Peningamál - 01.08.2001, Blaðsíða 33

Peningamál - 01.08.2001, Blaðsíða 33
32 PENINGAMÁL 2001/3 um aðgerðir í peningamálum sem ganga gegn því markmiði (sjá grein Þórarins G. Péturssonar, 2000). Eins og áður hefur komið fram felst ekki í þessu að seðlabanki taki einn ákvörðun um hvert eigi að vera hið endanlega markmið peningastefnunnar. Í greinargerðinni með frumvarpinu sagði að sú ákvörðun væri betur komin í höndum lýðræðislega kjörinna fulltrúa þjóðarinnar að því tilskildu að markmiðin sem kjörin stjórnvöld setja seðlabankan- um séu þannig að þeim verði náð með stjórntækjum hans og að þau séu sett fyrir opnum tjöldum. Í 4. grein laganna er kveðið svo á að Seðlabank- inn skuli sinna viðfangsefnum sem samrýmast hlut- verki hans sem seðlabanka, svo sem að varðveita gjaldeyrisvarasjóð og að stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi, þar með talið greiðslukerfi í landinu og við útlönd. Í greinargerð með frumvarpinu kom fram að fremur en að telja upp hin ýmsu viðfangsefni bankans hefði nefndin valið þá leið að kveða almennt á um þau og að bankinn skyldi sinna þeim viðfangs- efnum sem samrýmast hlutverki hans. Ástæða hefði þó þótt til að tilgreina sérstaklega varðveislu gjald- eyrisvarasjóðs og að bankinn skyldi stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi, þar með talið greiðslukerfi í landinu og við útlönd. Þessi viðfangsefni hefðu verið valin sérstaklega vegna þess að þau eru einkar mikil- væg í starfi seðlabanka. Viðfangsefni flestra seðla- banka sé að varðveita gjaldeyrisvarasjóð þjóðarinnar en hlutverk hans er meðal annars að tryggja fjárhags- legt öryggi út á við. Virkt og öruggt fjármálakerfi væri nefnt sérstaklega og væri það í samræmi við aukna áherslu sem lögð væri á það í seðlabönkum flestra landa að stuðla að öryggi fjármálakerfisins, þ.e. að tryggja fjármálastöðugleika. Þetta er vaxandi viðfangsefni í Seðlabanka Íslands og rétt þótti að kveða sérstaklega á um það í lögunum. Útgáfa seðla og myntar Sá kafli laganna sem fjallar um útgáfu seðla og mynt- ar er óbreyttur frá fyrri lögum. Hann kveður á um einkarétt Seðlabanka Íslands til þess að gefa út peningaseðla og láta slá og gefa út mynt. Innlend viðskipti Í III. kafla laganna sem fjallar um innlend viðskipti Seðlabankans eru ýmis mikilvæg nýmæli. Í 7. grein er meðal annars kveðið á um heimild Seðlabankans til þess að vera svokallaður lánveitandi til þrautavara eða örþrifalánveitandi (e. lender of last resort). Ákvæði þessa efnis var ekki í fyrri lögum. Í athuga- semdum við greinina sagði að þegar sérstaklega standi á og Seðlabankinn telji þess þörf til að varð- veita traust á fjármálakerfi landsins geti hann veitt lánastofnunum í lausafjárvanda ábyrgðir eða önnur lán en þau sem falla undir regluleg viðskipti og gegn öðrum tryggingum en venja er eða öðrum skilyrðum sem bankinn setur. Þetta þýðir að þegar bankinn metur það svo að fyrirgreiðsla hans sé nauðsynleg til þess að ekki skapist ótti um öryggi fjármálakerfisins eða möguleiki á keðjuverkun vegna erfiðleika einnar stofnunar getur hann gripið inn í til þess að fleyta viðkomandi stofnun tímabundið yfir þá erfiðleika sem hún kann að hafa ratað í. Sérstaklega var tekið fram að þetta gildi um lausafjárvanda einstakra stofn- ana. Það þýðir að Seðlabankinn kemur ekki til að- stoðar með sérstakri fyrirgreiðslu til þess að efla eiginfjárstöðu stofnana sem lenda í vanda. Hann veitir með öðrum orðum ekki gjaldþrota lánastofnun- um eða stofnunum með eiginfjárstöðu undir lögleg- um mörkum fyrirgreiðslu til þess að forða þeim frá gjaldþroti eða gera þeim kleift að uppfylla skilyrði laga um lágmarks eigið fé. Í slíkum tilvikum verður að koma til nýtt eigið fé. Seðlabankinn má því aðeins veita sérstaka fyrir- greiðslu ef sýnt þykir að viðkomandi stofnun eigi við lausafjárvanda en ekki eiginfjárvanda að stríða. Sem fyrr segir getur fyrirgreiðsla Seðlabankans annars vegar falist í því að hann veiti ábyrgð á skuldbind- ingum þeirra lánastofnana sem í hlut eiga eða veiti þeim lán með sérstökum kjörum og þá hugsanlega gegn öðrum tryggingum en venja er að krefjast í reglu- legum viðskiptum við bankann. Það verður Seðla- bankans að meta tryggingarnar sem hér um ræðir og geta þær meðal annars verið önnur skuldabréf í eigu viðkomandi stofnunar en þau sem uppfylla skilyrði sem Seðlabankinn setur um reglubundin viðskipti eða fasteignir eða aðrar eignir viðkomandi lánastofnunar. Þá getur einnig komið til álita að bankinn krefjist breytinga á starfsemi viðkomandi stofnunar, til dæmis breytinga á yfirstjórn, sem skilyrði fyrir fyrirgreiðslu. Erfitt getur reynst að greina á milli lausafjárvanda og víðtækari vanda stofnunar þegar upp koma vandamál af því tagi sem ákvæði greinarinnar beinast að. Af sjálfu sér leiðir að Seðlabankinn mun eiga náið sam- starf og samráð við Fjármálaeftirlitið við lausn þess vanda sem upp kann að hafa komið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.