Peningamál - 01.08.2001, Blaðsíða 44

Peningamál - 01.08.2001, Blaðsíða 44
n. Staðfesta starfsreglur sem bankastjórn setur um varðveislu gjaldeyrisforðans, sbr. 20. gr. VI. KAFLI Öflun upplýsinga, rannsóknir og skýrslugerð. 29. gr. Til þess að sinna hlutverki sínu skv. 3. og 4. gr. getur Seðlabanki Íslands milliliðalaust aflað upplýsinga frá þeim sem eru í viðskiptum við bankann skv. 6. gr., sbr. 7. gr., auk fyrirtækja í greiðslumiðlun og annarra fyrirtækja eða aðila sem lúta opinberu eftirliti með starfsemi sinni, sbr. lög um opinbert eftirlit með fjár- málastarfsemi. Skylt skal öllum að láta Seðlabankanum í té þær upplýsingar sem hann þarf á að halda til hagskýrslu- gerðar að viðlögðum viðurlögum skv. 37. gr. 30. gr. Seðlabanki Íslands gerir skýrslur og áætlanir um peningamál, greiðslujöfnuð, gengis- og gjaldeyris- mál og annað sem hlutverk og stefnu bankans varðar. Seðlabankinn skal eigi sjaldnar en ársfjórðungslega gera opinberlega grein fyrir stefnu sinni í peninga- málum og fyrir þróun peningamála, gengis- og gjald- eyrismála og aðgerðum sínum á þeim sviðum. Þá skal Seðlabankinn gefa út ársskýrslu þar sem hann gerir ítarlega grein fyrir starfsemi sinni. 31. gr. Seðlabanki Íslands stundar hagrannsóknir sem lúta að viðfangsefnum bankans á sviði peningamála og fjármálakerfis. Jafnframt er bankanum heimilt að stuðla að rannsóknum annarra á þessum sviðum. VII. KAFLI Reikningsskil og ráðstöfun hagnaðar. 32. gr. Reikningsár Seðlabanka Íslands er almanaksárið. Fyrir hvert reikningsár skal gera árs reikning og skal gerð hans lokið innan þriggja mánaða frá lokum reikningsárs. Um gerð ársreiknings fer eftir lögum, reglum og góðri reikningsskilavenju. Forsætisráðherra setur nánari reglur um reikn- ingsskil og ársreikning að fengnum tillögum Seðla- bankans, sbr. 28. gr. 33. gr. Innri endurskoðun í Seðlabanka Íslands er í höndum aðalendurskoðanda, sbr. 28. gr. Auk þess skal Ríkis- endurskoðun annast endurskoðun hjá Seðlabank- anum. Að lokinni endurskoðun á ársreikningi bankans skal hann undirritaður af bankastjórn og staðfestur af bankaráði, sbr. 28. gr. Hafi bankaráðsmaður fram að færa athugasemdir við ársreikning skal hann undirrit- aður með fyrirvara og koma skal fram hvers eðlis fyrirvarinn er. Endurskoðaður reikningur skal lagður fyrir for- sætisráðherra til áritunar eigi síðar en þremur mánuð- um eftir lok reikningsárs. Ársreikning Seðlabankans skal birta í ársskýrslu bankans, sbr. 30. gr. Enn fremur skal bankinn birta mánaðarlegt efnahagsyfirlit. 34. gr. Árlega skal fjárhæð sem svarar til tveggja þriðju hluta hagnaðar Seðlabanka Íslands á liðnu reiknings- ári greidd í ríkissjóð. Greiðsla fer fram eigi síðar en 1. júní ár hvert. Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skal Seðlabankinn aðeins greiða þriðjung hagnaðar síns í ríkissjóð ef eigið fé bankans í lok reikningsárs svarar ekki að lágmarki til 2,25% af fjárhæð útlána og innlendrar verðbréfaeignar lánakerfisins í lok reikningsársins á undan. VIII. KAFLI Ýmis ákvæði. 35. gr. Bankaráðsmenn, bankastjórar og aðrir starfsmenn Seðlabanka Íslands eru bundnir þagnar skyldu um allt það sem varðar hagi viðskiptamanna bankans og málefni bankans sjálfs, svo og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls, nema dómari úr- skurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða til lögreglu eða skylt sé að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi. Bankaráðsmönnum, bankastjórum og öðrum starfsmönnum Seðlabankans er óheimilt að nýta sér trúnaðarupplýsingar, sem þeir komast yfir vegna starfs síns í bankanum, í þeim tilgangi að hagnast eða forðast fjárhagslegt tjón í viðskiptum. PENINGAMÁL 2001/3 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.