Peningamál - 01.08.2001, Blaðsíða 51

Peningamál - 01.08.2001, Blaðsíða 51
50 PENINGAMÁL 2001/3 bankinn er enn þeirrar skoðunar að fátt bendi til þess að raungengi krónunnar hafi vikið umtalsvert frá þeirri stöðu sem það hneigist að til langs tíma litið. Jafnvel þótt raungengið hafi hækkað umtalsvert á undanförnum árum vék það mun minna frá sögulegri meðalstöðu en oft áður á ofþensluskeiðum, jafnvel þegar það náði hámarki á fyrri hluta sl. árs. Í byrjun júní í ár mældist raungengi á verðlagskvarða hins vegar hið lægsta frá því í júní árið 1983. Í ljósi sögulegrar reynslu verður að telja ólíklegt að svo lágt raungengi geti staðist til lengdar og að það muni hækka á ný, annað hvort fyrir tilstilli gengishækkun- ar, eða aukinnar verðbólgu, nema hvort tveggja komi til. Þótt rík ástæða sé til að ætla að núverandi raun- gengi sé orðið lægra en það hefur tilhneigingu til að vera að meðaltali til langs tíma er ekki sjálfgefið að gengishækkun sé á næsta leiti af sjálfsdáðum. Svo mikið ójafnvægi var orðið í þjóðarbúskapnum á sl. ári að lánsfjárinnstreymi sem nam fimmtungi lands- framleiðslunnar og endurtekin inngrip Seðlabankans megnuðu ekki að hamla gegn lækkun á gengi krón- unnar. Eins mikil þörf fyrir erlent lánsfé og var á sl. ári, bæði til fjármagna viðskiptahallann og halla á jöfnuði beinnar fjárfestingar og verðbréfafjárfesting- ar, býður heim hættu á gengisóstöðugleika. Verði fjármögnun viðskiptahallans tregari en áður getur það grafið undan gengi gjaldmiðils áður en innlend eftirspurn dregst nægilega mikið saman til að létta þrýstingi af genginu. Þrýstingur á gengi gjaldmiðla er því oft hvað mestur þegar byrjar að draga úr halla á utanríkisviðskiptum, eins og ótvírætt virðist vera að gerast hér á landi um þessar mundir. Þegar mjög mikið ójafnvægi hefur verið í þjóðarbúskapnum getur gengið því lækkað töluvert niður fyrir það sem samrýmist aðstæðum þegar hann er í þokkalegu jafn- vægi. Eflaust hefur sjómannaverkfallið stuðlað að lægra gengi um tíma. Að því marki sem það hafði bein áhrif á gjaldeyristekjur kann þeirra að gæta að einhverju leyti enn. Að öðru leyti ættu áhrifin nú að vera um garð gengin, því ekki verður séð að verk- fallið breyti efnahagshorfum til næstu ára svo um- talsvert sé. Áhrif dekkri horfa í sjávarútvegi í kjölfar nýlegrar skýrslu Hafrannsóknastofnunar munu hins vegar líklega vara lengur. Frá því að gengi krónunnar fór á flot hefur það nokkrum sinnum lækkað mjög hratt á skömmum tíma en lækkunin síðan gengið tímabundið til baka. Í sumum tilvikum virðist sem um yfirskot hafi verið að ræða sem hafi helgast fremur af óljósum væntingum markaðsaðila og mjög tímabundnum aðstæðum á markaði en undirliggjandi hagþróun. Hætta á ákveð- inni sjálfmögnun er mikil þegar gengi gjaldmiðils ákvarðast í mjög litlum viðskiptum fárra aðila. Seðlabankinn og viðskiptavakar á millibankamark- aði kanna nú hvort bæta megi fyrirkomulag gjaldeyr- ismarkaðarins og með því draga úr hættu á slíkum viðburðum. Þótt í mörgum tilfellum sé erfitt að fullyrða hvað raunverulega hafi búið að baki einstökum hrinum gengislækkana sl. ár er ljóst að efnahagslegar að- stæður voru með þeim hætti að ekki þurfti að koma á óvart að gengi krónunnar lækkaði. Telja verður að þjóðhagslegt ójafnvægi hafi verið helsti áhrifavaldur gengisþróunarinnar sl. tólf mánuði, hvað sem ein- stökum atvikum og skemmri hrinum líður. Þjóðhags- legt ójafnvægi síðustu ára hlaut að leiða til aðlögunar eftir annarri eða báðum tveggja leiða: Annars vegar var hugsanlegt að nægilega dragi úr vexti innlendrar eftirspurnar til þess að nægur afgangur verði á vöru- og þjónustujöfnuði til að standa undir a.m.k. hluta af vaxtagreiðslum af erlendum lánum umfram tekjur af erlendum eignum landsmanna. Hins vegar gat aðlög- unin átt sér stað fyrir tilstilli lægra gengis. Frá sjónar- miði Seðlabankans er seinni leiðin óæskilegri, þar sem hún leiðir til meiri verðbólgu en hin fyrri. Getu bankans til að hafa áhrif á gengisþróunina eru hins vegar takmörk sett og snemma á þessu ári varð ljóst að kostnaður þess að reyna að halda gengi krónunnar stöðugu gæti orðið óbærilega hár. Það úti- lokar þó ekki afskipti bankans af gjaldeyrismarkaðn- um telji hann þau líkleg til þess að skila tilætluðum árangri og vera nauðsynleg frá sjónarhóli verðlags- stöðugleika eða stöðugleika fjármálakerfisins. Seðlabankinn hefur ítrekað varað við því að það mikla ójafnvægi í þjóðarbúskapnum sem birtist í miklum viðskiptahalla gæti að lokum grafið undan gengi krónunnar með óheppilegum afleiðingum fyrir bæði verðstöðugleika og fjármálalegan stöðugleika. Í Peningamálum 2000/1, sem komu út í febrúar á síð- asta ári, sagði að „(m)ikill viðskiptahalli og tiltölu- lega viðkvæm erlend skammtímastaða þjóðarbúsins eru…veikleikamerki…Hættan er að mikill viðskipta- halli grafi til lengdar undan trausti á efnahagsstefn- una og gengi krónunnar“. Í Peningamálum 2000/4,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.