Peningamál - 01.08.2001, Síða 64

Peningamál - 01.08.2001, Síða 64
PENINGAMÁL 2001/3 63 fyrirtækja.7 Áreiðanleika lánshæfismats má m.a. sjá af hlutfallslegum vanskilum fyrirtækja í einstökum einkunnaflokkum eftir því hve langur tími er liðinn frá því að einkunnin var gefin (sjá 2. töflu, Hlutfalls- leg vanskil fyrirtækja eftir einkunnum 1970-2000). Eins og sjá má af töflunni eru eins árs vanskil nánast engin í einkunnaflokkunum A og hærri. Taflan sýnir jafnframt hvernig vanskil vaxa þegar tímaviðmiðun lengist. Í einkunnaflokknum AAA mælast innan við 1% vanskil á tíu ára tímabili. Van- skilahlutfall í A-flokki mælist 1,4% á tíu árum. Taflan sýnir, að vanskil vaxa jafnan með lægri láns- hæfiseinkunn, en sú regla er þó ekki án undantekn- inga. Lánshæfiseinkunnir ríkja njóta jafnan nokkurrar athygli, enda eru þau oftlega meðal stærstu lántak- enda á alþjóðamörkuðum og einkunnir þeirra mynda þak sem aðrir lántakendur frá sama landi komast yfirleitt ekki upp fyrir. Ríki afla sér lánshæfisein- kunnar af sömu ástæðum og aðrir lántakendur. Þau vilja skapa sér aðgang að lánamörkuðum og lækka vaxtakostnað. Hinn almenni skuldabréfamarkaður í Bandaríkjunum (Yankee-markaðurinn sem svo er nefndur) krefst þess í reynd að skuldabréfaútgáfur séu studdar lánshæfiseinkunnum fyrirtækjanna Moody's og Standard & Poor's. Bandaríkjamarkaður er því í raun lokaður öðrum en þeim sem hafa fengið einkunn viðurkenndra matsfyrirtækja. Ísland óskaði haustið 1993 eftir formlegu mati af hálfu Moody's og Standard & Poor's til að opna sér leið inn á þennan markað til að undirbúa skuldabréfaútgáfu ríkissjóðs sem fram fór snemma árs 1994. Áður höfðu fyrir- tækin gefið langtímaeinkunnir án þess að sérstaklega hafi verið um það beðið. Útgáfa ríkissjóðs á víxlum á alþjóðlegum markaði hafði á hinn bóginn stuðst við skammtímaeinkunnir sem leitað var eftir seint á níunda áratugnum. Þá hefur færst í vöxt á undanförnum árum að gefnar séu lánshæfiseinkunnir tengdar skuldbinding- um í eigin gjaldmiðli ríkja. Þetta á sér rætur í aukinni spurn alþjóðlegra fjárfesta eftir skuldabréfum gefn- um út í heimagjaldmiðli útgefenda auk hinna alþjóð- legu gjaldmiðla. Almennt má gera ráð fyrir að láns- hæfiseinkunnir fyrir skuldabréf ríkja í innlendri mynt séu hærri en einkunnir fyrir útgáfur í erlendri mynt (sjá 3. töflu: Langtímaeinkunnir fyrir skuldbindingar nokkurra ríkja í erlendri mynt og heimamynt). Stjórnvöld hafa á ýmsan hátt betri skilyrði til að standa við skuldbindingar í heimamynt en í erlendri mynt, enda hafa þau skattlagningarvald og jafnvel færi á útgáfu peninga ef í harðbakka slær. Þrátt fyrir þetta geta ríkisverðbréf í innlendri mynt ekki talist laus við áhættu.8 Árið 1919 tók Moody's að meta lánshæfi ríkja. Á því ári birti fyrirtækið álit á lánshæfi landa á borð við Bretland, Frakkland, Ítalíu, Japan og Kína. Á fyrstu áratugum aldarinnar blómstruðu alþjóðleg skulda- bréfaviðskipti, og á árinu 1929, rétt í þann mund sem heimskreppan skall á, voru af hálfu Moody's gefnar út lánshæfiseinkunnir fyrir ríkissjóði um 50 landa. Þessi starfsemi þurrkaðist út með heimskreppunni, og eftir heimsstyrjöldina síðari datt starfsemi alþjóð- legra skuldabréfamarkaða upp fyrir. Það var ekki fyrr en á áttunda áratugnum að markaðirnir tóku að glæð- 2. tafla Hlutfallsleg vanskil fyrirtækja eftir einkunnum 1970-2000 Árafjöldi frá útgáfu einkunnar Einkunn 1 5 10 15 20 Aaa 0,00 0,12 0,67 1,37 1,77 Aa 0,02 0,31 0,83 1,45 2,24 A 0,01 0,45 1,43 2,65 4,30 Baa 0,14 1,82 4,56 8,01 11,27 Ba 1,27 11,23 20,76 29,87 36,50 B 6,16 27,92 44,57 52,83 54,52 Fjárfestingarflokkur 0,05 0,82 2,21 3,98 5,90 Spákaupmennskufl. 4,15 18,56 29,46 37,83 43,40 Öll fyrirtæki 1,30 5,67 8,96 11,81 14,24 Heimild: Moody's Investors Service: Default and Recovery Rates of Corporate Bond Issuers: 2000, febrúar 2001. 7. Moody's Investors Service: Default and Recovery Rates of Corporate Bond Issuers: 2000, febrúar 2001. Athugun Moody's er reist á gögnum um liðlega 4900 lántakendur. Frá 1970 hafa að meðaltali 3,45% útgef- enda í spákaupmennskuflokki lent í vanskilum á móti 0,05% í fjárfest- ingarflokki. Af síðustu 80 árum hafa verið 28 ár þar sem komið hefur til vanskila í fjárfestingarflokki. Á þessu tímabili komu fram vanskil hjá tveimur fyrirtækjum með lánshæfiseinkunn í fjárfestingarflokki. 8. Sjá Moody's Special Comment: Rating Domestic-Currency Govern- ment Debt, 10. desember 1992. Þar er því hafnað að ríkisverðbréf í inn- lendri mynt séu áhættulaus og m.a. nefnd sem dæmi um vanskil á inn- lendum skuldbindingum þvingaðar skuldbreytingar ríkissjóða Argen- tínu og Brasilíu 1989 og breyting á fyrirkomulagi verðtryggingar af hálfu Brasilíu 1986.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.