Peningamál - 01.08.2001, Blaðsíða 66

Peningamál - 01.08.2001, Blaðsíða 66
ast lífi að nýju. Um miðjan níunda áratuginn voru þó ekki nema fimmtán erlend ríki sem tóku lán á banda- rískum markaði og öfluðu sér lánshæfiseinkunna í því skyni. Þessi ríki voru í hópi þeirra sem telja má traustustu lántakendur sem völ er á. Önnur ríki með öflugan efnahag gátu aflað lánsfjár til langs tíma á hinum svonefnda Evró-markaði (e. Euro-market)9, þar sem lánshæfiseinkunn er ekki nauðsynlegt skil- yrði fyrir skuldabréfaútgáfu. Enn önnur ríki, sem e.t.v. bjuggu við lakara lánstraust, öfluðu erlends lánsfjár með því að taka bankalán eða selja skulda- bréf í lokuðum útgáfum, ætluðum völdum hópi fjár- festa sem ekki gerðu kröfu um lánshæfiseinkunn. Því fer fjarri að lánveitingar til ríkja séu lausar við áhættu. Á liðinni öld kvað mest að erlendum lán- tökum af hálfu ríkissjóða á þriðja tug aldarinnar og svo undanfarin ár. Í heimskreppunni skall á alda van- efnda í alþjóðlegum lánasamningum, og um hálfur þriðji tugur landa rataði á tímabilinu fram til 1935 í vanskil á skuldabréfum gefnum út á alþjóðlegum markaði. Á Bandaríkjamarkaði kvað í kreppunni jafnvel rammar að vanefndum á skuldabréfum ríkja á hlutfallslegan mælikvarða en vanefndum af hálfu bandarískra fyrirtækja. Í fjárhæðum talið höfðu um 70% af skuldum ríkja, sem stofnað var til í Banda- ríkjunum á árabilinu 1926-29, ratað í vanskil við lok árs 1937. Á sama mælikvarða höfðu fram til ársins 1944 aðeins orðið vanskil á um 30% af skuldum bandarískra fyrirtækja sem stofnað var til milli 1926 og 1929. Vanskil ríkja í kreppunni komu mörgum í opna skjöldu. Þeirra á meðal var Moody's, en meiri- hluti vanskilaríkja hafði árið 1929 lánshæfiseinkunn í fjárfestingarflokki hjá því fyrirtæki.10 Reynsla síðari tíma gefur til kynna að ennþá sé áhættusamt að lána ríkjum. Rannsókn gerð af hálfu Standard & Poor's, sem tók til skuldbindinga 201 ríkis í innlendri mynt og erlendri, leiddi í ljós að van- skil höfðu orðið hjá þrjátíu ríkjum á tímabilinu 1975- 99 (sjá 4. töflu, Vanskil í lánasamningum ríkja 1975- 99 samkvæmt athugun Standard & Poor's). Vanskil á lánum ríkja hafa reynst misjafnlega algeng eftir því hvers kyns skuldin er. 4. tafla sýnir að vanskil á erlendum skuldbindingum (28 talsins) hafa verið algengari en vanskil á innlendum lánum (8 talsins). Vanskilin hafa ýmist stafað af því að nýir valdhafar hafa haft lánaskuldbindingar forvera sinna að engu, eins og í Rússlandi, eða vanskil hafa orðið í tengslum við efnahagsaðgerðir til að vinna bug á óðaverðbólgu, eins og í Argentínu og Brasilíu. Af fyrrgreindum 30 skiptum, þar sem vanskil urðu á erlendum lánaskuldbindingum, voru 28 vegna skuldbreytinga í bönkum, og bendir Standard & Poor's á að um vanskil hafi verið að ræða þar eð kröfuhafar hafi á endanum tapað fé í tengslum við skuldbreytingarnar. Taflan sýnir einnig vanskil af hálfu sjö landa á skuldabréfaútgáfum í erlendri mynt. Matsfyrirtækjum er sérstakur vandi á höndum við að ætla á um hversu mikils trausts einstök ríki kunna að vera verð, enda er lánshæfiseinkunnum fyrirtækjanna ætlað að endurspegla getu og jafn- framt vilja stjórnvalda til að greiða af lánum hins opinbera á tilsettum tíma. Það er því ekki að furða þótt fyrirtækin greini oftlega á um hversu mikils trausts einstök lönd kunni að vera verð og birti ein- kunnir þar sem allmiklu munar milli fyrirtækjanna. Í 3. töflu má finna ýmis lönd þar sem fyrirtækjum ber ekki saman. Nærtæk dæmi eru Ástralía, Síle og Nýja-Sjáland. Þrátt fyrir að auðvelt sé að benda á dæmi þess að matsfyrirtæki greini á um einstök lönd á það sér eðli- legar skýringar. Slíkur munur verður því algengari sem landið stendur neðar í einkunnaskalanum og álitaefni varðandi lánshæfið eru fleiri. Lánshæfi ríkja er tiltölulega nýtt svið þar sem matsfyrirtækin eru sumpart að feta ókunna stigu. Lántakendur af þessu tagi eru ekki mjög margir, a.m.k. ekki í samanburði við fjölda annarra lántakenda sem flestir hverjir eru atvinnufyrirtæki. Þar að auki er vafalaust á ýmsan hátt erfiðara að meta lánshæfi ríkja en fyrirtækja, enda þarf til að koma mat á vilja stjórnvalda til að halda í heiðri skuldbindingar ríkisins. Í slíku mati verður að fara út fyrir svið hagfræðinnar og beita huglægu mati á stjórnmálakerfi, þjóðfélagsgerð og tengsl landsins út á við.11 Helstu forsendur við lánshæfismat ríkja eru reist- PENINGAMÁL 2001/3 65 9. Með þessu hugtaki er átt við hinn alþjóðlega fjármagnsmarkað, sem liggur utan gjaldmiðilslögsögu einstakra ríkja, og má ekki rugla saman við hinn sameiginlega evrumarkað Evrópusambandsins. 10. Cantor og Packer (1995). 11. Því má bæta við að kröfuhafi kann að eiga á hættu að verða fyrir meira tapi í vanskilum af hálfu ríkis en fyrirtækis, enda stendur hann yfirleitt mun lakar að vígi við að ganga að eignum skuldara í fyrra tilfellinu. Munur á fyrirtækjum og ríkjum sem lántakendum er ræddur fræðilega m.a. af Bulow og Rogoff (1989).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.