýtt aðalmiðlarakerfi með ríkis- víxla og viðskiptavakt með þá á eftirmarkaði. Frá 23. mars til 27. mars þurfti Seðlabanki Íslands ítrekað að selja Bandaríkjadali fyrir krónur með það að markmiði að verja vikmörk íslensku krónunnar. Alls voru seldir dalir fyrir 6,8 ma.kr. Helsta ástæða óróans var óvissa um niðurstöður aðalfundar Seðla- bankans sem auglýstur hafði verið 27. mars. Hinn 27. mars undirrituðu Seðlabanki Íslands og forsætisráðherra yfirlýsingu um breytingar á fyrir- komulagi stjórnar peningamála á Íslandi sem tóku gildi 28. mars 2001. Í stað þess að miða peninga- stefnuna við að halda gengi krónunnar innan vik- marka mun Seðlabankinn hér eftir miða hana við að halda verðbólgu sem næst 2½% með ákveðnum þol- mörkum. Ríkisstjórnin veitir Seðlabankanum fullt svigrúm til að beita stjórntækjum sínum í því skyni að ná verðbólgumarkmiði sínu. Samhliða tilkynningu um breytta peningamálastefnu tilkynnti Seðlabankinn um 0,5 prósentustiga vaxta- lækkun í endurhverfum viðskiptum við lánastofnanir. Apríl 2001 Hinn 17. apríl tók ríkissjóður 250 millj.evra lán með milligöngu Dresdner Bank. Hinn 26. apríl var Frjálsi fjárfestingarbankinn hf. tekinn af skrá Verðbréfaþings Íslands. Kaupþing hf. og aðilar sem stóðu sameiginlega að kaupum á Frjálsa fjárfestingarbankanum hf. hafa eftir yfirtöku- tilboð eignast 98,64% af heildarhlutafé félagsins og uppfyllir það því ekki lengur skilyrði til skráningar á Verðbréfaþingi Íslands hf. Maí 2001 Hinn 4. maí birti Seðlabanki Íslands fyrstu verð- bólguspá sína eftir að bankinn tók upp verðbólgu- markmið. Seðlabankinn spáði því að verðbólga á seinni hluta þessa árs gæti orðið allt að 6% og yrði 5,7% yfir árið. Spáin byggðist á þeim forsendum að gengi krónunnar yrði óbreytt frá 26. apríl út spá- tímann og að ekki yrði röskun á kjarasamningum. Hinn 4. maí tilkynnti alþjóðalánshæfismatsfyrirtækið Fitch að það hefði gefið Landsbanka Íslands hf. láns- hæfiseinkunnina A fyrir langtímalán og F1 fyrir skammtímalán. Einkunnin F1 er besta einkunn sem fyrirtækið gefur. Að íslenska ríkinu undanskildu hefur enginn íslenskur lántakandi fengið betri láns- hæfiseinkunn. Hinn 21. maí ákvað Lánasýsla ríkisins fyrir hönd fjármálaráðherra að taka tilboðum Landsbanka Ís- lands hf., Búnaðarbanka Íslands hf., Sparisjóðabanka Íslands hf. og Kaupþings hf., sem buðu lægsta þókn- un í viðskiptavakt á fimm flokkum ríkisverðbréfa. Lánasýslan greiðir viðskiptavaka veltuþóknun sem er 0,1% af fjárhæð viðskipta hans með umræddan flokk og reiknast þóknun miðað við mánaðarlega veltu á Verðbréfaþingi Íslands. Heildarþóknun getur þó aldrei orðið meiri en 140 m.kr. á ári sem deilist á viðskiptavaka. Júní 2001 Hinn 8. júní tilkynnti Verðbréfaþing Íslands um breytingu á samsetningu úrvalsvísitölunnar fyrir tímabilið frá 1. júlí 2001 til 1. janúar 2002. Þrjú ný félög komu inn í vísitöluna. Þau eru Kaupþing hf., Olíufélagið hf. og SÍF hf. og koma í stað Granda hf., Þormóðs ramma-Sæbergs hf. og Opinna kerfa hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.