Peningamál - 01.08.2001, Blaðsíða 17

Peningamál - 01.08.2001, Blaðsíða 17
rannsóknarnefndar var 4½% launaskrið á fyrsta árs- fjórðungi. Hefur bilið milli mælinga Hagstofunnar annars vegar og Kjararannsóknarnefndar hins vegar aukist verulega að undanförnu. Samkvæmt pöruðu úrtaki Kjararannsóknarnefndar höfðu raunlaun á almennum vinnumarkaði hækkað um 9,3%.5 Eins og kemur fram í greinargerð Seðlabankans til ríkisstjórnarinnar, sem birt er annars staðar í ritinu, hafa laun hækkað töluvert meira en sem nemur aukn- ingu framleiðni á síðustu árum, sem aftur má rekja til mikillar aukningar innlendrar eftirspurnar. Þessar launahækkanir koma fram í aukinni hlutdeild launa í þjóðartekjum eins og sjá má á mynd 13 en þar kemur fram að hlutdeild launa hefur vaxið úr 60% 1994 í 66% á síðasta ári. Afkoma ríkissjóðs mun lakari en á fyrri helmingi ársins 2000 Fyrstu 6 mánuði ársins voru útgjöld ríkissjóðs 1,7 ma.kr. umfram innheimtar tekjur. Á sama tíma í fyrra voru tekjurnar 10,6 ma.kr. hærri en gjöldin. Þessi snörpu umskipti má að nokkru leyti rekja til sérstakra útgjalda vegna innlausnar spariskírteina, hæstaréttar- dóms vegna örorkubóta og kaupa á sauðfjárkvóta, en að mestu leyti til mikillar hækkunar almennra út- gjalda og nokkurs slaka í tekjum. Útstreymi á eignahreyfingum nam 2 ma.kr. til júníloka, en á sama tíma í fyrra var 3 ma.kr. inn- streymi, einkum vegna 5 ma.kr. síðbúinnar inn- heimtu tekna af einkavæðingu árið 1999. Að henni frátalinni voru eignahreyfingar á fyrri helmingi ár- anna 2000 og 2001 svipaðar. Hrein lánsfjárþörf fyrstu 6 mánuði ársins nam 3,7 ma.kr., en á sama tíma í fyrra var 13,7 ma.kr. afgangur. Á fyrri helmingi ársins var greitt mun meira aukalega til lífeyrissjóða ríkisins en á sama tíma í fyrra, eða 7,5 ma.kr. nú á móti 3 ma.kr. í fyrra. Hrein lánsfjárþörf eftir þessa greiðslu var 11,2 ma.kr. það sem af er árinu, en á sama tíma í fyrra var 10,7 ma.kr. afgangur. Nettófjármögnun með innlendum lang- tímalánum var neikvæð um 2,7 ma.kr. og enn nei- kvæðari ef uppsafnaðir vextir reiknast sem afborgun. Alls hafa 6 ma.kr. verið fjármagnaðir með ríkisvíxl- um, 6,1 ma.kr. með erlendum lánum og 1,8 ma.kr. með lækkun bankainnstæðna. Á sama tíma í fyrra var nettófjármögnun með innlendum langtímalánum nei- kvæð um 9,8 ma.kr., sáralítil í ríkisvíxlum og nei- kvæð um 1,4 ma.kr. í erlendum lánum. Ríkissjóður hefur því tekið verulegan þátt í fjármögnun við- skiptahallans á þessu ári, ólíkt því sem var á sama tíma í fyrra. Dregið hefur úr vexti tekna og tekjur af óbeinum sköttum dregist saman Fyrstu sex mánuði ársins 2001 voru skatttekjur 6,4% hærri en á sama tíma árið 2000. Tekjur af beinum sköttum voru 20% meiri til júníloka í ár en á sama tíma í fyrra. Tekjuskattur einstaklinga skilaði 14% meiri tekjum en í fyrra. Tekjur af óbeinum sköttum voru hins vegar 0,6% lægri en á sama tíma árið 2000. 16 PENINGAMÁL 2001/3 Heimild: Ríkisbókhald, Seðlabanki Íslands. Mynd 14 J J A S O N D J F M A M J J A S O N D J F M A M J 1999 2000 2001 0 5 10 15 20 25 -5 -10 % Raunhækkun ríkistekna 1999-2001 Síðustu 6 mánuðir umfram sama tíma ári fyrr Tekjur án eignasölu Óbeinir skattar Beinir skattar Mynd 13 1980 1982 1984 1986 1988 1990 1992 1994 1996 1998 2000 56 58 60 62 64 66 68 % Hlutfall launa af vergum þáttatekjum 1980-2000 Heimild: Þjóðhagsstofnun. 5. Þess ber að geta að notkun paraðs úrtaks (aðeins einstaklingar sem eru í báðum úrtökum eru bornir saman) felur í sér nokkurt ofmat vegna starfsaldurshækkunar. Það skýrir þó tæpast allan þann mun sem er á mælingunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.