Peningamál - 01.08.2001, Síða 4

Peningamál - 01.08.2001, Síða 4
PENINGAMÁL 2001/3 3 Verðbólgan á öðrum fjórðungi þessa árs var mun meiri en gert var ráð fyrir í síðustu verðbólguspá Verðbólgan jókst hratt á öðrum ársfjórðungi. Milli fyrsta og annars fjórðungs ársins hækkaði vísitala neysluverðs um 3,5%, en þar vógu þyngst hækkanir í maí og júní. Seðlabankinn spáði í maí að vísitala neysluverðs yrði 5,1% hærri á öðrum ársfjórðungi en fyrir ári. Í reynd hækkaði vísitalan um 6%. Spá- skekkjan dreifðist nokkuð jafnt yfir tímabilið, en mest munaði um 1,5% hækkun vísitölunnar í júní. Spáskekkjuna má að verulegu leyti rekja til þess að gengi krónunnar var í lok annars ársfjórðungs 5,6% lægra en miðað var við í verðbólguspá bankans. Auk lægra gengis krónunnar má rekja aukna verðbólgu undanfarin misseri til mikilla launahækkana, sem aftur eiga rætur að rekja til mikillar eftirspurnar í hagkerfinu. Í greinargerð til ríkisstjórnarinnar, sem birt er í heild í þessu hefti, er gerð nánari grein fyrir ástæðum þess að verðbólga jókst og fór í júní yfir þolmörk verðbólgumarkmiðs bankans. Verðbólga hefur einnig aukist annars staðar á EES-svæðinu að undanförnu, en mun meira hér á landi. Á Íslandi jókst verðbólga, miðað við tólf mánaða hækkun samræmdrar vísitölu neysluverðs á EES-svæðinu, úr 4,1% í mars í 7,2% í júní. Á sama Þróun og horfur í efnahags- og peningamálum1 Verðbólga hjaðnar á næsta ári verði launahækkanir í samræmi við núgildandi kjarasamninga Verðbólga fór yfir þolmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans í júní. Bankinn spáir því nú að verðbólga verði rúm 8% frá upphafi til loka þessa árs. Komi ekki til frekari gengislækkunar eða launahækkana umfram núgildandi kjarasamninga mun verðbólga hins vegar hjaðna á næsta ári og gæti verið komin inn fyrir þolmörk verðbólgumarkmiðs bankans undir mitt ár, en þá munu efri þolmörkin hafa lækkað í 4½%. Miðað við þessar forsendur næst 2½% verðbólgumarkmið bankans um mitt ár 2003. Eins og endranær er mikil óvissa um þessar horfur og háar verðbólguvæntingar benda til þess að viss hætta sé á að skrúfa verðlags-, launa- og gjaldeyrishækkana nái að festast í sessi. Bankinn hefur því ekki talið rétt að lækka vexti frekar að sinni, enda hærri verðbólguvæntingar frekar rök fyrir hækkun vaxta en hitt. Á sömu sveif leggst að krafturinn í efnahagslífinu hefur reynst mun meiri á allra síðustu mánuðum en væntingar stóðu til. Alls er því óvíst að framleiðsluspenna hafi hjaðnað svo nokkru hafi numið á fyrri hluta ársins. 1. Í þessari grein eru notaðar upplýsingar sem tiltækar voru þann 23. júlí 2001. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1999 2000 2001 1.0 2.0 3.0 4.0 5.0 6.0 7.0 % Neysluverðsvísitala og verðbólguspár SÍ 1999-2001 Mynd 1 %-breytingar frá sama ársfjórðungi árið áður Júlí '99 Okt.'99 Jan.'00 Apríl '99 Neysluverðs- vísitala Feb.'01 Ágúst '00 Maí '01 Nóv.'00 Maí '00
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.