Peningamál - 01.08.2001, Blaðsíða 22

Peningamál - 01.08.2001, Blaðsíða 22
PENINGAMÁL 2001/3 21 hins vegar verið enn veikari og skýra óhagstæðari gengisþróun hennar. Að vísu er ekki ástæða til að ætla að raungengi krónunnar á hátindi hennar í fyrra hafi vikið meira frá langtímajafnvægi en Bandaríkjadalur gerir nú, nema síður sé. Hins vegar var viðskiptahall- inn á Íslandi meira en helmingi meiri í fyrra en í Bandaríkjunum. Náin tengsl gengis og verðlags á Íslandi valda því að í peningastefnunni verður í mun ríkari mæli að taka tillit til hugsanlegra áhrifa á gengi krónunnar. Áframhaldandi viðskiptahalli kann því að leiða til þess að ekki verði hjá því komist að halda uppi það miklum vaxtamun við útlönd að fýsilegt sé fyrir fjárfesta að eiga íslenskar krónur. Að öðrum kosti er hætt við enn meiri gengislækkun á meðan samdráttur innlendrar eftirspurnar er að ganga yfir. Ekki er síður sláandi að bera saman vöxt útlána í Bandaríkjunum og á Íslandi. Vöxtur útlána í Banda- ríkjunum hefur verið nokkuð ör á undanförnum árum. Á árunum 1998 og 1999 var 12 mánaða vöxtur útlána bandarískra lánastofnana til innlendra fyrirtækja (annarra en lánastofnana) á bilinu 6½-7%. Töluvert dró úr vextinum á sl. ári og hefur hann nýlega verið á bilinu 4½-5%. Til samanburðar hefur útlánaaukning íslenska lánakerfisins numið u.þ.b 20% undanfarið ár og útlán innlánsstofnana jukust um tæp 35% þegar vöxturinn náði hámarki árið 1999. Síðan þá hefur útlánavöxtur innlánsstofnana ekki farið verulega niður fyrir 25%, en hluta vaxtarins undanfarið ár má reyndar rekja til sjálfkrafa uppfærslu gengistryggðra og verð- tryggðra lána. Af ofangreindu má ljóst vera að aðstæður í íslensk- um efnahagsmálum eru mjög frábrugðnar þeim banda- rísku. Margt bendir til þess að nokkur samdráttur sé að hefjast í Bandaríkjunum. Undirliggjandi efnahags- þróun þar veldur því að bandaríski seðlabankinn er í tiltölulega góðri stöðu til að örva hagvöxt með lækkun vaxta. Í ljósi launa- og framleiðniþróunar undanfarinna ára, umframframleiðslugetu og sterkrar stöðu dalsins þarf bankinn ekki að hafa verulegar áhyggjur af því að tilslökun í peningamálum leiði til aukinnar verðbólgu. Á Íslandi bendir einnig ýmislegt til minni hagvaxtar eða jafnvel samdráttar á næstu misserum. Mælingar Þjóðhagsstofnunar á landsframleiðslu fyrsta ársfjórð- ungs benda þó enn til öflugs hagvaxtar, eða rúmlega 7% frá fyrsta ársfjórðungi 2000, þótt e.t.v. megi rekja hann til tímabundinna aðstæðna. Ójafnvægið í íslenska þjóðarbúskapnum, sem nauðsynlegt er að draga úr sem fyrst, er hins vegar mun meira en í þeim bandaríska. Af því verður að draga þá ályktum að þótt það sé góðra gjalda vert að freista þess að koma í veg fyrir samdrátt í Bandaríkjunum með tilslökun í peningamálum er ekki sjálfgefið að slíkt sé mögulegt eða jafnvel æski- legt á Íslandi. Í ljósi þeirrar miklu ofþenslu sem ríkt hefur á undaförnum árum, kann tímabundinn samdrátt- ur því miður að vera það gjald sem greiða þarf fyrir óhóf síðustu ára, ef koma skal í veg fyrir að verðbólga festist í sessi og tryggja að verðbólgumarkmið Seðla- bankans náist innan ásættanlegs tíma. Samanburður á efnahagsástandi í Bandaríkjunum og á Íslandi % Bandaríkin Ísland Stýrivextir Seðlabanka, nýjustu........... 3,7 10,9 Verðbólga, nýjast ................................. 3,6 7,0 Raunstýrivextir m.v. liðna verðbólgu.. 0,1 3,8 Verðbólguspá, % milli 2000 og 2001.. 3,11 6,4 Hækkun launa 1996-2000 ................... 12,7 31,4 Hækkun launakostnaðar á framleidda einingu í % 1996-2000...... -1,8 17,9 Gengisþróun maí 2000-maí 20012 ...... 6,6 -21,4 Meðalhagvöxtur 1996-2000 ................ 3,4 4,5 Hagvaxtarspá 2001 .............................. 0,73 1,54 Framleiðsluspenna 2000...................... 2,2 2½ Atvinnuleysi í % af vinnuafli5............. 4,6 1,6/2-2½ Viðskiptahalli 2000, % af VLF ........... 4,5 10,3 Vöxtur útlána yfir 12 mánuði, síðustu tölur ......................................... 4,7 25,9 Uppsafnaður 3ja ára vöxtur útlána ...... 27,06 81,0 1. Spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, maí 2001. 2. Meðalgengi Banda- ríkjadals skv. IMF, International Financial Statistics. Meðalgengi krónu skv. opinberri gengisvísitölu Seðlabanka Íslands. 3. Consensus Forecast, maí 2001. 4. Þjóðhagsstofnun, júní 2001. 5. Miðað við júní 2001. 6. Í heildarútlánum bandarískra fjármálastofnana vega útlán til erlendra aðila þyngra. Án slíkra útlána hefur vöxtur útlána í Bandaríkjunum verið töluvert minni undanfarin ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.