Peningamál - 01.08.2001, Qupperneq 36

Peningamál - 01.08.2001, Qupperneq 36
Í 28. grein laganna er nánar lýst hlutverki banka- ráðsins. Þar segir að bankaráð hafi eftirlit með því að Seðlabanki Íslands starfi í samræmi við lög sem um starfsemina gilda. Bankastjórn skuli jafnframt upp- lýsa bankaráð um helstu þætti í stefnu bankans og um reglur sem hann setur. Sem fyrr segir fer þó banka- stjórnin með ákvörðunarvald í peningamálum. Að öðru leyti skal bankaráð sinna verkefnum sem talin eru upp í 28. grein laganna (sjá viðauka). Meðal nýjunga sem vert er að nefna er að framvegis ber bankaráði að staðfesta höfuðdrætti í stjórnskipulagi bankans, að staðfesta reglur sem þegar hefur verið getið og bankastjórn setur um undirbúning, rök- stuðning og kynningu ákvarðana í peningamálum og að staðfesta árlega rekstraráætlun fyrir Seðla- bankann. Öflun upplýsinga, rannsóknir og skýrslugerð Í VI. kafla, um öflun upplýsinga, rannsóknir og skýrslugerð er kveðið á um heimildir Seðlabanka Íslands til öflunar upplýsinga frá þeim sem eru í við- skiptum bankans og öðrum sem hann þarf á að halda til hagskýrslugerðar. Í þessum kafla er jafnframt kveðið svo á að Seðlabankinn skuli gera skýrslur og áætlanir um peningamál, greiðslujöfnuð, gengis- og gjaldeyrismál og annað sem hlutverk og stefnu bankans varðar. Í athugasemdum sagði að ekki sé aðeins ætlast til að bankinn sinni þessu hlutverki heldur einnig að hann geri opinberlega grein fyrir stefnu sinni í peningamálum og fyrir þróun peninga- mála, gengis- og gjaldeyrismála og aðgerðum sínum á þeim sviðum. Þessi kvöð þykir sjálfsögð í seðla- bankalöggjöf nú til dags. Vísað var til þess að víða um lönd hafi verið lögð mjög rík áhersla á að auka gagnsæi í opinberri stjórnsýslu, ekki síst í mótun og framkvæmd peningastefnu. Ákveðnar leiðbeiningar- reglur í þessum efnum hafi verið samþykktar á vett- vangi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins haustið 1998 og sé fylgst með að seðlabankar aðildarlanda sjóðsins til- einki sér þær í hvívetna. Þá er í þessum kafla ákvæði um skyldu bankans til að stunda hagrannsóknir á sviði peningamála og fjármálakerfis. Slíkar rann- sóknir eru mikilvægar meðal annars til að hafa sem best mat á því hvernig stjórntækjum bankans skuli beitt til að ná markmiði hans um stöðugt verðlag, en það krefst spár um þróun efnahagsmála og þekkingar á því hvernig áhrif aðgerða bankans koma fram í hagkerfinu í tímans rás. Í athugasemdunum sagði ennfremur að sett sé kvöð á Seðlabankann að standa reikningsskil gerða sinna. Það væri liður í auknum gagnsæiskröfum að seðlabankar geri sem rækilegasta grein fyrir stefnu sinni í peningamálum, forsendum ákvarðana, mati á stöðu og horfum í efnahags- og peningamálum sem lagt er til grundvallar stefnumótun hans og síðast en ekki síst ýmsum þáttum í starfi bankans öðrum en þeim sem snerta endilega peningastefnuna beint. Þessu viðfangsefni sinnir Seðlabanki Íslands nú með útgáfu ársfjórðungsritsins Peningamála þar sem hann gerir grein fyrir stefnu sinni, aðgerðum og mati á stöðu og horfum í efnahags- og peningamálum. Í ársskýrslu sinni gerir bankinn svo grein fyrir ýmsum þáttum í starfsemi sinni. Enda þótt þessi háttur hafi þegar verið viðhafður þótti sjálfsagt að lögfesta kröfu um upplýsingaskyldu bankans með þeim hætti sem gert var. Reikningsskil og ráðstöfun hagnaðar Í kaflanum um reikningsskil og ráðstöfun hagnaðar felast ýmis mikilvæg nýmæli. Í fyrri lögum var kveðið á um greiðslu hluta hagnaðar Seðlabanka Íslands til ríkissjóðs sem skyldi á hverju ári svara til helmings meðalhagnaðar liðinna þriggja ára eftir ákveðnum reiknireglum. Með hliðsjón af því að talið var nauðsynlegt að styrkja eiginfjárstöðu Seðla- bankans er kveðið á um það í nýju lögunum að árlega skuli fjárhæð sem svarar til tveggja þriðju hluta hagnaðar Seðlabankans á liðnu reikningsári greidd í ríkissjóð. Þó skuli bankinn aðeins greiða þriðjung hagnaðar síns í ríkissjóð ef eigið fé bankans í lok reikningsárs svarar ekki að lágmarki til 2,25% af fjárhæð útlána og innlendrar verðbréfaeignar lána- kerfisins í lok reikningsársins á undan. Miðað við uppgjör reikninga lánakerfisins í lok ársins 2000 hefði eigið fé bankans átt að vera 36,4 milljarðar króna en það var 21,6 milljarðar króna. Ástæða þess að greinin var útfærð á þennan hátt var sú að nauðsynlegt þótti að tryggja að Seðlabankinn byggi jafnan yfir ákveðnu lágmarks eigin fé til þess að hafa styrk til þess að gegna hlut- verki sínu. Það þurfi meðal annars að vera nægilega mikið til þess að ávöxtun þess geti staðið undir rekstrarkostnaði bankans. Auk rekstrarfjár þarf bank- inn á fé að halda til þess að framfylgja markmiðum sínum í verðlagsmálum og að því er varðar fjármála- stöðugleika. Rök hníga til þess að sterk tengsl séu á PENINGAMÁL 2001/3 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.