Peningamál - 01.08.2001, Blaðsíða 72

Peningamál - 01.08.2001, Blaðsíða 72
PENINGAMÁL 2001/3 71 bankakerfið fyrir áfalli og eins megi búast við að banki sem rati í vandræði fái aðstoð frá yfirvöldum bankamála. Af þessum orðum í tilvitnaðri skýrslu Moody's virðist mega draga þá ályktun að líkur á opinberri aðstoð hafi úrslitaáhrif á lánshæfisein- kunnir íslenskra banka. Samskipti við alþjóðleg matsfyrirtæki Seðlabanki Íslands fer með samskipti við alþjóðleg matsfyrirtæki fyrir hönd ríkissjóðs og annast alþjóða- svið bankans daglega framkvæmd. Mikil áhersla er lögð á greiða miðlun upplýsinga og traust í samskipt- um. Ýmsar upplýsingar falla til með reglubundnum hætti. Þar á meðal er árstíðabundið efni á borð við þjóðhagsáætlun og fjárlagafrumvarp. Matsfyrirtækj- um er sent efni til fróðleiks eftir því sem til fellur og upplýsingar eftir þörfum, til dæmis ef eitthvað óvenjulegt er á seyði sem kallar á sérstakar skýringar. Haldnir eru fundir með fulltrúum matsfyrirtækja sem eiga yfirgripsmiklar viðræður hér á landi yfirleitt ár- lega. Miklu skiptir að matsfyrirtæki hafi traust á upp- lýsingum. Leitast er við að leggja fram frumheimildir og frumgögn og að fulltrúar matsfyrirtækja hitti að máli sérfræðinga á hverju sviði sem við er að fást. Sérstök áhersla er lögð á að fulltrúar matsfyrirtækja eigi beinan aðgang að ráðamönnum til að heyra milli- liðalaust túlkun á stefnu stjórnvalda og ráðagerðum um aðgerðir á komandi tíð. Reynslan sýnir að best er að segja góðar fréttir jafnt og slæmar jafnskjótt og þær gerast en sá er munurinn á að góðar fréttir skýra sig yfirleitt sjálfar. Mest eru samskiptin við sérfræð- ing hvers fyrirtækis sem settur hefur verið til að fylgjast með landinu. Ríður á miklu að sá hafi færi á að kynna sér sem gerst mál varðandi framvindu efna- hagsmála og þróun á vettvangi stjórnmála. Þessi full- trúi ber upp tillögu um breytingu á lánshæfismati og þarf að geta sannfært samstarfsmenn sína innan fyrir- tækisins um réttmæti tillögunnar. Sérfræðingurinn hefur í þessu efni engin vopn sterkari en þau sem honum kunna að hafa verið lögð í hendur. Óhætt mun að segja að Seðlabanka Íslands hafi ásamt fulltrúum annarra stjórnvalda hér á landi tekist að byggja upp gott faglegt samband við matsfyrirtækin þar sem ríkir gagnkvæmt traust og hreinskiptni á báða bóga. 4. Lokaorð Matsfyrirtækin Moody's, Standard & Poor's og Fitch skipa Íslandi á bekk meðal traustustu lántakenda á alþjóðavettvangi. Fyrirtækin telja gjaldeyrisáhættu tengda landinu til langs tíma vera ívið meiri en í flestum iðnríkjum, m.a. vegna smæðar þjóðarbúsins og tiltölulega einhæfrar útflutningsframleiðslu. Ísland hefur treyst stöðu sína á alþjóðamarkaði á undanförnum árum. Einkunnir alþjóðlegra matsfyrir- tækja staðfesta gott álit sem Ísland hefur öðlast sem fullgildur aðili á alþjóðlegum lánamarkaði. Láns- hæfiseinkunnir Íslands fela í sér gæðaviðurkenningu gagnvart erlendum fjárfestum og skapa færi á auk- inni hagsæld á komandi tímum. 6 tafla. Lánshæfi íslenskra banka1 Mat Moody's Mat Fitch á íslenskum á íslenskum bönkum í bönkum í árslok 20002 febrúar 20013 Íslandsbanki-FBA A2/P-1 C A/F1 C Landsbankinn A3/P-2 D+ A/F1 C Búnaðarbankinn A3/P-2 D - 1. Standard & Poor´s metur ekki lánshæfi íslenskra banka. 2. Einkunn fyrir fjárhagslegan styrk sýnir stöðu banka an tillits til hugsanlegrar aðstoðar rík- isins eða annarra. Merking tákna er sem hér segir: A afburðasterk staða, B sterk staða, C góð staða, D viðunandi staða, E veik staða. 3. Auk tilgreindra einkunna í töflu gaf Fitch bönkunum stuðningseinkunnina 2. Stuðnings- einkunn er gefin á bilinu 1-5 og lýsir mati á hvort banki fengi stuðning og frá hverjum. Einkunnin 2 merkir að stuðningur ríkisins þyki líklegur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.