Peningamál - 01.08.2001, Blaðsíða 4
PENINGAMÁL 2001/3 3
Verðbólgan á öðrum fjórðungi þessa árs var mun
meiri en gert var ráð fyrir í síðustu verðbólguspá
Verðbólgan jókst hratt á öðrum ársfjórðungi. Milli
fyrsta og annars fjórðungs ársins hækkaði vísitala
neysluverðs um 3,5%, en þar vógu þyngst hækkanir
í maí og júní. Seðlabankinn spáði í maí að vísitala
neysluverðs yrði 5,1% hærri á öðrum ársfjórðungi en
fyrir ári. Í reynd hækkaði vísitalan um 6%. Spá-
skekkjan dreifðist nokkuð jafnt yfir tímabilið, en
mest munaði um 1,5% hækkun vísitölunnar í júní.
Spáskekkjuna má að verulegu leyti rekja til þess að
gengi krónunnar var í lok annars ársfjórðungs 5,6%
lægra en miðað var við í verðbólguspá bankans. Auk
lægra gengis krónunnar má rekja aukna verðbólgu
undanfarin misseri til mikilla launahækkana, sem
aftur eiga rætur að rekja til mikillar eftirspurnar í
hagkerfinu. Í greinargerð til ríkisstjórnarinnar, sem
birt er í heild í þessu hefti, er gerð nánari grein fyrir
ástæðum þess að verðbólga jókst og fór í júní yfir
þolmörk verðbólgumarkmiðs bankans.
Verðbólga hefur einnig aukist annars staðar á
EES-svæðinu að undanförnu, en mun meira hér á
landi. Á Íslandi jókst verðbólga, miðað við tólf
mánaða hækkun samræmdrar vísitölu neysluverðs á
EES-svæðinu, úr 4,1% í mars í 7,2% í júní. Á sama
Þróun og horfur í efnahags- og peningamálum1
Verðbólga hjaðnar á næsta ári verði launahækkanir
í samræmi við núgildandi kjarasamninga
Verðbólga fór yfir þolmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans í júní. Bankinn spáir því nú að verðbólga
verði rúm 8% frá upphafi til loka þessa árs. Komi ekki til frekari gengislækkunar eða launahækkana
umfram núgildandi kjarasamninga mun verðbólga hins vegar hjaðna á næsta ári og gæti verið komin
inn fyrir þolmörk verðbólgumarkmiðs bankans undir mitt ár, en þá munu efri þolmörkin hafa lækkað í
4½%. Miðað við þessar forsendur næst 2½% verðbólgumarkmið bankans um mitt ár 2003. Eins og
endranær er mikil óvissa um þessar horfur og háar verðbólguvæntingar benda til þess að viss hætta sé
á að skrúfa verðlags-, launa- og gjaldeyrishækkana nái að festast í sessi. Bankinn hefur því ekki talið
rétt að lækka vexti frekar að sinni, enda hærri verðbólguvæntingar frekar rök fyrir hækkun vaxta en hitt.
Á sömu sveif leggst að krafturinn í efnahagslífinu hefur reynst mun meiri á allra síðustu mánuðum en
væntingar stóðu til. Alls er því óvíst að framleiðsluspenna hafi hjaðnað svo nokkru hafi numið á fyrri
hluta ársins.
1. Í þessari grein eru notaðar upplýsingar sem tiltækar voru þann 23. júlí
2001.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4
1999 2000 2001
1.0
2.0
3.0
4.0
5.0
6.0
7.0
%
Neysluverðsvísitala og verðbólguspár SÍ 1999-2001
Mynd 1
%-breytingar frá sama ársfjórðungi árið áður
Júlí '99
Okt.'99
Jan.'00
Apríl '99
Neysluverðs-
vísitala
Feb.'01
Ágúst '00 Maí '01
Nóv.'00
Maí '00