Peningamál - 01.08.2001, Síða 19

Peningamál - 01.08.2001, Síða 19
Í júlí hefur hins vegar heldur dregið úr verðbólgu- væntingum og gengi krónunnar hefur styrkst. Þann 20. júlí var verðbólguálag ríkisskuldabréfa rúmlega 5% og raunstýrivextir Seðlabankans höfðu á ný hækkað í um 5½%. Gengi krónunnar hafði þá styrkst um 3,1% frá miðjum júní. Á móti minna aðhaldsstigi peningastefnunnar vegna lægri raunvaxta og gengis vegur að önnur fjár- málaleg skilyrði sem hafa áhrif á eftirspurn hafa annaðhvort verið tiltölulega óbreytt frá því að gengið var frá síðasta mati á þróun og horfum í efnahags- og peningamálum fyrir þetta rit undir lok apríl eða hafa þróast í aðhaldsátt. Þannig hafa lausafjárþrengingar valdið því að vextir á millibankamarkaði fyrir krónur hafa lækkað minna en vaxtalækkun Seðlabankans þann 27. mars sl. gaf tilefni til. Verðtryggðir lang- tímavextir eru nú annaðhvort svipaðir eða hærri en þeir voru undir lok apríl, nema á allra stystu bréfum. Til viðbótar þessu er mat lántakenda á lánskjörum er- lendra lána nú líklega hærra en fyrir nokkrum mán- 18 PENINGAMÁL 2001/3 Seðlabankinn metur ástand og horfur í efnahagsmálum með margvíslegum hætti. Í því efni byggir hann ekki aðeins á eigin vinnu heldur einnig á vinnu annarra opinberra efnahagsstofnana eins og Þjóðhagsstofnun- ar. Auk þess kynnir hann sér greiningu fjármálastofn- ana, samtaka atvinnulífs og verkalýðshreyfingar. Þá fylgist bankinn grannt með erlendum efnahagsmálum sem hafa áhrif á innlenda hagþróun. Í meginatriðum má skipta þessari yfirvöku í eftir- farandi flokka: · Mat á hagvísum · Spár · Markaðsvaka · Úrtakskannanir · Samtöl við fjármálastofnanir, samtök atvinnulífs, verkalýðshreyfingu og fyrirtæki Mat á hagvísum: Í hvert skipti sem nýjar hagtölur eru birtar eru þær teknar til skoðunar. Í hverjum mánuði skoðar og greinir hagfræðisvið bankans síðan að lág- marki 82 innlendar hagstærðir sem yfirleitt eru á mán- aðarlegri tíðni eða hærri. Margvísleg greining er gerð á þessum hagvísum til að kreista út þær upplýsingar sem í þeim felast. Þannig er t.d. tímaróf vaxta greint til að fá upplýsingar um væntingar um vaxtaþróun og verð- bólgu. Spár: Seðlabankinn gerir fjórum sinnum á ári verð- bólguspár til a.m.k. tveggja ára. Í tengslum við þær er lagt ítarlegt mat á þá þætti efnahagsmála sem mestu skipta fyrir verðlagsþróunina. Seðlabankinn byggir alla jafna á þjóðhagsspám Þjóðhagsstofnunar en legg- ur jafnframt á þær sjálfstætt mat. Þá skoðar bankinn spár fjármálastofnana. Markaðsvaka: Markaðsstofa bankans á peningamála- sviði fylgist náið með þróun á innlendum fjármála- mörkuðum og er í nánum tengslum við aðrar fjármála- stofnanir. Úrtakskannanir: Seðlabankinn hefur reglulega látið gera úrtakskannanir á verðbólguvæntingum almenn- ings. Bankinn hefur til skoðunar að gera mun víðtækari kannanir á væntingum fyrirtækja og almennings. Þá kynnir bankinn sér þær kannanir sem aðrir aðilar gera á þessu sviði. Samtöl: Fulltrúar bankans eiga samtöl við margvíslega aðila í þjóðfélaginu til að fá frá þeim upplýsingar og mat. Þannig ræða bankastjórar Seðlabankans reglulega við yfirstjórnendur annarra fjármálastofnana. Hag- fræðisvið bankans á einnig samtöl við starfsmenn greiningardeilda fjármálastofnana, samtaka atvinnu- lífs, verkalýðshreyfingar, aðila á fasteignamarkaði og einstök fyrirtæki. Markaðsstofa bankans á mjög oft samtöl við gagnaðila í fjármálastofnunum en einnig fyrirtæki sem eru mikilvæg á gjaldeyrismarkaði. Þá er fjármálasvið bankans í tengslum við fjármálastofnanir vegna mats á fjármálastöðugleika. Eftir að bankinn tók upp verðbólgumarkmið hefur mikilvægi ofangreinds yfirvökukerfis aukist. Bankinn mun því á næstunni vinna að því að gera það jafnvel enn betur úr garði. Áhersla verður lögð á að bæta spár og mat á væntingum, m.a. með úrtakskönnunum. Rammi 2 Kerfi Seðlabankans til að meta ástand og horfur í efnahagsmálum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.