Peningamál - 01.08.2001, Síða 24

Peningamál - 01.08.2001, Síða 24
PENINGAMÁL 2001/3 23 Gríðarlegar sveiflur á gengi krónunnar ... Miðvikudaginn 2. maí myndaðist svokallaður „spír- all“ á millibankamarkaði með gjaldeyri. Gengi krón- unnar lækkaði um tæplega 6% og námu viðskipti dagsins jafnvirði 36 ma.kr. Staða viðskiptavaka versnaði þó aðeins um tæpa 3 ma.kr. og má því rekja um 33 ma.kr. viðskipti til varnaraðgerða þeirra.2 Þegar var ljóst að um „yfirskot“ var að ræða. Miklar sveiflur urðu innan dagsins og næstu daga á eftir sem ollu óróa meðal viðskiptavaka og viðskiptavina þeirra. Lækkun krónunnar gekk til baka á örfáum dögum en síðan tók við tímabil þar sem sveiflur á gengi krónunnar milli daga voru allnokkrar. Leitnin var þó í lækkunarátt. Þetta sést vel á mynd 1. Mynd 2 sýnir vísitölu gengisskráningar innan dags með fimm mínútna millibili frá 27. apríl til 9. maí og sést þar vel hversu stórar sveiflurnar urðu innan dags á þessu tímabili. Þann 21. júní var ástandið á gjald- eyrismarkaði fremur tvísýnt og talin var hætta á að fram undan væri hröð lækkun á gengi krónunnar þótt merkja mætti viðhorfsbreytingu til gengisþróunar undangenginna vikna. Seðlabankinn ákvað að selja Bandaríkjadali og draga úr þeirri spennu sem hafði myndast. Þessi aðgerð heppnaðist vel og markaði nokkur vatnaskil í þróun gengis íslensku krónunnar. Fjármálamarkaðir og aðgerðir Seðlabankans1 Miklar sveiflur en síðan ró á gjaldeyrismarkaði 1. Í þessari grein eru notaðar upplýsingar sem tiltækar voru þann 23. júlí 2001. 2. Nánar er fjallað um atburði þessa dags í rammagrein. Einnig má benda á umfjöllun um gjaldeyrismarkað hér á landi í sérstakri grein í þessu hefti. Miðvikudaginn 2. maí sl. lækkaði gengi íslensku krónunnar um tæplega 6% og er það mesta lækkun sem orðið hefur á einum degi í sögu millibankamarkaðar með gjaldeyri hér á landi. Næstu daga á eftir gekk lækkunin hratt til baka en síðan tók við rúmlega mánaðarskeið þar sem gengi krónunnar lækkaði að jafnaði þótt sveiflur væru miklar í báðar áttir. Hinn 21. júní sl. greip Seðlabankinn inn í gjaldeyrismark- aðinn og seldi Bandaríkjadali fyrir krónur. Það ásamt samkomulagi Seðlabankans við viðskiptavaka á millibankamarkaði með gjaldeyri um greiðslu þóknunar og yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að tekið yrði erlent lán til að bæta gjaldeyrisstöðu Seðlabankans stuðlaði að ákveðnum vatnaskilum og ró færð- ist yfir gjaldeyrismarkaðinn. Vextir hækkuðu nokkuð í kjölfar meiri verðbólgu en þó virðist ljóst að markaðurinn hefur trú á að um tímabundið „verðbólguskot“ sé að ræða. Inngrip Seðlabankans á gjald- eyrismarkaði leiddu til nokkurra þrenginga í krónustöðu fjármálafyrirtækja. Skuldabréfamarkaður virð- ist vera að lifna við en hlutabréfamarkaður virðist vera í lægð. Viðskipti á gjaldeyrismarkaði og þróun vísitölu gengisskráningar Jan. Feb. Mars Apríl Maí Júní Júlí 0 8 16 24 32 40 Ma.kr. 120 125 130 135 140 145 Vísitala Viðskipti (vinstri ás) Sala SÍ (vinstri ás) Gengisvísitala (hægri ás) Mynd 1 Daglegar tölur 3. janúar - 23. júlí 2001
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.