Peningamál - 01.08.2001, Blaðsíða 45

Peningamál - 01.08.2001, Blaðsíða 45
44 PENINGAMÁL 2001/3 Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er Seðlabankanum heimilt að eiga gagnkvæm upplýsingaskipti við opin- bera aðila erlendis um atriði sem lög þessi taka til að því tilskildu að sá sem óskar upplýsinga sé háður samsvarandi þagnarskyldu. Seðlabanki Íslands skal veita Fjármálaeftirlitinu allar upplýsingar sem bankinn býr yfir og nýtast kunna í starfsemi Fjármálaeftirlitsins. Upplýsingar sem veittar eru samkvæmt þessari grein eru háðar þagnarskyldu samkvæmt lögum þessum og lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Seðla- bankinn og Fjármálaeftirlitið skulu gera með sér samstarfssamning þar sem m.a. er kveðið nánar á um samskipti stofnananna. 36. gr. Seðlabanki Íslands er undanþeginn tekju- og eignar- skatti samkvæmt lögum um tekju- og eignarskatt eins og þau eru á hverjum tíma. Hvers konar skuldbindingar, sem gefnar eru út af bankanum og í nafni hans, svo og skuldbindingar sem veita bankanum handveðsrétt, arðmiðar af skuldabréfum bankans og framsöl þeirra skulu undanþegin stimpilgjaldi. 37. gr. Fyrir brot á lögum þessum skal refsa með sektum eða fangelsi liggi ekki þyngri refsing við broti samkvæmt öðrum lögum. Tilraun og hlutdeild í brotum á lögum þessum er refsiverð eftir því sem segir í almennum hegningarlögum. Seðlabanka Íslands er heimilt að beita lánastof- nanir og verðbréfasjóði viðurlögum í formi dagsekta sem ákveðnar eru samkvæmt reglum sem settar eru af bankastjórn með samþykki bankaráðs, sbr. 28. gr., hlíti þær ekki reglum bankans um bindiskyldu, laust fé og gjaldeyris jöfnuð. Dagsektir sem ákveðnar eru samkvæmt þessari grein má innheimta með aðför að lögum. Reglur um viðurlög skulu kynntar Fjármála- eftirlitinu og þeim stofnunum sem þær taka til. Ákvörðun um að beita dagsektum má kæra til ráð- herra. Innheimt viðurlög samkvæmt þessari grein skulu renna að ¾ hlutum til ríkissjóðs og skulu þau greidd 1. júní ár hvert fyrir næstliðið ár. Seðlabankanum er heimilt að beita þá aðila viður- lögum í formi dagsekta sem vanrækja að veita bank- anum upplýsingar, sem hann á rétt á samkvæmt lögum þessum, eða veita bankanum vísvitandi rangar upplýsingar. Bankastjórn setur reglur um þessi viður- lög sem skulu staðfestar af bankaráði. 38. gr. Seðlabanka Íslands er heimilt að setja reglur um við- fangsefni sín samkvæmt lögum þessum eftir því sem ástæða verður talin til. Seðlabankinn birtir reglur sem hann setur samkvæmt lögum þessum þannig að þær séu aðgengilegar almenningi. IX. KAFLI Gildistaka o.fl. 39. gr. Forsætisráðherra getur, að fengnu áliti bankaráðs, sett með reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd einstakra ákvæða laga þessara. 40. gr. Lög þessi öðlast gildi nú þegar. Um leið falla úr gildi lög nr. 36/1986, um Seðlabanka Íslands, með áorðnum breytingum. Ákvæði 5. gr. laga nr. 54/1974 um þátttöku Seðlabanka Íslands í greiðslu kostnaðar af starfsemi Þjóðhagsstofnunar fellur úr gildi 1. janúar 2002. Framlag Seðlabanka Íslands í Vís- indasjóð greiðist í síðasta skipti á árinu 2001. Ákvæði til bráðabirgða. I. Við gildistöku laga þessara kýs Alþingi sjö fulltrúa í bankaráð Seðlabanka Íslands og jafnmarga til vara. Frá sama tíma fellur niður umboð þeirra er þá sitja í bankaráðinu. II. Bankastjórar Seðlabanka Íslands við gildistöku laga þessara halda störfum sínum til loka skipunartíma síns. Ákvæði 2. mgr. 23. gr. um skipun bankastjóra gildir frá og með fyrstu skipun í embætti bankastjóra eftir gildistöku laganna. Við gildistöku laganna skipar forsætisráðherra formann bankastjórnar úr röðum bankastjóra til sama tíma og skipun hans í embætti bankastjóra varir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.