Peningamál - 01.08.2001, Blaðsíða 52

Peningamál - 01.08.2001, Blaðsíða 52
sem út komu í nóvember sl., var dregin sú ályktun af reynslu annarra þjóða sem gengið hafa í gegnum álíka tímabil ofþenslu og viðskiptahalla að „töluvert sársaukafullrar aðlögunar sé þörf, jafnvel þótt komist verði hjá alvarlegri kreppu“. Einnig má minna á að í inngangsgrein Peningamála 2001/1 er bent á að „þótt hátt raungengi sé ekki meginorsök viðskiptahallans gætu afleiðingar hans eigi að síður orðið ótímabær lækkun á gengi krónunnar og meiri verðbólga en æskilegt er“. Á síðasta ári nam viðskiptahallinn 68,2 ma.kr. Til viðbótar kom útstreymi vegna beinna erlendra fjár- festinga og verðbréfafjárfestingar sem nam 64,5 ma.kr. Því þurfti samtals gjaldeyrisinnstreymi með erlendum lántökum upp á 133,4 ma.kr., eða 11,1 ma.kr. á mánuði, til að koma í veg fyrir þrýsting á gengi krónunnar. Um leið og þetta innstreymi varð tregara, m.a. vegna minni bjartsýni og meiri meðvit- undar um gengisáhættu, skapaðist þrýstingur á gengi krónunnar sem ekki var hægt að standa á móti með gjaldeyrisinngripum Seðlabankans einum saman. Þetta er að mati bankans meginástæða þess að gengi krónunnar hefur fallið á undanförnum misserum. Verðbólguhorfur Seðlabankinn birtir verðbólguspár fjórum sinnum á ári í riti sínu Peningamálum. Síðasta opinbera verð- bólguspá Seðlabankans birtist í Peningamálum í byrjun maí sl. Hún byggðist á tiltækum upplýsingum 26. apríl sl. Spáin var eins og venja hefur verið byggð á þeirri forsendu að gengi héldist óbreytt frá þeim degi til loka spátímans. Samkvæmt spánni hefði verðbólga á seinni hluta ársins orðið mjög nálægt efri þolmörkum og síðan farið tímabundið út fyrir þau í upphafi næsta árs eftir lækkun þolmarkanna í 4½%. Hún hefði hins vegar verið á niðurleið og verið komin inn fyrir mörk á fyrri hluta ársins. Að teknu tilliti til óvissu var því hugsanlegt að verðbólgan færi út fyrir þolmörkin þegar á þessu ári. Síðan spáin var gerð hefur gengi krónunnar lækkað um nærri 8½%, eins og áður er fram komið, og hækkanir vísitölu neysluverðs í maí og júní voru töluvert umfram það sem samrýmdist spánni. Verðbólgan er því þegar komin út fyrir þolmörkin. Seðlabankinn mun ekki birta eiginlega verð- bólguspá í þessari greinargerð, heldur fjalla um verð- lagshorfur í megindráttum með tilliti til þolmarka verðbólgumarkmiðsins og að gefnu óbreyttu gengi og peningastefnu. Endurmat á verðbólguhorfum m.v. gengi krónunnar 15. júní sl. og í ljósi síðustu hækk- ana vísitölu neysluverðs bendir til þess að draga muni úr mánaðarlegum hækkunum vísitölu neyslu- verðs ef gengi krónunnar lækkar ekki frekar. Tólf mánaða taktur verðbólgunnar mun hins vegar halda áfram að vaxa, a.m.k. fram á haustið. Er þó gert ráð fyrir að húsnæðisverð haldi áfram að lækka og að bensínverð hafi náð toppi og muni lækka út þetta ár í samræmi við framvirkt verð á alþjóðlegum bensín- mörkuðum. Því eru mjög litlar líkur á að verðbólgan fari niður fyrir efri þolmörk á þessu ári ef gengi krón- unnar hækkar ekki á næstu vikum og mánuðum. Samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Seðla- bankans í mars sl. lækka þolmörkin í byrjun næsta árs í 4½%. Verulegar líkur virðast á að verðbólgan verði fyrir ofan þau mörk mest allt næsta ár haldist gengi krónunnar jafn lágt og það er nú, og er þá gert ráð fyrir að ekki komi til launabreytinga á árinu um- fram núgildandi kjarasamninga og áætlað launaskrið. Miðað við óbreytt gengi, óbreytta peningastefnu og þær þjóðhagslegu forsendur sem miðað var við í síðustu verðbólguspá bankans gæti það dregist fram á fyrstu mánuði ársins 2003 að verðbólgan fari undir efri þolmörkin á ný, sem þá verða 4%. Forsenda þess að þetta gangi eftir er að tíma- bundin aukning verðbólgu festi ekki rætur í verð- bólguvæntingum almennings. Gerist það er hætta á að verðbólgan verði þrálátari en reiknað var með að framan. Ef t.d. launasamningar verða endurskoðaðir á fyrri hluta næsta árs og samið um meiri launa- hækkanir en í gildandi samningum gæti verðbólga hæglega orðið töluvert meiri. Komi auk þess til nýrra virkjunarframkvæmda er hætt við að fram- leiðsluspenna aukist á ný og ýti undir verðbólgu á árinu 2003. Á móti kemur að erlend fjármögnun þessara framkvæmda leiðir til fjármagnsinnstreym- is, sem stuðlar að hærra gengi. Á hinn bóginn er hugsanlegt að kólnun hagkerfisins sé vanmetin. Hagvöxtur gæti þá orðið töluvert minni á þessu ári og því næsta en gert var ráð fyrir í nýrri þjóðhags- spá Þjóðhagsstofnunar. Það hefði í för með sér minni framleiðsluspennu, eða jafnvel nokkurn fram- leiðsluslaka og meira atvinnuleysi. Við slíkar að- stæður eru meiri líkur á að verðbólgumarkmið bank- ans náist á árinu 2003, sérstaklega ef hækkun launa næstu misseri verður innan ramma gildandi launa- samninga. PENINGAMÁL 2001/3 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.