Peningamál - 01.08.2001, Side 49

Peningamál - 01.08.2001, Side 49
breyting 1,5 prósentustig af hækkun vísitölu neyslu- verðs á þeim tíma. Líklegt er að þjónusta haldi áfram að hækka í verði um sinn því áhrif kjarasamninga frá í fyrra og gengislækkunar krónunnar eru sennilega enn ekki að fullu komin fram. Í júní dró enn frekar úr tólf mánaða hækkun hús- næðisliðar vísitölunnar. Hann hækkaði um 6,1%, eða minna en vísitalan í heild. Raungildi húsnæðiskostn- aðar hefur því lækkað lítillega. Í verðbólguspá Seðlabankans í maí sl. var gert ráð fyrir að nafnverð húsnæðis myndi nokkurn veginn standa í stað næstu tólf mánuði og því lækka að raungildi. Í maí lækkaði fermetraverð í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu um 3-4% á milli mánaða samkvæmt bráðabirgðatölum. Húsnæðisverð kemur fram í vísitölu neysluverðs sem þriggja mánaða meðaltal undanfarinna þriggja mán- aða. Húsnæðisverð í vísitölunni fyrir júní er því meðaltal húsnæðisverðs í mars, apríl og maí. Fer- metraverð í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu vegur rúmlega helming í reiknaðri húsaleigu, sem er einn þáttur húsnæðisliðar vísitölu neysluverðs. Fyrstu áhrif lækkunarinnar í maí komu fram í mælingu á vísitölu neysluverðs nú í júní og mun þeirra einnig gæta í júlí og ágúst. Því er líklegt að húsnæðisliður vísitölunnar muni draga úr verðbólgu á komandi mánuðum. Af öðrum þáttum vekur athygli að innlendar mat- og drykkjarvörur og aðrar innlendar vörur hækkuðu töluvert í verði. Verð innlendrar mat- og drykkjar- vöru hækkaði um 1,9% frá maí til júní, sem er lítið minni hækkun en á innfluttum matvörum (2,1%). Undanfarna tólf mánuði hefur þessi liður hækkað um 7,1%, eða meira en vísitalan í heild. Aðrar innlendar vörur en matvörur hækkuðu um 2,4% á milli maí og júní og um 6,3% undanfarna tólf mánuði. Þótt verð innlendrar vöru verði ekki fyrir beinum verðáhrifum af lægra gengi kann að hafa dregið úr beinni eða óbeinni samkeppni frá erlendum keppinautum, auk þess sem launakostnaður hefur hækkað og innflutt aðföng hækkað í verði vegna gengislækkunar. Gengislækkun krónunnar veitir innlendum fyrir- tækjum aukið svigrúm til að hækka vöruverð. Launaþróun Frá því að kjarasamningar voru gerðir á almennum vinnumarkaði vorið 1997 hefur hækkun launa verið veruleg og langt umfram framleiðniaukningu. Á fyrsta fjórðungi þessa árs voru laun allra launþega 39% hærri en að meðaltali á árinu 1996. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs um 15%, þannig að kaupmáttur launa jókst um rúm 20%. Á almennum vinnumarkaði hækkuðu laun um rúm 26% á milli áranna 1996 og 2000, eða um 6% á ári að meðaltali. Á sama tíma jókst framleiðni vinnuafls, þ.e. lands- framleiðsla á hvern vinnandi mann, um rúm 7%, eða um 1,7% á ári að meðaltali. Til lengdar myndi þessi framleiðniaukning standa undir 4,2% launahækkun á ári ef verðbólga á að hald- ast í kringum 2,5%. Til skamms tíma gæti vöxtur framleiðni staðið undir meiri launahækkun ef fyrir- tæki eru í stöðu til að taka á sig meiri hækkun raun- launa en sem nemur framleiðniaukningu. Það á helst við þegar raunlaun eru að hækka úr tímabundinni lægð sem hefur leitt til lækkunar á hlutdeild launa í þjóðartekjum. Þetta var líklega raunin á árunum 1996 og 1997, en átti síður við eftir því sem leið á upp- sveifluna og laun héldu áfram að hækka umfram framleiðni og eðlilega verðbólgu. Hlutur launa í þjóðartekjum jókst verulega og geta fyrirtækjanna til að taka á sig launahækkanir minnkaði. Eftir að gengi krónunnar tók að lækka á síðasta ári slaknaði aðhald sem erlend samkeppni veitir verðlagshækkunum. Á sama tíma hvarf líklega alveg geta fyrirtækja til að taka á sig umframlaunahækkan- ir. Þeim var því velt út í verðlagið í mun ríkari mæli en á fyrri hluta uppsveiflunnar. Verðbólga tók því að vaxa. Þegar við bættust áhrif lækkunar á gengi krón- unnar hægði mjög á hækkun raunlauna og gæti aukn- ing kaupmáttar launa stöðvast eða jafnvel snúist við á þessu ári. Kaupmáttur launa jókst t.d. aðeins um 1½% í fyrra og á almennum vinnumarkaði hækkuðu raunlaun minna en framleiðni. Miðað við verðlags- horfur á þessu ári er líklegt að kaupmáttur launa á almennum vinnumarkaði vaxi lítið frá fyrra ári og að hann rýrni nokkuð frá upphafi til loka ársins. Það er óhjákvæmileg afleiðing þess að boginn var spenntur of hátt í launamálum og að framleiðni jókst ekki eins mikið og vonast var til og þurfti til að standa undir hækkun launa. Mikil hækkun ráðstöfunartekna á undanförnum árum vegna launahækkana og skattalækkana átti verulegan þátt í þeim gífurlega vexti eftirspurnar sem er meginorsök viðskiptahallans. Hún á því að mati bankans þátt í þeirri verðbólgu sem nú er við að glíma. Það hefur annars vegar gerst á þann hátt að hækkun launa umfram vöxt framleiðni hefur verið 48 PENINGAMÁL 2001/3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.