Peningamál - 01.08.2001, Síða 37

Peningamál - 01.08.2001, Síða 37
milli eiginfjárþarfa seðlabanka og þeirrar gengis- og vaxtaáhættu sem hann býr við. Seðlabankinn býr við mikla gengisáhættu vegna eignasamsetningar sinnar auk þess sem hlutfall seðla og myntar af heildar- eignum bankans er mjög lágt miðað við það sem gerist hjá öðrum seðlabönkum. Í athugasemdum við frumvarpið kom fram að engar algildar reglur eða viðmiðanir séu til um eigið fé seðlabanka. Þó megi fullyrða að vegna smæðar hagkerfisins og sveiflna í umhverfinu þurfi Seðlabanki Íslands að ráða yfir sterkari eiginfjárstöðu en seðlabankar í stærri ríkjum sem ekki sæta sömu sveiflum og verða hér á landi. Hægt er að efla eigið fé bankans með tvennum hætti, annars vegar með beinu framlagi úr ríkissjóði og hins vegar með því að gera honum kleift að styrkja það á nokkurra ára bili þar til að ákveðnu marki er náð eins og lögin gera ráð fyrir. Í fyrri lögum var gert ráð fyrir að Seðlabankinn greiddi árlegt framlag til Vísindasjóðs og var það reiknað út eftir ákveðnum reglum sem lögin kváðu á um. Þetta ákvæði hefur nú verið fellt út úr lögunum. Einnig var fellt úr lögunum ákvæði um sérstakan ytri endurskoðanda sem ráðherra skyldi skipa. Lögin kveða því aðeins svo á að bankinn skuli endurskoð- aður af innri endurskoðanda sem ráðinn er af banka- ráði og af ríkisendurskoðun. Bráðabirgðaákvæði Sem fyrr segir öðluðust lögin gildi 23. maí 2001. Í ákvæði til bráðabirgða var kveðið svo á að við gildis- töku laganna skyldi Alþingi kjósa sjö fulltrúa í bankaráð Seðlabanka Íslands og jafnmarga til vara. Frá sama tíma félli niður umboð þeirra er þá sátu í bankaráðinu. Í öðru bráðabirgðaákvæði var kveðið svo á að bankastjórar Seðlabanka Íslands við gildis- töku laganna skyldu halda störfum sínum til loka skipunartíma síns. Ákvæði laganna um skipun bankastjóra skyldi gilda frá og með fyrstu skipun í embætti bankastjóra eftir gildistöku laganna. Við gildistöku laganna skyldi forsætisráðherra skipa for- mann bankastjórnar úr röðum bankastjóra til sama tíma og skipun hans í embætti bankastjóra varir. Í niðurlagi almennra athugasemda með frum- varpinu sagði m.a. að breytingarnar sem fælust í því þýddu að meginmarkmið stefnunnar í peningamálum yrði hið sama og víðast annars staðar, hliðstæðar kröfur yrðu gerðar til Seðlabanka Íslands og gerðar væru til annarra seðlabanka um gagnsæi og fagleg vinnubrögð við mótun á framkvæmd stefnunnar í peningamálum, bankanum yrði veitt sjálfstæði til að beita tækjum sínum til þess að ná meginmarkmiði laganna og fjárhagslegt sjálfstæði hans ykist við að lokað yrði í lögum fyrir möguleika ríkissjóðs á fjár- mögnun í Seðlabankanum. Á alþjóðavettvangi hefði mikið verið lagt upp úr þessum atriðum í mati á lög- gjöf seðlabanka. Að frumvarpinu samþykktu myndu lögin um Seðlabanka Íslands því líta vel út borin saman við mælikvarða sem lagðir hafa verið á slík lög á undanförnum árum eins og nánar er fjallað um hér á eftir. 3. Kjör í bankaráð og skipun formanns banka- stjórnar Í samræmi við ákvæði laganna kaus Alþingi nýtt bankaráð í tengslum við samþykkt frumvarpsins. Kosningu í bankaráð hlutu: Ólafur G. Einarsson fyrr- verandi ráðherra og alþingismaður, Þröstur Ólafsson framkvæmdastjóri, Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor, Jón Sigurðsson framkvæmdastjóri, Sig- ríður Stefánsdóttir sviðsstjóri, Davíð Aðalsteinsson bóndi og Ragnar Arnalds fyrrverandi ráðherra og al- þingismaður. Varamenn voru kosnir: Erna Gísladóttir framkvæmdastjóri, Kristín Sigurðardóttir fram- kvæmdastjóri, Hilmar Gunnlaugsson lögfræðingur, Finnur Þór Birgisson lögfræðingur, Hörður Zoph- aníasson fyrrverandi skólastjóri, Leó Löve lögfræð- ingur og Tryggvi Friðjónsson forstöðumaður. Á fyrsta fundi sínum 21. maí 2001 kaus nýkjörið bankaráð Ólaf G. Einarsson formann og Davíð Aðal- steinsson varaformann. Með hliðsjón af ákvæðum laganna skipaði for- sætisráðherra Birgi Ísleif Gunnarsson formann bankastjórnar Seðlabanka Íslands. 4. Breytt staða Seðlabanka Íslands í alþjóð- legum samanburði Eins og fram kom í grein Þórarins G. Péturssonar (2000) var Seðlabanki Íslands metinn sem einn ósjálfstæðasti seðlabanki heims í alþjóðlegri saman- burðarrannsókn Frys o.fl. (2000) á stöðu 94 seðla- banka víða um heim. Þar kom fram að bankinn lenti í 27. sæti af 28 iðnríkjum að því er þetta varðar og í 74. sæti í hópi allra 94 ríkjanna. Samanburðurinn byggðist á því að vega saman fimm lykilþætti í stöðu 36 PENINGAMÁL 2001/3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.