Peningamál - 01.02.2003, Blaðsíða 3
hins vegar til þess að með viðeigandi hagstjórnarvið-
brögðum verði hægt að halda verðbólgu vel innan
þolmarka þegar hún stefnir hæst. Ef ekki kemur til
gengisaðlögunar og aðgerða í ríkisfjármálum mun
álag á peningastefnuna þó verða mikið. Seðlabanka-
vextir gætu þannig að óbreyttu þurft að verða a.m.k.
10% þegar þeir verða hæstir. Með gengisaðlögun og
raunhæfum aðgerðum í ríkisfjármálum dregur hins
vegar verulega úr þörfinni á hækkun Seðlabanka-
vaxta sem þá þyrftu ekki að verða hæstir nema rúm-
lega 7%. Eigi peningastefnan að vera nægilega fram-
sýn þurfa Seðlabankavextir að hækka umfram það
sem ella hefði orðið í síðasta lagi á næsta ári, en
gengisþróun getur haft nokkur áhrif á tímasetning-
una. Reyndar bendir margt til þess að hluti hugsan-
legrar gengisaðlögunar vegna stóriðjuframkvæmda
sé þegar kominn fram.
Gera verður mikla fyrirvara við niðurstöður þess-
ara útreikninga. Þeir byggjast á margvíslegum for-
sendum sem gætu brugðist, svo sem um væntingar
heimila og fyrirtækja og tiltölulega mjúk viðbrögð
fjármálamarkaða. Þá ríkir mikil óvissa um gengis-
þróun. Því ber að undirstrika að stefnan í peninga-
málum verður jafnan mótuð á grundvelli heildarmats
á ástandi og horfum í efnahagsmálum sem gæti orðið
annað en nú er ætlað.
Gengi krónunnar hefur hækkað umtalsvert
undanfarnar vikur. Undir lok janúar var það um 7%
hærra en í lok október. Margir þættir hafa sjálfsagt
stuðlað að þessari hækkun, svo sem gott jafnvægi í
utanríkisviðskiptum að undanförnu, fjárfestingu
erlendra aðila á innlendum fjármagnsmarkaði og
auknar aflaheimildir. Hins vegar er líklegt að megin-
skýringin liggi í fyrirhuguðum stóriðjuframkvæmd-
um. Þeim mun fylgja mikið gjaldeyrisinnstreymi á
komandi misserum og hærri stýrivextir. Á fram-
sýnum markaði ættu báðir þessir þættir að hækka
gengi nú þegar, þar sem framkvæmdirnar eru
fyrirséðar. Á hinn bóginn býr hækkun gengisins í
haginn fyrir framkvæmdirnar því að hún dregur úr
verðbólgu og eykur framleiðsluslaka í aðdraganda
þeirra. Hugsanlegt er þó að markaðsaðilar ofmeti
eitthvað nálægð og mikilvægi stóriðjuframkvæmda
en vanmeti þann slaka sem þegar hefur myndast og
gengisstyrkingin byggist því að einhverju leyti á
óraunsæjum væntingum. Engar forsendur eru hins
vegar fyrir því á þessu stigi að fullyrða að þessir
þættir hafi skipt sköpum um styrkingu krónunnar að
undanförnu. Seðlabankinn ákvað í janúar og febrúar
að nota ríkjandi aðstæður á gjaldeyrismarkaði til að
auka kaup sín á gjaldeyri á millibankamarkaði sem
miða að því að bæta gjaldeyrisstöðu bankans.
Seðlabankinn hyggst á næstunni kynna lánastofn-
unum breytingar á reglum um bindiskyldu og verða
þær áfangi í því að samræma starfsumhverfi hér-
lendra lánastofnana starfsumhverfi sambærilegra
stofnana í flestum löndum Evrópu. Breytingar verða
í tveimur áföngum. Í fyrri áfanga verða bindihlutföll
lækkuð nokkuð og í síðari áfanga verða reglur Seðla-
bankans um bindigrunn og bindihlutfall færðar til
samræmis við reglur sem Seðlabanki Evrópu hefur
sett lánastofnunum sem starfa í aðildarlöndum Efna-
hags- og myntbandalags Evrópu. Fyrirhugað er að
fyrri áfanga verði hrundið í framkvæmd á næstu
vikum en síðari áfanganum ekki síðar en um næstu
áramót. Áfangarnir munu væntanlega hvor um sig
leiða til áþekkrar lækkunar bindiskyldu í heild.
Verðbólguspáin sem hér er birt gefur tilefni til
frekari lækkunar stýrivaxta bankans, þar sem hún er
undir markmiði hans allt spátímabilið. Seðlabankinn
hefur því ákveðið að lækka vexti sína í endurhverfum
viðskiptum við lánastofnanir um 0,5 prósentur frá og
með 18. febrúar nk. Eftir þessa lækkun verða vextir
bankans orðnir lægri en nokkru sinni síðan á árinu
1994, þegar verðbólga var aðeins 1½% og mun meiri
slaki var í hagkerfinu en nú. Raunvextir bankans
verða eftir breytinguna orðnir um 2¾%, sem er
nokkuð undir núverandi mati á jafnvægisvöxtum, og
lægra en nokkru sinni síðan vorið 1996, en þá var
meiri slaki í hagkerfinu en nú. Fyrirhugaðar breyt-
ingar á bindiskyldu munu einnig fela í sér nokkra
slökun á aðhaldi peningamála. Hvort og í hvaða mæli
verður um frekari slökun í peningamálum að ræða
mun sem fyrr ráðast af framvindu og horfum. Þar
togast á mismunandi tilhneigingar sem óvíst er
hversu sterkar eru og munu breytast í rás tímans. Þar
skiptir mestu annars vegar óvissan um umfang
slakans í hagkerfinu á fyrstu mánuðum þessa árs og
2 PENINGAMÁL 2003/1