Peningamál - 01.02.2003, Qupperneq 3

Peningamál - 01.02.2003, Qupperneq 3
hins vegar til þess að með viðeigandi hagstjórnarvið- brögðum verði hægt að halda verðbólgu vel innan þolmarka þegar hún stefnir hæst. Ef ekki kemur til gengisaðlögunar og aðgerða í ríkisfjármálum mun álag á peningastefnuna þó verða mikið. Seðlabanka- vextir gætu þannig að óbreyttu þurft að verða a.m.k. 10% þegar þeir verða hæstir. Með gengisaðlögun og raunhæfum aðgerðum í ríkisfjármálum dregur hins vegar verulega úr þörfinni á hækkun Seðlabanka- vaxta sem þá þyrftu ekki að verða hæstir nema rúm- lega 7%. Eigi peningastefnan að vera nægilega fram- sýn þurfa Seðlabankavextir að hækka umfram það sem ella hefði orðið í síðasta lagi á næsta ári, en gengisþróun getur haft nokkur áhrif á tímasetning- una. Reyndar bendir margt til þess að hluti hugsan- legrar gengisaðlögunar vegna stóriðjuframkvæmda sé þegar kominn fram. Gera verður mikla fyrirvara við niðurstöður þess- ara útreikninga. Þeir byggjast á margvíslegum for- sendum sem gætu brugðist, svo sem um væntingar heimila og fyrirtækja og tiltölulega mjúk viðbrögð fjármálamarkaða. Þá ríkir mikil óvissa um gengis- þróun. Því ber að undirstrika að stefnan í peninga- málum verður jafnan mótuð á grundvelli heildarmats á ástandi og horfum í efnahagsmálum sem gæti orðið annað en nú er ætlað. Gengi krónunnar hefur hækkað umtalsvert undanfarnar vikur. Undir lok janúar var það um 7% hærra en í lok október. Margir þættir hafa sjálfsagt stuðlað að þessari hækkun, svo sem gott jafnvægi í utanríkisviðskiptum að undanförnu, fjárfestingu erlendra aðila á innlendum fjármagnsmarkaði og auknar aflaheimildir. Hins vegar er líklegt að megin- skýringin liggi í fyrirhuguðum stóriðjuframkvæmd- um. Þeim mun fylgja mikið gjaldeyrisinnstreymi á komandi misserum og hærri stýrivextir. Á fram- sýnum markaði ættu báðir þessir þættir að hækka gengi nú þegar, þar sem framkvæmdirnar eru fyrirséðar. Á hinn bóginn býr hækkun gengisins í haginn fyrir framkvæmdirnar því að hún dregur úr verðbólgu og eykur framleiðsluslaka í aðdraganda þeirra. Hugsanlegt er þó að markaðsaðilar ofmeti eitthvað nálægð og mikilvægi stóriðjuframkvæmda en vanmeti þann slaka sem þegar hefur myndast og gengisstyrkingin byggist því að einhverju leyti á óraunsæjum væntingum. Engar forsendur eru hins vegar fyrir því á þessu stigi að fullyrða að þessir þættir hafi skipt sköpum um styrkingu krónunnar að undanförnu. Seðlabankinn ákvað í janúar og febrúar að nota ríkjandi aðstæður á gjaldeyrismarkaði til að auka kaup sín á gjaldeyri á millibankamarkaði sem miða að því að bæta gjaldeyrisstöðu bankans. Seðlabankinn hyggst á næstunni kynna lánastofn- unum breytingar á reglum um bindiskyldu og verða þær áfangi í því að samræma starfsumhverfi hér- lendra lánastofnana starfsumhverfi sambærilegra stofnana í flestum löndum Evrópu. Breytingar verða í tveimur áföngum. Í fyrri áfanga verða bindihlutföll lækkuð nokkuð og í síðari áfanga verða reglur Seðla- bankans um bindigrunn og bindihlutfall færðar til samræmis við reglur sem Seðlabanki Evrópu hefur sett lánastofnunum sem starfa í aðildarlöndum Efna- hags- og myntbandalags Evrópu. Fyrirhugað er að fyrri áfanga verði hrundið í framkvæmd á næstu vikum en síðari áfanganum ekki síðar en um næstu áramót. Áfangarnir munu væntanlega hvor um sig leiða til áþekkrar lækkunar bindiskyldu í heild. Verðbólguspáin sem hér er birt gefur tilefni til frekari lækkunar stýrivaxta bankans, þar sem hún er undir markmiði hans allt spátímabilið. Seðlabankinn hefur því ákveðið að lækka vexti sína í endurhverfum viðskiptum við lánastofnanir um 0,5 prósentur frá og með 18. febrúar nk. Eftir þessa lækkun verða vextir bankans orðnir lægri en nokkru sinni síðan á árinu 1994, þegar verðbólga var aðeins 1½% og mun meiri slaki var í hagkerfinu en nú. Raunvextir bankans verða eftir breytinguna orðnir um 2¾%, sem er nokkuð undir núverandi mati á jafnvægisvöxtum, og lægra en nokkru sinni síðan vorið 1996, en þá var meiri slaki í hagkerfinu en nú. Fyrirhugaðar breyt- ingar á bindiskyldu munu einnig fela í sér nokkra slökun á aðhaldi peningamála. Hvort og í hvaða mæli verður um frekari slökun í peningamálum að ræða mun sem fyrr ráðast af framvindu og horfum. Þar togast á mismunandi tilhneigingar sem óvíst er hversu sterkar eru og munu breytast í rás tímans. Þar skiptir mestu annars vegar óvissan um umfang slakans í hagkerfinu á fyrstu mánuðum þessa árs og 2 PENINGAMÁL 2003/1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.