Peningamál - 01.08.2001, Blaðsíða 61

Peningamál - 01.08.2001, Blaðsíða 61
60 PENINGAMÁL 2001/3 Lánstraust Íslands byggist á styrk þjóðarbúskaparins, innviðum hagkerfisins, sköpunarmætti í atvinnulífi, sveigjanleika og horfum um hagvöxt í framtíðinni. Fullyrða má að Íslendingar njóta öruggrar skilvísi sinnar. Staða Íslands á alþjóðamörkuðum ræðst einnig af þróun þýðingarmikilla fjármálaþátta á borð við skuldastöðu gagnvart útlöndum. Á alþjóðlegum fjármálamörkuðum gegna mats- fyrirtæki því hlutverki að greina áhættu í fjármála- viðskiptum og greina þannig sauði frá höfrum í við- skiptalífinu. Í þessari grein verður fjallað um starf- semi matsfyrirtækja og einkunnagjöf og álit þessara fyrirtækja á ríkissjóði Íslands og íslenskra banka sem lántakenda á alþjóðlegum markaði. 1. Störf og starfshættir matsfyrirtækja2 Undanfarna tvo áratugi eða svo hafa umsvif mats- fyrirtækja vaxið að mun í takt við aukin fjármálavið- skipti á alþjóðamörkuðum. Fjármálamarkaðir hafa gerst æ margbreytilegri. Sífellt bætast við ný við- skiptasvið og þátttakendum á markaði fjölgar að sama skapi. Þetta hefur leitt af sér vaxandi eftirspurn eftir samræmdum upplýsingum um lántakendur og mat á áhættu í lánssamningum. Fjárfestar, bankar og aðrar fjármálastofnanir standa frammi fyrir því að sérhverri fjárskuldbindingu fylgir hætta á greiðslu- vanefndum. Hversu mikil er sú áhætta og hvernig ber að bregðast við henni? Til að svara því þarf að kynna sér hagi hvers lántakanda og meta horfur á, að staðið verði við samninga. Slík athugun kallar á fé og fyrir- höfn sem skapar grundvöll fyrir sérhæfingu í að meta áhættu í fjármálaviðskiptum. Kjarninn í starfi matsfyrirtækja felst í því að meta lánshæfi lántakenda og birta niðurstöður opinberlega. Hugtakið lánshæfi má skilgreina á þann veg að það feli í sér líkur á því að lántaki standi við skuldbind- ingar um greiðslur samkvæmt ákvæðum lánssamn- ings.3 Lánshæfið er notað til að lýsa horfum á að lán- taki efni skuldbindingar sínar. Enda þótt bregða megi mælistiku á hugtakið lánshæfi að einhverju marki kallar það engu að síður á huglægt mat, t.d. mat á vilja ríkisstjórnar til að efna lánssamninga gerða af fyrri stjórnvöldum. Lánshæfi og lánstraust ræðst og af við- ÓLAFUR ÍSLEIFSSON1 Lánstraust Íslendinga í útlöndum Lánsfjáröflun ríkissjóðs styðst við lánshæfismat erlendra fyrirtækja. Einkunnir þeirra hafa hækkað á liðnum árum og skipa honum í flokk með traustum lántakendum á heimsvísu. Allir helstu markaðir standa ríkissjóði opnir. Lánshæfiseinkunn myndar umgjörð um vaxtakjör lántakanda sem ráðast af markaðsskilyrðum á hverjum tíma. Á undanförnum árum hefur lántökukostnaður ríkissjóðs lækkað jafnt og þétt í takt við hækkað lánshæfismat. Ríkið er að jafnaði hæst metni lántakandinn í hverju landi. Kjör á lánum ríkissjóðs mynda því viðmiðun fyrir aðra lántakendur. Íslenskir bankar og atvinnufyrirtæki hafa notið góðs af bættum kjörum ríkissjóðs og þjóðarbúið hefur sparað sér umtalsverðar vaxtagreiðslur til erlendra lánveitenda. 1. Höfundur er framkvæmdastjóri alþjóðasviðs Seðlabanka Íslands. Birni G. Ólafssyni, Ingimundi Friðrikssyni, Jóni Þ. Sigurgeirssyni og Vil- hjálmi Bjarnasyni er þakkaður yfirlestur og gagnlegar ábendingar. Hag- fræðinemunum Sigurði Elí Haraldssyni og Úlf Viðari Níelssyni er þökkuð aðstoð við gagnaöflun. Höfundur ber einn ábyrgð á greininni. 2. Sjá yfirlitsgrein Cantors og Packers (1994). 3. Orðið lántaki getur í þessari grein jafnt átt við útgefanda skuldabréfs sem aðila að lánssamningi. Lánssamningur getur á sama hátt jafnt átt við samning um skuldabréfaútgáfu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.